Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 SMÁRATORGI KRINGLAN GLERÁRTORGI LINDESIGN.IS Íslensk jólalína 25% afsláttur af íslensku jólalínunni MEÐ PÓSTINUMÁ ÖLL HEIMILIÁ LANDINU JÓLABÆKLINGUR Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 OPIÐ ALL A DAGA TIL JÓLA FRÁ 10-19 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það má e.t.v. halda því fram að veður þetta sé eins konar ættingi Halaveðursins fræga – lægðin sú var þó talsvert miklu dýpri en þessi og veðurharkan trúlega meiri – sömuleiðis skall það skyndilegar á og menn höfðu engar veðurspár til að styðjast við. En sameiginlegt eiga þessi veður þó það að landið austanvert slapp mun betur en landið norðvestanvert – rétt eins og nú. – Þá urðu símslit víða, en raflínur voru nær engar til að slitna – og engir bílar á ferð,“ seg- ir Trausti Jónsson veðurfræðingur um veðurofsann sem geisað hefur á landinu í vikunni. Trausti taldi ekki tímabært að gera veðrið upp að fullu í gærdag enda voru landsmenn enn að glíma við afleiðingar þess. „En þetta er nokkuð samsett veður hvað vandræði varðar,“ seg- ir hann. „Hiti var t.d. óheppilegur vegna ísingarskilyrða og veðrið kemur sjálfsagt til með að teljast meðal þeirra verstu á seinni árum hvað ísingartjón varðar. Úrkoma virðist líka hafa verið með meira móti – en hana er erfitt að mæla þegar svona hvasst er.“ Trausti greindi frá því á blogg- síðu sinni að veðrið skoraði ekki mjög hátt á landsvísu þegar litið væri á vindhraða eingöngu. Aftur á móti hefðu ákveðin svæði orðið illa úti og þar féllu met. „Það á einkum við um Strandir og trúlega austanverða Barðastrandarsýslu, mikinn hluta Húnavatnssýslu, á stöku stað á utanverðum Trölla- skaga og á annesjum austur að Rauðanúpi. Annað svæði sem varð illa úti liggur til suðurs úr Húna- vatnsýslunni, met virðist hafa ver- ið sett á Þingvöllum og óvenju- hvasst var sums staðar í uppsveitum Árnessýslu. Sama á við um Vestmannaeyjar, algeng- ustu veður þar eru af austri, en norðanveður af þessum styrk eru ekki algeng þar í kaupstaðnum – mælirinn þar fór þó ekki sérlega hátt. Það gerði hins vegar hafn- armælirinn við Básasker,“ segir Trausti sem hafði ekki enn fengið uppgjör að austan um miðjan dag í gær. „Þó að veður væri slæmt á Snæ- fellsnesi var það alls ekki óvenju- legt – mörg svona veður gerir þar á hverju ári – sömuleiðis á Kjal- arnesi og undir Hafnarfjalli. Stutta svarið er því að veðrið sé nokkuð óvenjulegt hvað ísingu varðar og óvenjuleg veðurharka varð um hluta landsins – á því svæði þar sem rauð veðurviðvörun hafði verið sett á. Við höfum þó varla frétt enn af öllu tjóni – snjó- flóð gætu t.d. hafa fallið fleiri en við höfum af frétt og fleira fokið,“ segir Trausti Jónsson. Óvenjuleg veðurharka og tengsl við Halaveðrið  Vindhraði á landsvísu ekki mjög hár en met féllu þó víða Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Akureyri Mikið fannfergi var í höfuðstað Norðurlands í gærmorgun. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Áhrifin sem veðurofsi þriðjudags hafði á rafmagn í landinu undirstrika mikilvægi þess að flutnings- og dreifikerfi raforku sé eflt á lands- vísu. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem tekur þó fram að veðrið hafi verið óvenjulegt. Rafmagn sló út víða um land á þriðjudag og miðvikudag, sérstak- lega á landinu norðanverðu. Engar rafmagnstruflanir urðu á höfuðborg- arsvæðinu. Þórdís telur að skilningur þeirra sem búa á suðvesturhorninu gagn- vart mikilvægi sterkra dreifikerfa raforku sé takmarkaður. „Ég myndi auðvitað vilja að það væri ríkari sameiginlegur skilningur á mikilvægi þess að flutnings- og dreifikerfið okkar sé sterkt. Mér hef- ur þótt skorta á skilning á landsvæð- um sem búa við öflugra flutnings- og dreifikerfi.“ Þórdís segir veður sem þetta ekki daglegt brauð. „Það tók út sterkar línur sem hafa staðið af sér mörg óveður fram til þessa. Hafandi sagt það þá finnst mér að það sé ástæða til þess að und- irstrika mikilvægi grundvallarinn- viða í landinu og undirstrika sömu- leiðis mikilvægi þess að þær framkvæmdir sem þarf að fara í til þess að byggja upp og treysta flutn- ingskerfið þurfi að vera skilvirkar.“ Slíkar framkvæmdir segir Þórdís að hafi ekki alltaf verið skilvirkar. „Bæði flutnings- of dreifikerfin hafa verið endurnýjuð mjög mikið á undanförnum árum. Það er auðvitað þannig að það eru margar mikilvæg- ar framkvæmdir sem hafa tekið allt of langan tíma vegna þess að leiðir til að vinna þessar framkvæmdir eru ekki nægilega skilvirkar.“ Fjarskiptasamband rofnaði víða um land, aðallega vegna rafmagns- leysis. „Það er auðvitað algjörlega aug- ljóst að raforku- og fjarskiptakerfi snýst um þjóðaröryggi,“ segir Þór- dís og bætir því við að umbætur á flutnings- og dreifikerfinu séu vænt- anlegar. „Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar- innar er lögð áhersla á að treysta flutningskerfi raforku. Landsnet sér um þær framkvæmdir og þær birt- ast í kerfisáætlun. Við höfum nú þeg- ar samþykkt þingsályktun um upp- byggingu flutningskerfis raforku. Við gerðum það í fyrsta sinn og það er lögbundið fyrir Landsnet að taka mið af þeim kerfisáætlunum, til að mynda á Vestfjörðum og Norður- landi. Gærdagurinn sýndi okkur fram á mikilvægi þess.“ Þurfi að sýna ríkan skilning Þórdís ítrekar að íbúar höfuðborg- arsvæðisins þurfi að sýna löndum sínum skilning. „Við erum ein þjóð í þessu landi og við sem samfélag þurfum að hafa rík- an skilning á því að ástandið er mjög mismunandi. Það er töluvert lakara víða um land en á suðvesturhorninu og íbúar þar þurfa að átta sig á því að það er þjóðþrifamál að þetta kerfi sé sterkt.“ Einar S. Einarsson, framkvæmda- stjóri stjórnunarsviðs hjá Landsneti, segir að rafmagnstruflanir hafi verið sérstaklega margar á þriðjudag og í gær. Erfiðlega hefur gengið að koma rafmagni aftur á enda torvelt að at- hafna sig í slæmu veðri. Á Dalvík og Tröllaskaga hafði ver- ið sérstaklega lengi rafmagnslaust og farið að kólna hratt í húsum. Dal- víkurlína sló út en fjöldi stæða brotn- aði, um 20 talsins, og er gert ráð fyrir því að það taki einhverja daga að koma línunni aftur í gang, að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets. Segir sterkt kerfi þjóðþrifamál  Þórdís Kolbrún segir umbætur á dreifikerfi raforku aðkallandi og á döfinni  Höfuðborgarbúar sýna löndum sínum takmarkaðan skilning, að sögn Þórdísar  Kólnaði hratt í húsum vegna rafmagnsleysis 12:00 Trufl anir á Norðurland eystra 13:00 Bilun á Reykjaströnd og Skaga að austan 13:00 Rafmagnslaust í Grýtubakkahr. 13:18 Rafmagnslaust á Sauðárkróki og í nærsveitum 13:34 Rafmagnslaust á Dalvík 14:00 Bilun á Vatnsnesi 14:00 Rafmagnslaust á Þórshöfn og í Þistilfi rði 14:59 Rafmagnslaust á sunnan- verðum Vestfjörðum 15:00 Bilun í Svarfaðardal 15:00 Rafmagnslaust á Sauðárkróki 15:00 Rafm.laust í Hrútafi rði, Miðfi rði, á Laugarbakka og Hvammstanga 16:00 Rafmagnslaust á Svalbarðsströnd 17:00 Bilun í Hvalfi rði og Svínadal 19:00 Bilun í Langadal og Svínadal 20:00 Kísilverið á Bakka rafmagnslaust 10:00 Bilun í Öxarfi rði milli Núpa og Ekru 14:00 Rafmagnslaust á Tjörnesi 16:00 Trufl un á milli Hofsóss og Brimness 20:00 Rafmagnslaust á Húsavík og í nágrenni Miðvikudagur 11. desember 00:00 Rafmagnslaust í Saurbæ 01:00 Rafmagnslaust í Hörgársveit 03:00 Bilun í Fjallabyggð 08:00 Bilun í Aðaldal/Kinn 11:12 Rafmagnslaust á Austurlandi og Austfjörðum 11:12 Rafmagnslaust í Vopnafi rði Rafmagnsleysi og trufl anir vegna óveðursins Þriðjudagur 10. desember Trufl anir á rafmagni í tímaröð, ekki tæmandi listi H e im ild : L a n d sn e t o g R a ri k Óveður á aðventu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.