Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 29
 ríkisendurskoðun gagnrýnir að þrátt fyrir þetta hafi vel- ferðarráðuneytið hvorki sett sér stefnu né áætlanir um þessi mál. Engin formleg stefnumótun hafi átt sér stað síðan árið 2006 eða undanfarin 11 ár. ráðuneytið kynnti reyndar drög að heilbrigðisstefnu í fyrra sem átti að gilda til ársins 2020 en stefnan var aldrei lögð fyrir alþingi. Þar var meðal annars lagt til að Embætti landlæknis gerði 10 ára áætlun um mannaflaþörf heilbrigðisþjónustunnar. ríkisendurskoðun telur mikilvægt að þessum áformum sé fylgt eftir. Í skýrslunni hvetur ríkisendurskoðun velferðarráðuneytið til að móta stefnu um mönnun í stöður hjúkrunarfræðinga innan heilbrigðisþjónustunnar til að tryggja gæði þjónustunnar. Sömuleiðis hvetur stofnunin ráðuneytið til að vinna markvisst að því að gera íslenskar heilbrigðisstofnanir samkeppnishæfar um starfskrafta hjúkrunarfræðinga. Loks hvetur ríkisend- urskoðun Embætti landlæknis til að auka eftirlit með mönnun hjúkrunarstarfa og kanna hvort hún sé í samræmi við umfang og eðli þjónustunnar. jafnframt telur stofnunin mikilvægt að hugað sé að kostum þess að setja viður kennd viðmið um lág- marksmönnun í stöður hjúkrunarfæð inga. Á sama tíma og viðloðandi skortur hefur verið á hjúkrunarfræðingum hefur velferðarráðuneyti hvorki sett sér stefnu né aðgerðaáætlun um málið. Mikilvægt er að stjórnvöld tryggi næga nýliðun í stétt- inni og vinni markvisst að því að lágmarka brotthvarf úr stétt- inni, að því er fram kemur í skýrslu ríkisendurskoðunar. Færri komast að en vilja í hjúkrunarfræði Þegar kemur að umfjöllun um menntun hjúkrunarfræðinga segir í úttektinni að aðsókn í námið sé mikil og að háskólarnir, sem bjóði upp á það, þurfi iðulega að beita fjöldatakmörk- unum. Þeir hafi ekki fjárveitingar til að taka á móti fleiri nem- endum. Þá geti heilbrigðisstofnanir ekki boðið upp á nægilega mörg pláss í starfsnámi, sem er klínískur hluti námsins, vegna skorts á starfsfólki. frá árinu 2007 hafa að meðaltali 117 hjúkrunarfræðingar útskrifast árlega frá háskóla Íslands og háskólanum á akureyri. aðsókn að hjúkrunarfræðinámi er mikil og hefur að jafnaði verið meiri en nemur þeim námsstöðum sem háskólarnir bjóða. Skólarnir hafa báðir beitt fjöldatakmörkunum í námið en þær ráðast einkum af fjárveitingum og fjölda klínískra plássa sem í boði eru á heilbrigðisstofnunum landsins ár hvert. fjár- veitingar til hjúkrunarfræðináms taka mið af þeim reikniflokki sem mennta- og menningarmálaráðu neytið skipar náminu í. Þar sem háskólarnir eiga ekki rétt á auknu framlagi, fari fjöldi ársnema fram úr forsendum fjárlaga, eiga þeir erfitt með að bregðast við aukinni aðsókn í námið eða samfélagslegri þörf fyrir fjölgun hjúkrunarfræð inga. Skortur á klínískum plássum á heilbrigðisstofnunum landsins takmarkar einnig möguleika háskólanna til að fjölga nemum í hjúkrunarfræði. fjöldi þeirra ræðst einkum af möguleikum heilbrigðisstofnana til að taka á móti nemum og handleiða þá en klínísk kennsla hefur að mestu verið í höndum starfandi hjúkrunarfræðinga. Skortur á hjúkr- unarfræðingum í starfi og mikið vinnuálag hafa staðið í vegi fyrir því að stofnanir eða einstakar deildir þeirra geti tekið á móti nemum. Þessir þættir geta einnig haft mikil áhrif á gæði kennslunnar því að hún bætist ofan á daglegar starfsskyldur þeirra sem sinna henni. Til að tryggja gæði klínískrar kennslu telja háskólarnir æski- legt að þeir geti ráðið til sín hjúkrunarfræðinga í hlutastörf sem tækju að sér að leiðbeina nemendum í klínísku námi. fjárveit- ingar til námsins hafa þó ekki veitt svigrúm til þess. klínískur hluti hjúkrunarfræðináms er talinn vanmetinn í þeim viðmiðum sem liggja til grundvallar við flokkun þess í reikni- líkaninu en hjúkrunarfræði er raðað í 3. reikniflokk sem gerir ráð fyrir að námið sé fyrst og fremst bóklegt en það er í reynd að stærstum hluta klínískt. námið ætti að vera í sama reikni- flokki og aðrar sambærilegar fræðigreinar sem byggjast á sérfræðikennslu og einstaklingsbundinni handleiðslu. ríkis- endurskoðun hvetur mennta- og menningarmálaráðuneyti til að beita sér fyrir fjölgun nema í hjúkrunarfræði og að end- urskoða flokkun hjúkrunarfræðináms í reiknilíkani háskól- anna, sérstaklega með tilliti til þess hve veigamikill klínískur hluti námsins er. Óbreytt ástand mun ekki leysa manneklu í hjúkrun. skýrsla ríkisendurskoðunar um hjúkrunarfræðinga tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 29 Á sama tíma og viðloðandi skortur hefur verið á hjúkrunarfræðingum hefur velferðar ráðu - neyti hvorki sett sér stefnu né aðgerðaáætlun um málið. Mikilvægt er að stjórnvöld tryggi næga nýliðun í stéttinni og vinni markvisst að því að lágmarka brotthvarf úr stéttinni, að því er fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.