Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Page 6

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Page 6
Ég vil byrja á því að þakka traustið og þann stuðning sem þið hafið sýnt mér með því að trúa mér fyrir starfi formanns félagsins næstu tvö árin. Ákvörðunin um framboð var ekki sjálfsögð en ég er mjög ánægð yfir því að hafa tekið þessa ákvörðun og fengið brautargengi til að gegna formennsku í félaginu. Ég finn það daglega hversu gefandi og gott það er að vinna að málefnum hjúkrunarfræðinga þó vinnan sé ekki alltaf dans á rósum frekar en önnur vinna hjúkrunarfræðinga. Áralöng reynsla mín innan heil- brigðis- og menntakerfisins hefur nýst mér vel í starfinu sem og þau tengsl við fólk og stofnanir sem myndast hafa í áranna rás, jafnt innan stéttar sem utan. Ég mun leggja mig fram um að gera mitt besta til að tryggja hagsmuni hjúkrunarfræðinga og vinna ötullega að eflingu hjúkrunar. Kraftur og faglegur metnaður ráðstefnan hjúkrun 2017 var haldin dagana 28.–29. september undir yfirskriftinni fram í sviðsljósið. um 230 manns voru skráðir á ráðstefnuna og endurspeglar þessi góða þátttaka áhuga hjúkrunarfræðinga á málefnum hjúkrunar. Dagskráin var mjög fjölbreytt og mæltust vinnustofurnar sérstaklega vel fyrir hjá þátttakendum. Það var gott að skynja þann styrk, þá samstöðu og ekki síst þá gleði sem einkenndi alla á ráðstefnunni. Það var góð tilfinning enda nauðsynlegt að koma saman með kollegum, eiga góðar stundir og ná að lyfta sér aðeins upp úr amstri dagsins. Mikil gróska er í faglegu starfi hjúkrunarfræðinga og voru t.d. 3 nýjar fagdeildir og 8 nýjar landsvæðadeildir stofnaðar á aðalfundinum í vor. Deildirnar eru því orðnar 32 talsins og endurspeglar það vel þann kraft og faglega metnað sem býr meðal hjúkr- unarfræðinga. jafnframt er nýútkomin skýrsla sem gerð var í samvinnu við fagdeild geðhjúkrunarfræðinga og í tengslum við stefnu og aðgerðaáætlun velferðarráðuneyt- isins í geðheilbrigðismálum. Þar er kynnt hugsanlegt framlag geðhjúkrunarfræðinga og geðhjúkrunar til eflingar geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur skýrsluna en hún er gott dæmi um hvernig fíh og hjúkrunarfræðingar geta tekið þátt í mótun og skipulagningu heilbrigðisþjónustunnar og látið sig málefni skjólstæðinganna varða. Þrýst á endurskoðun samninga Miðlægur kjarasamningur hjúkrunarfræðinga við ríkið er fastur í gerðardómi til ársins 2019 og ljóst að hann verður einungis endurskoðaður ef aðilar á vinnumarkaði segja upp sínum kjarasamningum. Stofnanasamningar eru þeir samningar sem ráða mestu um launaröðun hjúkrunarfræðinga og flestir þeirra eru ekki í takti við starfsemi stofn- ana. Landspítali er í forystusveitinni þegar kemur að breytingum á stofnanasamn- ingum og hefur félagið unnið að því að fá núverandi stofnanasamning ræddan. Lagðar 6 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Formannspistill Breyttur tíðarandi meðal ungra hjúkrunarfræðinga Mikil gróska er í faglegu starfi hjúkrunarfræðinga og voru t.d. þrjár nýjar fagdeildir og 8 nýjar landsvæðadeildir stofnaðar á aðalfund- inum í vor. Deildirnar eru því orðnar 32 talsins og endurspeglar það vel þann kraft og faglega metnað sem býr meðal hjúkrunarfræðinga.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.