Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 67

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 67
yfirborði í um það bil tvo mánuði (kramer, Schwebke, og kampf, 2006). Örverur á margnota búnaði Ljóst er að á sjúkrahúsum eiga sjúkdómsvaldandi bakteríur greiða leið til og á milli sjúklinga með óbeinu snertismiti. Þannig getur mikil smithætta fylgt margnota búnaði sem er notaður við marga sjúklinga þar sem líftími örvera getur verið langur á yfirborði þessara hluta og því fjöldi sjúklinga ber- skjaldaður fyrir smitinu. Margnota búnaður eru t.d. lífsmarka- mælar, hlustunarpípur, hurðarhúnar, baðstólar, hjólastólar, lyftarar, lyftusegl, leikföng, millitjöld, milliveggir, rúmfatnaður og margt fleira. rannsóknir hafa sýnt að ófullnægjandi hreinsun á marg- nota búnaði hefur valdið spítalasýkingum og stuðlað að far- öldrum (rutala og Weber, 2008). Til að mynda hafa blóð þrýst - ings-manséttur og hitamælar, þau tæki sem eru einna mest notuð á heilbrigðisstofnunum, verið tengd við spítalasýkingar og faraldra ónæmra baktería (uneke og ijeoma, 2011). Þá hafa niðurstöður rannsókna sýnt að sömu örverur finnast á hlust- unarpípum og á höndum þeirra sem notuðu þær (Longtin o.fl., 2014). Margnota búnað þarf því að hreinsa, sótthreinsa og eftir atvikum dauðhreinsa eftir hverja notkun og á milli allra sjúk- linga (Schabrun og Chipchase, 2006). Sums staðar hefur verið brugðið á það ráð að setja kassa við rúmstæði sjúklings með lífsmarkamælum og hlustunarpípu ætluðum eingöngu þeim sjúklingi, sem er svo hreinsaður við útskrift sjúklings ásamt rúmstæðinu sjálfu. Millitjöld og milliveggir nærumhverfi sjúklings er skilgreint sem svæðið sem er næst honum á sjúkrahúsinu og mikilvægt er að rjúfa allt mögulegt snertismit frá fjærumhverfi inn í nærumhverfi hans. Tæki og áhöld í nærumhverfi eru ætluð þeim sjúklingi eingöngu. Á einbýli tilheyrir allt í herberginu nærumhverfi sjúklingsins. Á fjölbýli afmarkast nærumhverfi af millitjöldum, milliveggjum eða næsta umhverfi við rúmstæði sjúklings (Sýkingavarnadeild LSh, 2015). Millitjöld eru tjöld úr tauefni eða pappír sem hanga á sjúkrastofum (fjölbýlum) heilbrigðisstofnana til að afmarka nærumhverfi sjúklinga. rannsóknir sýna að millitjöld eru oft menguð af sjúkdómsvaldandi bakteríum sem og ónæmum bakteríum á borð við VÓE og MÓSa (klakus o.fl., 2008). fjöl- margir þættir valda því að millitjöld í nærumhverfi sjúklinga geta aukið umhverfismengun og þar með hættuna á óbeinu snertismiti. Í fyrsta lagi snerta starfsmenn og sjúklingar iðulega millitjöldin fyrir, eftir og á meðan á umönnun stendur og það getur hæglega borið örverur á tjöldin. Í öðru lagi sýna rann- sóknir að örverur geta borist til sjúklinga af höndum starfs- manna þó að þeir hafi framkvæmt handhreinsun því starfs - menn eru líklegir til þess að snerta millitjöldin eftir hand- hreinsunina og síðan snerta sjúklinginn. Í þriðja lagi er erfitt að hreinsa og sótthreinsa millitjöldin og endurnýjun á þeim er ábótavant. Þar sem örverur geta lifað á dauðu yfirborði í marga daga eða vikur geta millitjöld átt sök á spítalasýkingum (Ohl o.fl., 2012). Millitjöld í nærumhverfi sjúklinga á að þvo eða skipta um á minnst 14 daga fresti og alltaf þegar þau eru sjáanlega óhrein og hugsanlega menguð. Í öllum tilvikum þarf að skipta um millitjöld hafi þau verið notuð við rúmstæði sjúklings í ein- angrun eða rúmstæði sjúklings í fjölbýli sem greinst hefur óvænt með ónæmar bakteríur, s.s. MÓSa (Statum Serum insti- tut, 2017). Milliveggir eru veggir úr plasti eða áli sem eru festir í veggi á sjúkrastofum til að afmarka nærumhverfi sjúklinga og því auðvelt að hreinsa þá og sótthreinsa til að draga úr möguleik- anum á óbeinu snertismiti og þar með gæta öryggis sjúklinga og starfsmanna (rutala og Weber, 2008). Sængin uppreidd … rúmfatnaður og sængur eru hluti af nærumhverfi sjúklinga og eru skilgreind sem margnota búnaður sem þarf að hreinsa og sótthreinsa milli sjúklinga. rannsóknir sýna að í óhreinum rúmfatnaði finnst mikill fjöldi baktería, bæði eðlileg húðflóra og sýklar, líkt og Staphylococcus aureus, Enterococcus faecium, Pseudomonas aeruginosa og Enterobacter aerogenes (Pinon o.fl., 2013). margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 67 Millitjöld í nærumhverfi sjúklinga geta aukið umhverfismengun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.