Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 11
hér á eftir fer skilgreining reglugerðar nr. 1000/2004: Einelti: Ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Kynferðisleg áreitni og annað and- legt eða líkamlegt ofbeldi fellur hér undir. Hér er ekki átt við skoðanaágreining eða hagsmunaárekstur sem kann að rísa á vinnustað milli stjórnanda og starfsmanns eða tveggja eða fleiri starfsmanna enda leiði slíkur skoðanaágreiningur eða hags- munaárekstur ekki til þeirrar háttsemi sem lýst er hér að framan. Sláandi dæmi um einelti á vinnustöðum Markmið rannsóknarinnar var að kanna einelti í kvörtunum til Vinnueftirlitsins frá því reglugerð nr. 1000/2004 tók gildi, eða frá 1. desember 2004, og til 9. nóvember 2015 þegar hún var felld úr gildi með reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðis- legri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum nr. 1009/2015. Einnig var markmið rannsóknarinnar að varpa ljósi á birtingarmyndir eineltisins og afleiðingar á heilsu og líðan þolenda. rannsakendur rýndu í allar kvartanir, sem bárust Vinnu- eftirlitinu á þessu tæplega ellefu ára tímabili, með innihaldsgreiningu (e. content ana- lysis) þar sem upplýsingar voru skráðar um þolendur, gerendur, vinnustaði, eðli mála innan vinnustaða og afleiðingarnar sem eineltið hafði á líðan og heilsu þolenda. Án þess að fara nánar í niðurstöður rannsóknarinnar, sem verða birtar innan tíðar, má nefna að Ásta kom með nokkur sláandi dæmi um einelti sem fólu í sér allt frá tilfinn- ingu um að vera vanmetinn í starfi og hunsun til þess að þolandi mátti þola gróft of- beldi í eineltismáli. Í ljósi þeirra aðstæðna, sem hjúkrunarfræðingum á Íslandi eru búnar í dag, þótti mér erindi dr. Ástu afar áhugavert. Álag, streita, kulnun og ótryggt starfsumhverfi eru allt þættir sem geta leitt til óheilbrigðrar vinnumenningar. Einelti er ein birtingar- myndin en til að fyrirbyggja það þurfa forvarnir að koma til. Þær felast einkum í tveimur meginþáttum: að stjórnendur hlúi vel að félagslegu umhverfi á vinnustað, að einelti eða alvarlegur samskiptavandi sé stöðvaður svo fljótt sem auðið er. Markmið starfa okkar hjúkrunarfræðinga er að koma í veg fyrir skaða, vanlíðan og vanheilsu. hver og einn hjúkrunarfræðingur getur lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að koma í veg fyrir einelti. Við þurfum að hlúa að okkur sjálfum, hlúa hvert að öðru og neita að taka þátt í að starfa innan óheilbrigðs starfsumhverfis. Rit sem vísað er til: Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað nr. 1000/2004. Reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum nr. 1009/2015. „forvarnir eru aðalmálið hér“ tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 11 Án þess að fara nánar í niðurstöður rannsóknarinnar, sem verða birtar innan tíðar, má nefna að Ásta kom með nokkur sláandi dæmi um einelti sem fólu í sér allt frá tilfinningu um að vera vanmetinn í starfi og hunsun til þess að þolandi mátti þola gróft ofbeldi í einelt- ismáli.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.