Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 12
Það er jafn mikilvægt fyrir hjúkrunarfræðinga að hlúa að og stunda reglubundna geðrækt eins og að stunda reglubundna líkamsrækt, segir dr. gísli kort kristófersson, geðhjúkrun- arfræðingur, lektor og formaður hjúkrunarfræðideildar há- skólans á akureyri. gísli kort kristófersson stóð fyrir vinnusmiðjunni núvit- und fyrir hjúkrunarfræðinga á ráðstefnunni hjúkrun 2017. all- flestir þátttakendur þekktu til hugmyndafræði núvitundar enda núvitundarmeðferð verið mikið til umfjöllunar og rannsóknar hér á landi sem erlendis. Í doktorsrannsókn sinni beindi gísli kort sjónum sínum að áhrifum núvitundarmeðferðar (e. mind- fulness based intervention) á einkenni þunglyndis, kvíða, lífsgæða og fleira meðal einstaklinga með fíknisjúkdóma og heilaskaða (kristofersson, 2012). Í vinnusmiðjunni kynnti gísli rannsóknir sem styðja notkun núvitundar til að minnka streitu, koma í veg fyrir kulnun í starfi og styrkja innri stjórnrót meðal hjúkrunarfræðinga. jafnframt fjallaði hann um áhættu og ávinning sem fólginn er í notkun núvitundar. Einnig fór hann yfir grunnatriði núvitundar og kenndi þátttakendum æfingar sem þeir geta notað til að takast á við streitu í starfi og einkalífi. Ekki henta sömu lausnir öllum gísli byrjaði erindi sitt á því að kynna 10. lögmál jante: Þú skalt ekki halda að þú getir kennt okkur eitthvað (Sandemose, 1933) og minnti viðstadda hjúkrunarfræðinga á að það sé ekkert sem virki fyrir alla nema vatn og súrefni. Þetta var áhugaverð kynn- ing á viðfangsefni vinnusmiðjunnar, að nota eina af megin - stoðum hugmyndafræði núvitundar: æðruleysi, vísa í ára tuga - gamlar heimildir og gefa þátttakendum strax til kynna að ekki henti sömu lausnir öllum nema þá lausnir sem varða lífs- nauðsynlegar grunnþarfir hverrar manneskju. Áður en hann hóf að kynna inntak hugmyndafræði núvitundar velti hann því upp að svo virtist sem ákveðnar fagstéttir vildu eigna sér fræðilegar hugmyndir og kastaði fram þeirri spurningu til þátt- takenda hvaða fagstétt hefði eignað sér hugmyndafræði núvit- undar — án þess að svara spurningunni beint. Líkt og gísli kort leyfi ég lesendum að velta fyrir sér svarinu. Núvitundin er vöðvi sem þarf að þjálfa líkt og aðra vöðva Talið er að núvitund byggist á hugmyndafræði sem á sér meira en 2500 ára sögu. Megininntakið er að fólk beini athyglinni að augnablikinu og dæmi ekki það sem það verður vart við. nú- vitund gerir kleift að mæta mótlæti með skýrleika, stöðugleika, innsæi og æðruleysi og tilgangurinn er að temja sér meðvitaða athygli á núinu. Þetta er gert með ýmsum æfingum því núvit- undin er eins og vöðvi sem þarf að þjálfa líkt og aðra vöðva. núvitund er almennt viðhorf um sátt, vera opinn og forvitinn og með núvitund er hægt að rjúfa vítahring áreitis og van- hugsaðra viðbragða. gísli lýsti tengslum núvitundar og sam- skipta enda átti það vel við þar sem störf hjúkrunarfræðinga snúast ekki aðeins mjög mikið um samskipti heldur hafa sam- skipti þeirra við skjólstæðingana oft meðferðarlegt gildi. gísli sagði núvitundaræfingarnar leiða til þess að þeir sem þær stunduðu stöldruðu við eitt andartak í núvitund á milli áreitis og svars, þar af leiðandi yrðu samskiptin meðvitaðri; með - vitaðar athafnir tækju við af ómeðvituðum viðbrögðum. „Núvitund er almenn geðrækt í sjálfu sér“ En hvað gerir núvitund fyrir hjúkrunarfræðinga sérstaklega? gísli benti á að núvitund er almenn geðrækt í sjálfu sér og jafn mikilvægt fyrir hjúkrunarfræðinga að hlúa að og stunda reglu- bundna geðrækt eins og að stunda reglubundna líkamsrækt. núvitund gerir hjúkrunarfræðingum einnig kleift að vera meira til staðar — vera hér og nú í augnablikinu — og það leiðir til þess að skjólstæðingar þeirra, aðstandendur og samstarfsfólk finna sterkar fyrir nærveru þeirra. hjúkrunarfræðingarnir eru nær þeim af því þeir gefa sér tíma til að vera viðstaddir. Búið væri að sýna fram á að hjúkrunarfræðingar, sem stunda núvit- und reglulega, búa yfir meiri næmni, skilningi og þolinmæði, sterkari nærveru og tengslum og auknu innsæi. hvað sjúk- lingana varðar lagði gísli áherslu á að einn helsti kostur núvit- undar sem meðferðarúrræðis væri að hún gengi vel með öðrum úrræðum. Þannig væri hægt að stunda núvitundarhug- leiðslu samhliða göngu eða hlaupum og samhliða samtals - meðferð og lyfjameðferð vegna geðröskunar og hún væri gagn legt úrræði við streitu og álagi í vinnu og einkalífi. gísli benti loks á að núvitund ætti ekki alltaf við og að ákveðið 12 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 „Það á engin fagstétt hugmyndafræði núvitundar“ Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir Áður en hann hóf að kynna inntak hugmynda - fræði núvitundar velti hann því upp að svo virt- ist sem ákveðnar fagstéttir vildu eigna sér fræði legar hugmyndir og kastaði fram þeirri spurningu til þátttakenda hvaða fagstétt hefði eignað sér hugmyndafræði núvitundar — án þess að svara spurningunni beint
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.