Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 6

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 6
Ég vil byrja á því að þakka traustið og þann stuðning sem þið hafið sýnt mér með því að trúa mér fyrir starfi formanns félagsins næstu tvö árin. Ákvörðunin um framboð var ekki sjálfsögð en ég er mjög ánægð yfir því að hafa tekið þessa ákvörðun og fengið brautargengi til að gegna formennsku í félaginu. Ég finn það daglega hversu gefandi og gott það er að vinna að málefnum hjúkrunarfræðinga þó vinnan sé ekki alltaf dans á rósum frekar en önnur vinna hjúkrunarfræðinga. Áralöng reynsla mín innan heil- brigðis- og menntakerfisins hefur nýst mér vel í starfinu sem og þau tengsl við fólk og stofnanir sem myndast hafa í áranna rás, jafnt innan stéttar sem utan. Ég mun leggja mig fram um að gera mitt besta til að tryggja hagsmuni hjúkrunarfræðinga og vinna ötullega að eflingu hjúkrunar. Kraftur og faglegur metnaður ráðstefnan hjúkrun 2017 var haldin dagana 28.–29. september undir yfirskriftinni fram í sviðsljósið. um 230 manns voru skráðir á ráðstefnuna og endurspeglar þessi góða þátttaka áhuga hjúkrunarfræðinga á málefnum hjúkrunar. Dagskráin var mjög fjölbreytt og mæltust vinnustofurnar sérstaklega vel fyrir hjá þátttakendum. Það var gott að skynja þann styrk, þá samstöðu og ekki síst þá gleði sem einkenndi alla á ráðstefnunni. Það var góð tilfinning enda nauðsynlegt að koma saman með kollegum, eiga góðar stundir og ná að lyfta sér aðeins upp úr amstri dagsins. Mikil gróska er í faglegu starfi hjúkrunarfræðinga og voru t.d. 3 nýjar fagdeildir og 8 nýjar landsvæðadeildir stofnaðar á aðalfundinum í vor. Deildirnar eru því orðnar 32 talsins og endurspeglar það vel þann kraft og faglega metnað sem býr meðal hjúkr- unarfræðinga. jafnframt er nýútkomin skýrsla sem gerð var í samvinnu við fagdeild geðhjúkrunarfræðinga og í tengslum við stefnu og aðgerðaáætlun velferðarráðuneyt- isins í geðheilbrigðismálum. Þar er kynnt hugsanlegt framlag geðhjúkrunarfræðinga og geðhjúkrunar til eflingar geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur skýrsluna en hún er gott dæmi um hvernig fíh og hjúkrunarfræðingar geta tekið þátt í mótun og skipulagningu heilbrigðisþjónustunnar og látið sig málefni skjólstæðinganna varða. Þrýst á endurskoðun samninga Miðlægur kjarasamningur hjúkrunarfræðinga við ríkið er fastur í gerðardómi til ársins 2019 og ljóst að hann verður einungis endurskoðaður ef aðilar á vinnumarkaði segja upp sínum kjarasamningum. Stofnanasamningar eru þeir samningar sem ráða mestu um launaröðun hjúkrunarfræðinga og flestir þeirra eru ekki í takti við starfsemi stofn- ana. Landspítali er í forystusveitinni þegar kemur að breytingum á stofnanasamn- ingum og hefur félagið unnið að því að fá núverandi stofnanasamning ræddan. Lagðar 6 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Formannspistill Breyttur tíðarandi meðal ungra hjúkrunarfræðinga Mikil gróska er í faglegu starfi hjúkrunarfræðinga og voru t.d. þrjár nýjar fagdeildir og 8 nýjar landsvæðadeildir stofnaðar á aðalfund- inum í vor. Deildirnar eru því orðnar 32 talsins og endurspeglar það vel þann kraft og faglega metnað sem býr meðal hjúkrunarfræðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.