Morgunblaðið - 12.12.2019, Page 1

Morgunblaðið - 12.12.2019, Page 1
F I M M T U D A G U R 1 2. D E S E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  292. tölublað  107. árgangur  ATVINNU- BLAÐ MORG- UNBLAÐSINS BRETAR GANGA AÐ KJÖRBORÐINU FIÐLULEIKARI FRAM- KVÆMDASTJÓRI SINFÓNÍUNNAR KOSIÐ Í DAG 40 LÁRA SÓLEY 72FINNA VINNU Rarik fékk aðstoð slökkviliðsins á Sauðárkróki við að afísa rafspennana í aðveitustöð sinni með heitu vatni. Rafmagn fór af á Sauðárkróki og víðar í Skagafirði í óveðr- inu í fyrradag vegna bilunar í landskerfinu. Varaaflsvélar voru gangsettar og rafmagn skammtað til notenda. Mjólkur- samlag KS gat haldið öllum kælum í gangi með varaafli. Ljósmynd/Birgir Bragason Rafspennar afísaðir með heitu vatni Giljagaur kemur í kvöld 12 dagartil jóla jolamjolk.is Ragnhildur Þrastardóttir Hjörtur J. Guðmundsson Guðni Einarsson Áhrifin sem veðurofsi þriðjudags hafði á rafmagn í landinu undirstrika mikilvægi þess að flutnings- og dreifikerfi raforku sé eflt á lands- vísu. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem tekur þó fram að veðrið hafi verið óvenjulegt. Rafmagn sló út víða um land á þriðjudag og miðvikudag, sérstak- lega á landinu norðanverðu. Engar rafmagnstruflanir urðu á höfuðborg- arsvæðinu. Fjarskiptasamband rofnaði víða um land, aðallega vegna rafmagnsleysis. „Það er auðvitað al- gjörlega augljóst að raforku- og fjar- skiptakerfi snýst um þjóðaröryggi,“ segir Þórdís og bætir við að umbæt- ur á flutnings- og dreifikerfinu séu væntanlegar. Ófullnægjandi innviðir „Það er deginum ljósara eftir þetta gjörningaveður sem gengið hefur yfir að það vantar mjög mikið upp á það að innviðir raforkukerf- isins séu í lagi. Það hlýtur að vera forgangsverkefni stjórnvalda, eftir að farið verður að kortleggja þær af- leiðingar og það tjón sem þetta veður hefur valdið, að hlutast til um að gerðar verði ráðstafanir til þess að byggja upp raforkuinnviðina. Það vantar mikið upp á að þeir séu í lagi,“ sagði Þórólfur Gíslason, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Skagfirðinga, í samtali við mbl.is. Hann sagði að öll vinnsla í frystihúsi, sláturhúsi, mjólkursamlagi og steinullarverk- smiðju hefði stöðvast vegna raf- magnsleysisins. „Þetta var ekta fárviðri og meira en það,“ sagði Árni S. Þórarinsson, bóndi á Hofi í Svarfaðardal, síðdegis í gær. „Það er ekki gott að vera kúa- bóndi núna. Það er búið að vera raf- magnslaust síðan kl. ellefu í gær- morgun. Það er allt rafmagnslaust á Dalvík og hér í Svarfaðardal.“ Árni er með rafknúið rörmjalta- kerfi til að mjólka um þrjátíu kýr. „Þær eru ómjólkaðar. Við reyndum aðeins að handmjólka þær en það þýðir bara ekkert að handmjólka. Kýrnar eru ekki vanar því og svo er allt í kolsvartamyrkri. Þær verða hálfhvekktar á því að komið sé með ljós í fjósið.“ Snýst um þjóðaröryggi  Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir mikilvægt að efla raforku- og fjarskipta- kerfi á landsvísu  Rafmagnsleysið hefur víða komið illa niður á atvinnurekstri MÓveðrið »4 & 6 og mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.