Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 25
tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 25 Öll tölublöð Tímarits hjúkrunarfræðinga aðgengileg á timarit.is Áhugasamir um sögu hjúkrunar geta nú nálgast alla árganga Tímarits hjúkrunarfræðinga og fyrirrennara þess á timarit.is. Þau eru ófá tölublöðin sem þar er að finna en saga tímaritsins nær aftur til ársins 1925 og því kominn greiður aðgangur að hátt að aldargamalli sögu hjúkrunarstéttarinnar. Christer Magnússon, fyrrverandi ritstjóri Tímarits hjúkr- unarfræðinga, sagðist hafa leitað til félagsins eftir styrk í tengslum við 100 ára afmæli félagsins til að mynda blaðið frá 1925–1950. Það gekk eftir og vinna hófst hjá Landsbókasafni – háskólasafni að gera fyrstu árgangana rafræna, en fyrir var búið að setja Tímarit hjúkrunarfræðinga á timarit.is frá og með 2010. Starfsfólk Landsbókasafns lét þó ekki staðar numið við árið 1950 heldur lauk einfaldlega við að mynda öll tölublöð 20. aldar, eða allt fram til 2010. „Ég fékk bara skeyti frá þeim að búið væri að mynda allt tímaritið eins og það leggur sig,“ segir Christer. Hvernig fór launastríð hjúkrunar - fræðinga frá 1929–1931? „Mér hefur alltaf fundist mikilvægt að fólk hafi greiðan aðgang að blaðinu okkar, bæði út frá almennu sögulegu sjónarmiði en líka til þess að koma sjónarmiðum okkar á framfæri,“ segir Christer. hann tekur dæmi um sagnfræðing sem ákveði að skrifa um launabaráttu opinberra starfsmanna á fyrri helmingi 20. aldar. fyrir ári hefði þessi sagnfræðingur ekki fengið neinar niðurstöður um launamál hjúkrunarkvenna. nú er auðveldlega hægt að fletta upp greinum um til dæmis launastríð hjúkrun- arfræðinga frá 1929–1931, tekur hann sem dæmi. Á timarit.is er rafrænn aðgangur að um þúsund tímaritum og samtals yfir fimm milljón blaðsíðum. hægt er að stilla leitina mjög nákvæmlega hvað varðar tímabil og leitarorð en einnig er hægt að velja einungis eitt tímarit og fá þannig mjög hnit - miðaðar niðurstöður. Lesendur eru hvattir til að nýta sér gagnasafn timarit.is til að skoða sögu Tímarits hjúkrunar - fræðinga. Forsíða Tímarits fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna árið 1925. „Mér hefur alltaf fundist mikilvægt að fólk hafi greiðan aðgang að blaðinu okkar, bæði út frá al- mennu sögulegu sjónarmiði en líka til þess að koma sjónarmiðum okkar á framfæri.“ Lesendur eru hvattir til að nýta sér gagnasafn timarit.is til að skoða sögu Tímarits hjúkrunar - fræðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.