Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Page 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Page 10
afleiðingar eineltis geta verið mjög alvarlegar en allt að fimmtungur starfsfólks hefur orðið fyrir einelti í starfi að því er fram kom í erindi dr. Ástu Snorradóttur, hjúkrunar- og félagsfræðings og lektors við félagsráðgjafadeild háskóla Íslands á ráðstefnunni hjúkrun 2017. Erindi hennar „Einelti á íslenskum vinnustöðum og áhrif á heilsu og líðan starfsfólks“ var hluti af erindalotunni Starfsumhverfi. Ásta kynnti rannsókn á einelti á íslenskum vinnustöðum sem hafði að markmiði að varpa ljósi á birtingarmyndir eineltis, hverjar afleiðingar eineltis væru fyrir þol- endur á vinnustað og fyrir heilsu þeirra og líðan. Markmið rannsóknarinnar var að heilbrigðisstarfsfólk og aðrir sem starfa að vinnuvernd geti betur stuðlað að forvörnum gegn einelti. Heilbrigt starfsumhverfi fær stöðugt meira vægi Ásta vann að rannsókninni ásamt fyrrverandi samstarfsfólki sínu hjá Vinnueftirlitinu, en heilbrigt félagslegt starfsumhverfi er eitt af viðfangsefnum Vinnueftirlitsins og hefur fengið stöðugt meira vægi og athygli síðastliðin ár. Einelti er enda algengt og sýna íslenskar rannsóknir að 8–20% starfsfólks greina frá að það hafi orðið fyrir ein - elti í starfi. afleiðingar eineltis geta verið alvarlegar. Þær geta verið bæði langvinnar og skammvinnar. Það er algengast að þær leiði til verri geðheilsu en geta líka haft áhrif á líkamlega heilsu. Einelti getur haft áhrif á starfshæfni og það eru þekkt dæmi um að fólk hafi misst starfsgetu vegna þess. Dr. Ásta lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að koma í veg fyrir einelti með aðgerðum á vinnustað og sagði: „… forvarnir eru aðalmálið hér,“ því það er alltaf erfitt að vinna með eineltismál eftir að það er komið fram. aðspurð um starfsumhverfi heilbrigðisþjónustunnar benti hún á að þar væri afar mikilvægt að sinna vel félagslegu starfsumhverfi og tók sem dæmi hið mikla álag sem þar ríkir. Slíkt er áhættuþáttur erfiðra og neikvæðra samskipta — þar á meðal eineltis. Niðurlæging og vanlíðan meðal þolenda eineltis Einelti er skilgreint sem ofbeldi eða áreitni og einkennist af síendurtekinni hegðun sem varir yfir ákveðinn tíma og er til þess fallin að valda skaða. reglugerð nr. 1000/2004, sem fjallaði um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum, opnaði opinberan farveg fyrir starfsfólk til að koma fram með kvörtun til Vinnueftirlitsins um einelti sem og annað ofbeldi á vinnustöðum. 10 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 „Forvarnir eru aðalmálið hér“ Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir Ásta Snorradóttir, lektor við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands. Einelti er enda algengt og sýna íslenskar rannsóknir að 8–20% starfsfólks greina frá að það hafi orðið fyrir einelti í starfi. Af- leiðingar eineltis geta verið alvarlegar. Þær geta verið bæði lang- vinnar og skammvinnar.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.