Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Gefðu frí um jólin með gjafabréfi Icelandair Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Vitlaust veður var í Vestmanna- eyjum í fyrradag og náði norðvest- anbálið hámarki um kvöldmatar- leyti. Mældist meðalvindur þá 40 m/s og 52 m/s í hviðum. Miklar skemmdir urðu á húsnæði fiski- mjölsverksmiðju Ísfélagsins (FES) og salthúsinu hjá Vinnslustöðinni. Þar losnuðu klæðning og þakdúkur í veðurofsanum. Skúrar, girðingar, þakjárn og -dúkar fór einnig á flug á Illugagötu ásamt öðru lauslegu. Þá skemmdust líka hús á Flötum, Vestmannabraut, Brekastíg, Boða- slóð og víðar í bænum. Alls sinntu björgunarsveitir og lögregla á ann- að hundrað útköllum þegar mest lét. Heimamaður sem Morgunblaðið ræddi við sagðist aldrei hafa upp- lifað önnur eins læti í veðri og þetta kvöld. Líkti hann vindhviðum við öflug spörk, svo mikill var ofsinn. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tekur í svipaðan streng og segir lætin hafa verið mikil. „Þetta var alveg rosalega mikill hvellur. Við erum vön háum vindatölum í Eyjum en þetta var al- veg ótrúlega mikið og stóð lengi yf- ir,“ segir hún, en þegar Morg- unblaðið náði tali af henni í gær var enn unnið að því að meta og skrá skemmdir. „Fólk er enn að skoða húsin sín og eignir. Mörgum var ansi brugðið enda tekur vel í húsin þegar hviður eru komnar upp í 52 m/s. En það er samt alveg greinilegt að menn und- irbjuggu sig vel og fóru að fyrir- mælum. Sem betur fer urðu engin slys á fólki,“ segir Íris enn fremur. Kolbrjálað veður á Reykjanesi Veðrið gerði einnig usla í Njarð- víkurhöfn þar sem bryggjupolli kubbaðist í sundur þegar togari vildi slíta sig lausan í átökunum. Halldór Karl Hermannsson, hafn- arstjóri Reykjaneshafnar, segir enda á tveimur bátum hafa losnað. „Ég veit þó ekki um nein stórtjón.“ Rúnar Arnarson, hafnarstjóri Sandgerðishafnar, segir flot- bryggjur þar hafa verið ansi tæpar. „Fyrr í haust slitnaði ein bryggja hjá okkur en sem betur fer gerðist það ekki aftur. Það reyndi þó ansi vel á þetta,“ segir hann og bætir við að veðrið hafi verið „kolbrjálað“. Ljósmynd/Óskar Pétur Eyðilegging Geymsluhús við malarvöllinn í Heimaey, steinsnar frá Samkomuhúsinu, skemmdist í óveðrinu. Hviðurnar í Eyjum eins og öflug spörk  Mörgum var ansi brugðið, segir Íris bæjarstjóri Lokanir á þjóðvegum vegna óveð- ursins sem gekk yfir landið voru óvenju margar og langvinnar. Þetta kemur fram á vef Veðurvaktarinnar ehf., blika.is. Ekki verður hafist handa við að moka Holtavörðuheiði fyrr en í birtingu í dag og þá hefur heiðin verið lokuð í um tvo sólar- hringa. Fáheyrt er í seinni tíð að samgöngur milli landshluta rofni svo lengi. Áfram mun draga úr veður- hæðinni á landinu öllu, þótt áfram megi búast við snjókomu og élja- gangi á Norðurlandi. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræð- ingur hjá Vegagerðinni, segir að staðan verði skoðuð nú með morgn- inum. Hann segir að víða hafi dregið úr snjókomu en vindur verið nægur til að valda skafrenningi. Því hafi margir vegir verið ófærir. Hann seg- ir að skafrenningur sé víða á Norð- urlandi vestra og austar sé enn hríð. Þjóðvegurinn sunnan við Vatnajökul var lokaður í gær en þar voru sterkir vindsveipir og mikil hálka. Vindur átti að ganga niður á SA-landi og austur um í nótt. Vegir lokaðir óvenju lengi  Færð skoðuð víða með morgninum Morgunblaðið/Hari Lokað Vegum var lokað víða um land vegna óveðurs og ófærðar. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þetta var ekta fárviðri og meira en það,“ sagði Árni S. Þórarinsson, bóndi á Hofi í Svarfaðardal, um veðr- ið í fyrradag þegar rætt var við hann síðdegis í gær. „Það er ekki gott að vera kúabóndi núna. Það er búið að vera rafmagnslaust síðan ellefu í gærmorgun. Það er allt rafmagns- laust á Dalvík og hér í Svarfaðardal. Rafveitan keyrir vararafstöðvar og það er lagt kapp á að halda hitaveit- unni gangandi.“ Árni er með rafknúið rörmjalta- kerfi til að mjólka kýrnar. Hann er með um þrjátíu mjólkandi kýr. „Þær eru ómjólkaðar. Við reynd- um aðeins að handmjólka þær í morg- un en það þýðir bara ekkert að hand- mjólka. Kýrnar eru ekki vanar því og svo er allt í kolsvarta myrkri. Þær verða hálfhvekktar á því að komið sé með ljós í fjósið. Þær eru ekkert van- ar þessu.“ Árni sagði að þetta væri hið versta ástand og ekki útlit fyrir það rættist úr rafmagnsleysinu á næstunni. Hann sagði að raflínan lægi niðri neðan við fjósið á Hofi og alveg inn á Dalvík. Það væri mikið verk að laga raflínuna og óveðrið ekki alveg gengið niður. Tré sem lengi hef- ur staðið í garðinum á Hofi, 6-7 metra hátt, féll í veðrinu. „Til allrar Guðs lukku urðu ekki skemmdir á húsum. Það hefði ekki verið neitt spaug ef hús hefðu skemmst í þessu veðri. Ástandið er mjög slæmt hér. Kúabúin voru ekki undir þetta búin,“ sagði Árni. Hann var að berjast í því í gær að útvega sér færanlega rafstöð til að geta mjólkað kýrnar. Það var ekki hlaupið að því. Símasambandslaust var í stórum hluta Svarfaðardals í gær en bændur voru samt að tala sig saman um að ná í rafstöðvar. Árni taldi að hann þyrfti að eignast vararafstöð því ekki vildi hann lenda aftur í þessari stöðu. Aðeins var búið að létta á nokkrum kúm með handmjólkun, en alls ekki öllum. Árni sagði að frekari mjaltir þyrftu að bíða þar til fengist rafmagn. Takist Árna að mjólka kýrnar er eng- inn straumur á kælikerfi mjólkurt- anksins. Sækja átti mjólk í dag en tankurinn er tómur. Ekki má leggja inn ókælda mjólk og ekki heldur mjólk sem er handmjólkað í opin ílát. Því verður að hella mjólkinni niður þar til rafmagn er komið á kælikerfið. Það er því ljóst að búið verður fyrir tekjutapi. Árni sagði að veðurhæðin hefði verið svo mikil í fyrradag að menn hefðu helst ekki opnað hús og ófært að hreyfa sig nokkuð af bæ. „Þetta var manndrápsveður, það sést ekki út um einn einasta glugga. Húsin eru svo barin. Maður átti ekki von á þessu þó að spáin væri slæm, en við fengum aldeilis að kenna á því,“ sagði Árni. Veðrið hafði gengið mikið niður síðdegis í gær en áfram var þó nokk- uð mikil stórhríð. Ekki var of gott færi enda höfðu vegir ekki verið hreinsaðir. Þá var ekkert farsíma- samband í dalnum framan við Hof því farsímasendirinn þar datt út. Land- línan var líka úti. Þau á Hofi njóta þess að ná sambandi við farsímasendi á Dalvík. Árni fæddist á Bakka í Svarfaðar- dal árið 1960 og ólst upp í sveitinni. „Þetta veður var það versta sem ég hef upplifað og var alveg glórulaust í sólarhring,“ sagði Árni. „Maður trúir þessu ekki fyrr en maður er búinn að upplifa það.“ Glórulaust óveður í sólarhring  Ekki hægt að mjólka vegna rafmagnsleysis  Mjólk sem er handmjólkuð og ekki kæld hellt niður  Rafmagnslaust og ekkert símasamband í Svarfaðardal  Ekta fárviðri og meira en það, segir bóndi Ljósmynd/Landsnet Dalvíkurlína Að minnsta kosti 15 stæður í Dalvíkurlínu brotnuðu í óveðrinu og lá raflínan niðri á löngum kafla. Óveður á aðventu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.