Morgunblaðið - 12.12.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.12.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi ll 595 1000 lur .H i sf r ir s ia i i . Verð frá kr. 239.995 Vorferðirnar Fararstjóri: Gunnar Svanlaugsson 60+ til Tenerife komnar í sölu! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Sala á áfengi hefur aukist um 3,13% það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. Neftóbakssala hefur sömu- leiðis aukist. Það sem af er ári hafa landsmenn keypt tæp 43 þúsund kíló af neftóbaki og nemur aukningin 2,86%. Á sama tíma hefur sala á sígarett- um dregist saman um 1,65%, sala á reyktóbaki hefur minnkað um 0,46% frá því í fyrra og vindlasala um 3,32%. Þessar upplýsingar tók ÁTVR saman að beiðni Morgunblaðsins og ná tölurnar fram til dagsins í gær. Ef rýnt er í sundurliðun á sölutöl- um áfengis hjá ÁTVR má sjá að mikil aukning hefur orðið í sölu freyðivíns og kampavíns. Alls hafa selst um 205 þúsund lítrar það sem af er ári og nemur söluaukningin tæpum 32%. Um 29% aukning hefur orðið í sölu á blönduðum drykkjum og hinn galopni flokkur „aðrar bjórtegundir“ stækkar ört, eða um 12,3% frá fyrra ári. Hvít- vínssala hefur aukist um 6,7% en rauðvínssala stendur í stað. Rósavín nýtur aukinna vinsælda og hefur sal- an aukist um 9,9% milli ára. Þá vekur athygli að sala á viskíi og tekíla eykst talsvert, eða um ríflega 7%. Meira selst af jólabjórnum Jólabjórinn kom í Vínbúðirnar um miðjan nóvember. Salan hefur aukist fyrstu fjórar vikurnar frá sama tíma í fyrra. Nemur söluaukningin 3,75% frá fyrra ári. Sem fyrr er Tuborg vin- sælasti jólabjórinn en tæplega 48% allra seldra jólabjóra er Tuborg. Næstvinsælasti jólabjórinn er Víking með ríflega 10% hlutdeild, þá Jólagull með 6,7% hlutdeild, Thule er með 6,3% og Jóla Kaldi rétt tæp 4%. Sala á áfengi og neftóbaki eykst, minni sala á vindlum  Samdráttur í sígarettusölu  32% meiri sala á freyðivíni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vínbúðin Raðir myndast á álags- tímum enda hefur sala aukist í ár. Dómsmálaráðherra og heilbrigðis- ráðherra hafa samþykkt áætlun um aðgerðir í heilbrigðismálum í fang- elsum og aukin úrræði vegna vímu- efnavanda fanga. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráð- herra segir áætl- unina snúa að löngu tímabær- um úrbótum vegna þessara mála. Áætlunin snýst einkum um þrjú atriði að sögn Ás- laugar, í fyrsta lagi að auka geðheil- brigðisþjónustu við fanga, bæði sál- fræðiþjónustu og fíkniefnameðferð, en þverfaglegt geðheilsuteymi mun taka til starfa um áramótin vegna þessa. „Svo þarf að líta á innri starf- semi fangelsanna, m.a. vegna þess- ara breytinga, og tryggja betri heildarsýn á þjónustuna,“ segir Ás- laug. Hluti af því verður að efla og breyta námi fangavarða, meðal ann- ars til að styðja við starf geð- heilsuteymisins. Í þriðja lagi eiga aðgerðirnar að sporna við dreifingu fíkniefna á Litla-Hrauni, en fangelsið á sér 90 ára sögu. Áslaug segir að greina þurfi verkefni Litla-Hrauns og gera aðstöðubreytingar. „Þar er aðbún- aður sem ber þess merki að reynt er að leysa ólík verkefni fangelsa með ólíkum byggingum, sem eru kannski ekki í takt við þarfir nútímans,“ seg- ir Áslaug og bendir á að núverandi byggingar gagnist ekki til aðgangs- stýringar og aðskilnaðar á hópum, sem aftur eykur líkurnar á bæði dreifingu fíkniefna sem og ofbeldi. Áslaug segir að nú þegar sé búið að fjármagna geðheilbrigðisþjón- ustuna og taka geðheilsuteymin til starfa nú um áramót. Þá verði hin atriði áætlunarinnar komin á góðan rekspöl um mitt næsta ár. sgs@mbl.is Samþykktu nýja aðgerðaáætlun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir  Úrbætur í heilbrigðismálum fanga Baldur Arnarson baldura@mbl.is Nefnd um framtíðarfyrirkomulag bílamála lögreglunnar hefur skilað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra tillögum sem hún hefur í kjölfarið samþykkt. Lagði nefndin til að fela Ríkis- kaupum að annast rammasamnings- útboð um langtímaleigu neyðar- útkallsökutækja lögreglu. Þetta kom fram í svari dómsmála- ráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins en fram hafði komið að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra yrði aflögð um áramótin. „Með slíkri skipan verður öllum lögregluembættum, m.a. í formi sameiginlegra örútboða til að há- marka hagkvæmni, gert kleift að leita til viðkomandi bílaleiga sam- kvæmt rammasamningi og taka á langtímaleigu það neyðarútkallsöku- tæki sem þörf er á hverju sinni. Er stefnt að því að hæfiskröfur vegna útboðsins muni leiða til þess að tvær til þrjár stórar bílaleigur sem starfa á landsvísu muni verða aðilar að rammasamningnum og verður þann- ig unnt að tryggja viðunandi sam- keppni innan samningsins. Þá er ætlunin að stuðst verði við grófflokk- un þeirra ökutækja sem unnt verður að taka á leigu, þar á meðal sér- styrktar lögreglubifreiðar sem há- marka öryggi lögreglumanna í akstri. Einnig er gert ráð fyrir að hægt verði að taka á leigu jeppa og almennar fólksbifreiðar, allt eftir þörfum viðkomandi embættis.“ Útbúin sem neyðartæki Síðan var rifjað upp að einstök embætti hefðu þegar tekið bifreiðar á langtímaleigu og útbúið sérstak- lega sem neyðarútkallsökutæki. „Í gildi er rammasamningur við tvo þjónustuaðila um ísetningu bún- aðar í lögreglubifreiðar og er gert ráð fyrir að áfram verði stuðst við hann vegna þeirra bifreiða sem tekn- ar verða á leigu samkvæmt ramma- samningi. Miðað við gildandi leigu- samninga og kostnað við ísetningu er áætlaður rekstrarkostnaður vegna neyðarútkallsökutækja sem tekin yrðu á leigu samkvæmt ramma- samningi umtalsvert lægri en kostn- aður vegna ökutækja sem fengin eru hjá bifreiðamiðstöð ríkislögreglu- stjóra. Sú áætlun gerir þó ekki ráð fyrir ýmsum afleiddum kostnaði, á borð við þjónustu tölvudeildar ríkis- lögreglustjóra, sem er innifalin í því gjaldi sem embættin greiða vegna ökutækja frá bifreiðamiðstöðinni,“ sagði jafnframt í svarinu. Þá munu lögregluembætti áfram geta leigt ómerkt ökutæki í gegnum gildandi rammasamninga ríkisins. „Lögregluembættum verður jafn- framt heimilt, innan núverandi fjár- veitinga, að festa kaup á ökutækjum sem ekki er unnt að taka á leigu sam- kvæmt rammasamningi, eða þegar hagkvæmnisjónarmið mæla að öðru leyti með kaupum í stað leigu að fengnu samþykki bílanefndar ríkis- ins,“ sagði í svarinu. Þá var spurt hvort það stæði til að selja eignir bílamiðstöðvarinnar. Svarið var að hún væri starfandi til áramóta og þegar ársuppgjör lægi fyrir yrðu teknar ákvarðanir um ráðstöfun fjármuna og eigna á grundvelli þess. Bílaleigur skuli þjónusta lögregluna Ljósmynd/RLS Breytingar í farvatninu Bílamiðstöð verður lögð niður um áramótin.  Nefnd um framtíðarfyrirkomulag bílamála skilaði dómsmálaráðherra tillögum sem hann samþykkti  Markmiðið að tvær til þrjár stórar bílaleigur verði aðilar rammasamkomulags við lögregluembættin Tvær yngismeyjar ýta á undan sér barnavagni og skoða í búðarglugga fataverslunar á Laugaveginum í gær. Í glugganum er margt fallegt og spennandi að sjá. Kannski hefur þarna kviknað hugmynd að jólagjöf. Getum ímyndað okkur að stúlkan segi við vinkonuna: „Ég vil fá svona í jólagjöf.“ Jólin nálgast Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson „Ég vil fá svona í jólagjöf“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.