Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 60
 Boðið er upp á kveðjustund við dánarbeð eftir að læknir hefur staðfest andlát og búið hefur verið um hinn látna af alúð og virðingu. Í flestum tilvikum vill fólk slíka stund. Djákni heimilisins stjórnar athöfninni nánast alltaf en aðstandendum er einnig kynntur sá eðlilegi möguleiki að prestur, djákni eða forstöðumaður lífsskoðunarfélags, sem ef til vill tengist fjöl- skyldunni, komi og hafi umsjón með kveðjustundinni. Einnig er tekið sálgæslu- og stuðningsviðtal og farið yfir næstu skref er varða undirbúning og framkvæmd útfararinnar. Það er gríðarlega mikilvægt að djákni sinni þörfum að - standenda á hverjum tíma. Ef djákni er ekki til staðar vegna sumarleyfa hefur hann fengið sóknarprest úr Laugarneskirkju, Áskirkju eða prófast til að svara kalli ef þarf. Líknarteymi, sem í eru djákni og hjúkrunarfræðingar, hafa útbúið möppu með gagnlegum upplýsingum og leiðbeiningum er snúa að umönnun einstaklings í lífslokaferli og við ævilok, sem og stuðningi við aðstandendur. Þetta safn upplýsinga veitir starfsfólki öryggi og tryggir um leið gæði þjónustunnar. nokkrum dögum eftir andlát, áður en nýr íbúi flytur inn, er höfð húskveðja, sem áður var kölluð minningarstund, til að heiðra minningu hins látna og styðja við aðstandendur, íbúa og starfsfólk. upp á slíkar stundir hefur verið boðið frá upphafi starfseminnar á Sóltúni. Í seinni tíð, eftir því sem veikara fólk kom inn á Sóltún og hafði þar skemmri viðdvöl, hafa orðið til tvö form af húskveðjum. annars vegar er um að ræða húskveðju sem haldin er af virðingu við þá íbúa sem búið hafa á heimilinu til lengri tíma en þá hafa tengsl skapast við aðra íbúa, ástvini og starfsfólk. hins vegar er það húskveðja sem haldin er af virðingu við þá íbúa sem staldrað hafa stutt við en þá hafa lítil eða engin tengsl náð að myndast. Markmið og tilgangur húskveðju Tilgangur húskveðju er að heiðra minningu hins látna og skapa vettvang fyrir íbúa og starfsfólk til að votta samúð og þakka fyrir samfylgd. Stundirnar eru hugsaðar fyrir nánustu aðstand- endur og vini sem hafa tengst heimilinu, öðrum íbúum, að - standendum þeirra og starfsfólki á þeim tíma er ástvinur hefur búið á Sóltúni. Samverustundin er undirbúin af djákna í samráði við starfsfólk og aðstandendur. Djákni stjórnar athöfn- inni sem samanstendur af tónlist og töluðu orði. Með hús - kveðjunni eru aðstandendur alla jafna að kveðja heimilið, íbúa og starfsfólk. Yfirleitt hafa skapast góð og vinsamleg tengsl sem eftirsjá er í. Framkvæmd húskveðju húskveðjan er alla jafna haldin á virkum degi kl. 14:30 í setu- stofu íbúans. Þannig er stundin tengd við kaffitímann. Í minn- ingarorðum, sem djákninn semur og flytur, er dregin upp mynd af lífshlaupi íbúans, fjölskyldu hans og síðast en ekki síst hvaða persónu hann hafði að geyma. Við undirbúning minn- ingarorðanna fundar djákninn með starfsfólki íbúans um kynni sín og samfylgd þeirra við íbúann og aðstandendur hans. Þetta er mikilvægur liður í að styðja starfsfólkið við að kveðja hinn látna og fjölskylduna, staðsetja dýrmætar minningar og búa sig undir að mynda ný tengsl. aðstandendurnir, sem sækja kveðjustundina, eru fyrst og fremst þeir sem hafa myndað tengsl við heimilið og íbúa sambýlisins og starfsmenn. Þeir aðstandendur, sem hafa mynd - að slík tengsl, eru ávallt hvattir til að heimsækja Sóltún í fram- haldinu. Í þeim tilvikum, þar sem íbúi hefur ekki náð að mynda tengsl við aðra íbúa, er markmið húskveðjunnar að styðja nán- ustu aðstandendur og starfsfólk. Sú kveðjustund er alla jafna haldin kl. 14:00 á virkum degi fyrstu dagana eftir andlát. Ekki eru flutt minningarorð og viðstaddir eru aðeins allra nánustu aðstandendur og starfsfólk sambýlisins. Stundin er hugsuð sem stuðningur við þá og boðið er upp á kaffi eða tesopa og meðlæti. Eftirfylgd Mikilvægt getur reynst að slíta ekki á samferðina heldur fylgja aðstandendum eftir í ákveðinn tíma, eftir því sem þarf. Ekki er hægt að veita slíka eftirfylgd nema í takmarkaðan tíma vegna þess að annað yrði á kostnað þeirra er eftir búa á heimilinu. Meðal annars af þeirri ástæðu, en þó ekki síst með fjölskylduna jón jóhannsson og júlíana sigurveig guðjónsdóttir 60 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.