Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 66

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 66
66 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 Margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum Þórdís Hulda Tómasdóttir Á heilbrigðisstofnunum er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúk- linga. Eitt af því er hætta á sýkingum sem geta leitt til alvarlegri veik- inda og lengri dvalar á sjúkrahúsum, aukins kostnaðar og jafnvel valdið dauða. Árlega er talið að allt að 5–10% allra sem leggjast inn á vestræn sjúkrahús fái spítalasýkingu af einhverju tagi. Algengastar eru þvagfærasýkingar, skurðsárasýkingar, neðri öndunarvega sýk - ingar og blóðsýkingar, en að meðaltali lengist dvöl sjúklinga um þrjá legudaga óháð tegund sýkingar (European Centre for Disease Prevention and Control, 2015). Á Landspítalanum var tíðni spít- alasýkinga 7,1% árið 2016. Það þýðir að miðað við fjölda innlagna fengu tæplega 1800 einstaklingar spítalasýkingu, eða hátt í 5 sjúk- lingar á dag! Ljóst er að afar mikilvægt er að koma í veg fyrir sýkingar til að auka öryggi sjúklinga og starfsmanna. Smitleiðir ferðalag sýkla um heilbrigðisstofnanir getur verið með ýmsum hætti og kallast það ferli smitleið. algengasta smitleiðin er snerting sem jafnframt er sú smitleið sem auðveldast er að rjúfa. Snertismit skiptist í beint og óbeint snertismit. Beint snertismit felur í sér að líkamleg snerting sé á milli tveggja aðila þar sem örverur flytjast á milli hýsils og næms einstaklings og taka sér tímabundna eða varanlega bólfestu á húð þessa einstaklings. Beint snertismit berst á milli sjúklinga með höndum, yfirleitt höndum starfsmanna, og er rofið með handhreinsun. Þegar um óbeint snertismit er að ræða ferðast örverur milli hýsils og næms einstaklings með viðkomu á hlut sem hefur meng- ast við snertingu einhvers annars. Þá er smitleið rofin með handhreinsun starfsmanna og sjúklinga sem og umhverfisþrifum ásamt þrifum á búnaði og snertiflötum (Ásdís Elfarsdóttir jelle, 2016). Margir sýklar geta lifað á yfirborði hluta mánuðum saman og þannig verið upp- spretta spítalasýkinga og jafnvel valdið faröldrum inni á sjúkrahúsum. flestar gram- jákvæðar bakteríur eins og Enterococcus spp. (þar með talið vankómýsín-ónæmir enterókokkar, VÓE), Staphylococcus aureus (þar með talið metisillín-ónæmir stafýló- kokkar aureus, MÓSa) eða Streptococcus spp. geta lifað mánuðum saman á þurru yfir borði og sama á við um margar gram-neikvæðar bakteríur líkt og E. coli, Pseudomo- nas og fleiri bakteríur. Ýmsar öndunarfæraveirur, eins og inflúensuveira og rhinoveira (kvefveira), geta lifað á þurru yfirborði frá nokkrum klukkustundum upp í nokkra daga en veirur úr meltingarvegi, líkt og nóróveiran og rotaveiran, geta lifað á þurru Þórdís Hulda Tómasdóttir, B.Sc, B.Ed, M.Sc., hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeild Land - spítala. Mikil smithætta getur fylgt margnota búnaði sem er notaður við marga sjúklinga þar sem líftími örvera getur verið langur á yfirborði þessara hluta og því fjöldi sjúklinga berskjaldaður fyrir smitinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.