Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 47
nýlegar doktorsvarnir í hjúkrunarfræði tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 47 Gagnsemi sjónhimnusúrefnismælinga við mat á súrefnisbúskap í systemísku blóðrásinni Meginmarkmið doktorsritgerðar Þórunnar Scheving Elíasdóttur var að meta hvort hægt sé að nota sjónhimnusúrefnismælingar til að áætla súrefnismettun í miðlægri blóðrás sem hingað til hefur ekki verið mögulegt nema með ífarandi inngripum. Sam- felld mæling á súrefnismettun slagæðablóðs með púlsoximæli er staðlað verklag við vöktun sjúklinga, t.a.m á gjörgæslu, við bráðar aðstæður á vettvangi og við svæfingar og slævingar á skurðstofum. Slíkar mælingar takmarkast við útæðar (peripheral cir- culation) og geta verið óáreiðanlegar þegar líkaminn dregur úr blóðflæði til útlima, t.d. í losti eftir alvarlega áverka og bráða sjúkdóma. Sjónhimnan er hluti miðtauga- kerfisins og eru sjónhimnuæðar því miðlægar æðar sem samsvara súrefnisástandi miðtaugakerfisins að nokkru leyti. Sjónhimnusúrefnismælingar álitlegur kostur við mat á súrefnismettun nýbura Súrefnismettun sjónhimnuæða var mæld hjá fólki með miðbláæðarlokun sem veldur staðbundnum súrefnisskorti í innri sjónhimnunni; hjá sjúklingum með alvarlega lang- vinna lungnateppu sem einkennist af kerfisbundnum súrefnisskorti og hjá heil- brigðum einstaklingum til að meta kerfisbundin áhrif innandaðs súrefnis. að auki voru teknar myndir af nýburum með leysiskanna-augnbotnamyndavél og fyrr- greindum hugbúnaði sem búið var að aðlaga leysiskannatækninni til útreikninga á æðavídd og ljósþéttnihlutfalli í slag- og bláæðlingum en sjónhimnusúrefnismælingar hafa ekki áður verið notaðar hjá ungum börnum. niðurstöðurnar sýna að sjónhimnusúrefnismælirinn er næmur fyrir staðbundnum og kerfisbundnum breytingum á súrefnismettun í miðlægum æðum. rannsóknin á ungbörnunum gefur vísbendingar um að sjónhimnusúrefnismælingar séu álitlegur kostur við mat á súrefnismettun nýbura. umsjónarkennari í verkefninu var dr. guðrún kristjánsdóttir, prófessor við hjúkr- unarfræðideild háskóla Íslands, og leiðbeinandi var dr. Einar Stefánsson, prófessor við Læknadeild háskóla Íslands. auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Charles Vacchiano, prófessor við Duke-háskólann í Bandaríkjunum, dr. Þórarinn gíslason, prófessor við Læknadeild háskóla Íslands, og dr. gísli heimir Sigurðsson, prófessor við sömu deild. andmælendur voru dr. Lars Michael Larsen, prófessor við kaupmannahafnarháskóla, og dr. Ársæll Már arnarsson, prófessor við Menntavísindasvið háskóla Íslands. Dr. Þórunn Scheving Elíasdóttir.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.