Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Page 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Page 24
Halldóra Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur er alsæl nýkomin á eftir- laun. Hún er langt frá því að vera sest í helgan stein en um þessar mundir er hún í óða önn að undirbúa opnun gistiheimilis í húsi þeirra hjóna. Þess á milli undirbýr hún fyrirlestra um kynlíf sem hún heldur reglulega fyrir hópa með kynningu á unaðstækjum sem hún sjálf flytur inn og geta áhugasamir kynnt sér vörurnar hennar á vefsíðu hennar, halldorabjarna.is. Hún hef vanið sig á að grípa tæki- færin sem henni bjóðast og hún sér því ekki eftir neinu. 24 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 Setið fyrir svörum … Halldóra Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur. Fullkomin hamingja er? heilbrigð og samheldin fjöl- skylda. Hvað hræðist þú mest? að keyra yfir óbrúuð vatns- föll. Fyrirmyndin? jákvæðir, framsýnir frumkvöðlar bæði karlkyns og kvenkyns og þar á meðal er mamma mín heitin, helga jónsdóttir. Eftirlætismáltækið? allt er fer- tugum fært, það sem fertugur getur gerir sextugur betur. Hver er þinn helsti kostur? Lífsgleði og bjartsýni. Hvað vildirðu verða þegar þú varst ung? hjúkrunarfræðingur, flugfreyja og lögfræðingur. Eftirlætismaturinn? ind- verskur. Hvaða löst áttu erfiðast með að þola í fari ann- arra? undirferli og óheiðarleika. Hverju ertu stoltust af að hafa áorkað? að hafa skipulagt og opnað bæklunardeild fSa og rekið hana fyrstu þrjú árin. að hafa náð í gegn tób- aksvarnalögunum sem enn eru í gildi meðan ég var formaður tóbaksvarnanefndar Íslands. Þessi lög breyttu svo um munaði umhverfi reyklausra einstaklinga og lík- lega eru þau grunnur að milljarða sparnaði í heilbrigðis- kerfinu til framtíðar. Eftirminnilegasta ferðalagið? Til kúbu 2002. Ofmetnasta dyggðin? Dugnaður sem keyrir alltof marga á vegg. Hver er þinn helsti löstur? Þegar at- hyglisbresturinn ber mig ofurliði. Hverjum dáist þú mest að? Barnabörnunum mínum fimm. Eftirlætishöfundur- inn? jim rohn. Ofnotaðasta orðið eða orðatiltækið? „Snill- ingur“ sem fólk notar í tíma og ótíma. Mesta eftirsjáin? Ég hef vanið mig á að grípa tækifærin sem mér bjóðast og sé því ekki eftir neinu. Eftirlætisleikfangið? hryssan mín hún Sól glóðafeykisdóttir. Stóra ástin í lífinu? atli minn og strákarnir mínir tveir, Bjarni og guðlaugur. Hvaða eigin- leika vildirðu helst hafa? Ég gæti bætt á mig meiri þolin - mæði. Þitt helsta afrek? Synir mínir, Bjarni og guð - laugur atlasynir. Eftirlætisdýrið? Íslenski fjárhundurinn sem ég ræktaði í 35 ár. Hvar vildir þú helst búa? Á Spáni. Hvað er skemmtilegast? Tína bláber og aðalbláber í fallegu veðri. Hvað eiginleika metur þú mest í fari vina? Einlægni og traust. Eftirlætiskvikmyndin? Leyndarmálið. Markmið í lífinu? fjárhagslegt sjálfstæði og heilbrigði. Að lokum? Ég er óendanlega þakklát fyrir það að hafa haldið mig við 95 ára regluna þrátt fyrir gylliboð um það hversu miklu hærri eftirlaun yrðu í a-sjóðnum. Það gaf mér tækifæri til að ganga út þegar okkur hjúkrunarfræðingum var gróflega mismunað í samningum. Það var samið við lækna og settur kjaradómur á okkur. Þetta var ekki gert einu sinni heldur tvisvar þegar samið var aftur við lækna og fram- lengdur kjaradómur á okkur. Á þessum tímapunkti tók ég ákvörðun að ganga út um leið og ég gæti og gerði það 1. júlí 2017.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.