Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 52
 herbergið ætti að vera til þess eins að sofa og ekki vera með sjónvarp, síma né tölvur. Þá er mikilvægt að vera í góðu andlegu og líkamlegu jafnvægi og ná góðum svefni fyrir vaktina. Blundir á vakt Endurnærandi blundur eða markviss hvíld á vaktinni getur aukið árvekni þeirra sem vinna langar vaktir eða á nóttunni (fallis o.fl., 2011; Morgenthaler o.fl., 2007). Líkaminn er minnst virkur milli þrjú og sex á morgnana og eiga starfsmenn oft í erfiðleikum með að halda sér vakandi á þeim tíma (horrocks og Pounder, 2006). Safngreining leiddi í ljós að blundur á næturvakt dregur úr þreytu, bætir athygli (Takeyama o.fl., 2005) og samkvæmt eigindlegri rannsókn fallis og félaga (2011) fannst hjúkrunarfræðingum blundur bæta eigið skap, orku og viðbragðstíma. æski - legur blundur er 20 mínútur og má helst ekki fara yfir 45 mínútur því markmiðið með blund inum er að koma í veg fyrir þreytu og syfju en ekki ná djúpum svefni (horrocks og Pounder, 2006). niðurstöður rannsóknar Smith-Coggins og félaga (2006) bentu til að hvíld eða blundur gerði starfsmönnum auðveldara að halda virkni, geðslagi og árverkni í gegnum næturvaktina. Þá virtist blundur ekki hafa marktæk áhrif á svefn eftir vaktina (Morgenthaler o.fl., 2007). Oft og tíðum er þó hvorki aðstaða til að leggja sig á vinnustað (Takeyama o.fl., 2005) né tækifæri vegna undirmönnunar eða umhverfisaðstæðna að fá sér blund (fallis o.fl., 2011). Umhverfisáhrif, birta og mataræði Það er mikilvægt að huga að umhverfinu á vaktinni og getur bjart ljós (Morgenthaler o.fl., 2007; Yoon o.fl., 2002), mikil loftgæði og hressing að nóttu til aukið svörun og heilastarfsemi (Yoon o.fl., 2002). notkun dagljósalampa á næturvaktinni, að hafa dökk sólgleraugu á leið heim úr vinnu til að forðast dagsbirtu (Crowley o.fl., 2003; Morgenthaler o.fl., 2007) og sofa í myrkruðu herbergi geta komið að gagni í þeim tilgangi að færa dægurklukkuna til og bæta þannig svefn (Crowley o.fl., 2003). næring skiptir miklu máli fyrir vaktavinnufólk en mælt er með staðgóðri næringarríkri máltíð áður en vakt hefst, léttri máltíð þegar vaktin er hálfnuð og loks auðmeltanlegri léttri máltíð áður en starfsmaðurinn leggur sig eftir vaktina, finni hann þá til hungurs (horrocks og Pounder, 2006). Stórar og miklar máltíðir á seinni helmingi næturvaktar hafa slæm áhrif á svefn (Schwartz og roth, 2006). björk bragadóttir o.fl. 52 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 Líkaminn er minnst virkur milli þrjú og sex á morgnana og eiga starfsmenn oft í erfið - leikum með að halda sér vak- andi á þeim tíma … Æski legur blundur er 20 mín- útur og má helst ekki fara yfir 45 mínútur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.