Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 87

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 87
vanda að taka tillit til sjúkdómsins og meðferðarinnar og aðlag- ast því að flytja yfir á þjónustustig ætlað fullorðnum þar sem nálgunin við einstaklinginn er önnur. Meðferðin getur reynst viðkomandi erfið af ýmsum sökum og það reynir mikið á ung- mennin, fjölskyldurnar og meðferðaraðilana (Berg-Kelly, 2010; Kennedy o.fl., 2007). Í yfirgreiningu (e. meta-analysis) Pinquart (2014) kom í ljós að í samanburði við heilbrigða jafnaldra eru 22–38% minni líkur á að einstaklingar, sem glímt hafa við lang- vinnan heilsuvanda frá barnsaldri, ljúki háskólanámi, hafi at- vinnu, flytjist að heiman, giftist og verði foreldrar. Munurinn er enn meiri hjá ungmennum sem glíma við taugasjúkdóma, skyn skerðingu og heilsuvandamál sem valda sjáanlegum lýtum. Í íslenskri rannsókn Fjólu Katrínar Steinsdóttur og félaga (2008) meðal 56 ungmenna með sykursýki af tegund eitt kem - ur fram allsterk fylgni á milli þunglyndis- og kvíðaeinkenna og vandamála sem tengjast því að vera með sykursýki. Mikilvægt er að ungmennin hafi náð ætluðum þroska og getu til að taka ábyrgð á eigin heilsufari við flutning milli þjónustusviða en eftir að heilbrigðisþjónustu á barnadeildum sleppir er gert ráð fyrir að ungmennið axli ábyrgð á heilsuvanda sínum (Elísabet Konráðsdóttir, 2012). Munur á barnaþjónustu og fullorðinsþjónustu Á unglingsárum lenda ungmenni gjarnan í togstreitu milli fjöl- skyldumiðaðrar barnaþjónustu, sem lítur fram hjá aukinni þörf þeirra fyrir sjálfstæði, og hins vegar þjónustu sem sniðin er að fullorðnum og viðurkennir þetta sjálfstæði en vanrækir líkam- legar, andlegar og félagslegar þroskaþarfir þeirra (Kennedy o.fl., 2007; Soanes og Timmons, 2004). Í hollenskri eigindlegri rann- sókn meðal 24 ungmenna með ýmis heilsuvandamál, 24 for- eldra og 17 heilbrigðisstarfsmanna kom fram að ungmennum og foreldrum þeirra finnst mikill munur á þjónustusviðum og að bæði sviðin hafi sína kosti og galla. Niðurstöðurnar eru dregnar saman í töflu 2 (van Staa o.fl., 2011). ritrýnd grein • peer reviewed paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 87 Tafla 1. Þroskaverkefni unglingsáranna* Öðlast aukinn vitsmunaþroska Geta ungmenna til rökhugsunar eykst og þau eiga auðveldara með að meta afleiðingar gjörða sinna Skilja mikilvægi vináttu Vináttusambönd verða ungmennum mikilvæg og hæfileiki þeirra til setja sig í spor annarra eykst Móta lífsgildi og viðhorf Ungmenni byrja að efast um viðhorf sín frá barnæsku og fara að tileinka sér þýðingarmikil og þroskaðri viðhorf Þroska sjálfsmynd Ungmenni uppgötva og skilgreina sjálf sig sem einstaklinga Móta markmið tengd framtíðarhlutverkum Hugsun og hegðun ungmenna miðar að því að byggja upp færni sem nauðsynleg er fyrir framtíðar- hlutverk Endurskilgreina samband við foreldra Ungmenni byrja að losa um tengsl við foreldra og sjálfstæði þeirra eykst Öðlast aukinn hæfileika til að mynda náin sambönd Ungmenni móta kynímynd sína og geta þeirra til að stofna til rómantískra sambanda eykst *Kennedy o.fl., 2007 Tafla 2. Kostir og gallar barna- og fullorðinsþjónustu að mati ungmenna og foreldra þeirra* Kostir barnaþjónustu Ókostir fullorðinsþjónustu • Kunnuglegt umhverfi • Framandi umhverfi • Hlýlegt andrúmsloft • Formlegt, kröfuhart og kuldalegt andrúmsloft • Aðstæður vinveittar börnum • Ungmennum ekki veitt sérstök athygli • Þátttaka foreldra • Foreldrar ekki alltaf velkomnir • Virðing fyrir sérþekkingu ungmenna og foreldra • Skortur á virðingu fyrir sérþekkingu ungmenna og foreldra • Traust gagnvart meðferðaraðilum • Meðferðaraðilum ekki alltaf treyst • Góð samvinna meðferðaraðila • Lítil samvinna við fagaðila í barnaþjónustu og aðra sérfræðinga • Þverfagleg teymisvinna • Ekki sjálfgefið að teymisvinna sé ástunduð • Heildræn nálgun • Sálfélagslegum þáttum veitt lítil athygli • Framúrskarandi aðstæður á legudeildum • Lélegar aðstæður á legudeildum • Fagaðilar sjá um að skipuleggja þjónustuna fyrir ungmennin • Ungmenni þurfa að umgangast eldri sjúklinga • Aðrar aðferðir og meðhöndlun en í barnaþjónustu • Ungmenni þurfa að skipuleggja þjónustuna sjálf Kostir fullorðinsþjónustu Ókostir barnaþjónustu • Hentar aldri ungmenna • Komið fram við ungmennin sem börn, hentar ekki aldri • Staðreyndir, verkefnamiðað andrúmsloft • Ungmenni þurfa að umgangast ung börn • Áhersla á sjálfstæði og sjálfsábyrgð ungmenna • Lítil hvatning til sjálfstæðis og sjálfsábyrgðar • Ungmenni þátttakendur í ákvarðanatöku • Viðvera foreldra takmarkar frelsi ungmenna til að tjá sig og taka þátt í ákvarðanatöku • Myndun nýrra sambanda, fersk byrjun • Fast samband við meðferðaraðila • Upplýsingagjöf tengd málefnum fullorðinna • Skortur á upplýsingum tengdum málefnum fullorðinna • Möguleiki á að velja spítala nær heimili • Fagaðilar hikandi við að reyna nýjar aðferðir og beita erfiðri meðferð • Nýir meðferðarmöguleikar í boði *van Staa o.fl., 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.