Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 11
hér á eftir fer skilgreining reglugerðar nr. 1000/2004: Einelti: Ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Kynferðisleg áreitni og annað and- legt eða líkamlegt ofbeldi fellur hér undir. Hér er ekki átt við skoðanaágreining eða hagsmunaárekstur sem kann að rísa á vinnustað milli stjórnanda og starfsmanns eða tveggja eða fleiri starfsmanna enda leiði slíkur skoðanaágreiningur eða hags- munaárekstur ekki til þeirrar háttsemi sem lýst er hér að framan. Sláandi dæmi um einelti á vinnustöðum Markmið rannsóknarinnar var að kanna einelti í kvörtunum til Vinnueftirlitsins frá því reglugerð nr. 1000/2004 tók gildi, eða frá 1. desember 2004, og til 9. nóvember 2015 þegar hún var felld úr gildi með reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðis- legri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum nr. 1009/2015. Einnig var markmið rannsóknarinnar að varpa ljósi á birtingarmyndir eineltisins og afleiðingar á heilsu og líðan þolenda. rannsakendur rýndu í allar kvartanir, sem bárust Vinnu- eftirlitinu á þessu tæplega ellefu ára tímabili, með innihaldsgreiningu (e. content ana- lysis) þar sem upplýsingar voru skráðar um þolendur, gerendur, vinnustaði, eðli mála innan vinnustaða og afleiðingarnar sem eineltið hafði á líðan og heilsu þolenda. Án þess að fara nánar í niðurstöður rannsóknarinnar, sem verða birtar innan tíðar, má nefna að Ásta kom með nokkur sláandi dæmi um einelti sem fólu í sér allt frá tilfinn- ingu um að vera vanmetinn í starfi og hunsun til þess að þolandi mátti þola gróft of- beldi í eineltismáli. Í ljósi þeirra aðstæðna, sem hjúkrunarfræðingum á Íslandi eru búnar í dag, þótti mér erindi dr. Ástu afar áhugavert. Álag, streita, kulnun og ótryggt starfsumhverfi eru allt þættir sem geta leitt til óheilbrigðrar vinnumenningar. Einelti er ein birtingar- myndin en til að fyrirbyggja það þurfa forvarnir að koma til. Þær felast einkum í tveimur meginþáttum: að stjórnendur hlúi vel að félagslegu umhverfi á vinnustað, að einelti eða alvarlegur samskiptavandi sé stöðvaður svo fljótt sem auðið er. Markmið starfa okkar hjúkrunarfræðinga er að koma í veg fyrir skaða, vanlíðan og vanheilsu. hver og einn hjúkrunarfræðingur getur lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að koma í veg fyrir einelti. Við þurfum að hlúa að okkur sjálfum, hlúa hvert að öðru og neita að taka þátt í að starfa innan óheilbrigðs starfsumhverfis. Rit sem vísað er til: Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað nr. 1000/2004. Reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum nr. 1009/2015. „forvarnir eru aðalmálið hér“ tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 11 Án þess að fara nánar í niðurstöður rannsóknarinnar, sem verða birtar innan tíðar, má nefna að Ásta kom með nokkur sláandi dæmi um einelti sem fólu í sér allt frá tilfinningu um að vera vanmetinn í starfi og hunsun til þess að þolandi mátti þola gróft ofbeldi í einelt- ismáli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.