Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Niðurstöður könnunar Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann meðal stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins eru áhyggjuefni. Þær benda til að bata sé ekki að vænta næsta hálfa árið. Að vísu eru fleiri stjórnendur já- kvæðir nú en fyrr á árinu, sem vonandi er vís- bending um að bati fari þrátt fyrir allt að láta á sér kræla, en mikill munur er á stöðu og horfum nú og fyrir nokkrum misserum og árum.    Enn meira áhyggjuefni er aðfleiri stjórnendur gera ráð fyrir fækkun starfsmanna en þeir sem vænta fjölgunar á næstu mán- uðum. Svörin benda til að starfs- mönnum fyrirtækja í heild gæti fækkað um hálft prósent næsta hálfa árið, sem er mikið áhyggju- efni, ekki síst þegar horft er til þess að fjölgun fólks krefst þess að vinnumarkaðurinn skapi stöðugt fleiri störf. Neikvæðnin í þessum efnum er mest í byggingageir- anum, sem kemur ekki á óvart, og einnig í verslun. En væntanleg fækkun nær til flestra atvinnu- greina.    Kvartað var undan því í gær aðSeðlabankinn skyldi ekki hafa haldið áfram að lækka vexti. En horfa verður til fleiri þátta þegar kemur að því að örva efna- hagslífið. Ríkið hér á landi tekur til sín mjög stóra sneið af þjóðar- kökunni og hefur það lamandi áhrif á vöxt efnahagslífsins.    Nú er lag að lækka skatta ogefla þannig atvinnusköpun og efnahagsvöxt. Þær skattalækk- anir myndu skila sér í bættri af- komu heimila, fyrirtækja – og rík- issjóðs. Lag að lækka skatta STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Vegagerðin skrifaði í vikunni undir samning við Ístak hf. í Mosfellsbæ um smíði nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá í Suðursveit. Brúin yfir Steinavötn skemmdist haustið 2017 þegar grófst undan ein- um stöpli hennar í vatnavöxtum. Brúin var komin til ára sinna, 55 ára gömul. Þurfti að hafa hraðar hendur og byggja bráðabirgðabrú, en það var gert á innan við viku. Smíði nýrrar brúar yfir Steina- vötn var fyrst boðin út í vor en þá bárust engin tilboð. Útboð fór fram að nýju í haust og bárust þá átta til- boð, þar af eitt frá erlendu fyrirtæki. Tilboð Ístaks hljóðaði upp á 770,4 milljónir króna, litlu hærra en kostn- aðaráætlun, sem var 761,3 milljónir króna. Verkið snýst um smíði nýrra brúa, yfir Steinavötn (102 metrar) og Fellsá (46 metrar) ásamt uppbygg- ingu á hringvegi í Suðursveit á tveimur köflum báðum megin brúnna. Veita skal ám undir nýjar brýr og eftir að vegtenging er komin á þær skal fjarlægja bráðabirgða- brýr og -vegi og gera leiðigarða við enda brúar yfir Steinavötn. Verkinu á að vera lokið 1. apríl 2021. Þessi vegagerð er hluti af átaki til að fækka einbreiðum brúm á hring- veginum. Enn eru 36 einbreiðar brýr á hringveginum, langflestar á Suður- og Suðausturlandi. sisi@mbl.is Ístak byggir tvær brýr í Suðursveit Morgunblaðið/Eggert Steinavötn Fyllt að stöplum brúarinnar sem skemmdist talsvert árið 2017. Að mati Sjúkratrygginga Íslands væri mjög varhugavert að veita ein- um hópi sjúklinga rétt til greiðslu- þátttöku sjúkratrygginga umfram aðra hópa sjúklinga og varasamt að taka upp sérreglur vegna einstakra sjúkdóma og skapa þannig mismun- un á sjúklingahópum. Þetta kemur fram í umsögn og á minnisblaði Sjúkratrygginga við þingsályktunar- tillögu níu þingmanna Miðflokksins á Alþingi um gjaldfrjálsar krabba- meinsmeðferðir. Þar er lagt til að heilbrigðisráðherra verði falið að beita sér fyrir því að krabbameins- meðferðir verði gjaldfrjálsar. Í þings- ályktunartillögunni er fjallað um margháttaðan kostnað sem sjúkling- ar þurfa að eiga við að stríða á meðan á krabbameinsmeðferð stendur þ. á m. vegna tannskemmda. Á minnisblaði SÍ til velferðar- nefndar Alþingis segir að það sé skoðun SÍ að sjúkdómsgreining eigi ekki að ráða við mat á greiðsluþátt- töku SÍ vegna tannlækninga heldur mat á afleiðingum sem sjúkdómurinn hefur haft á tannheilsu viðkomandi. Í umsögn Krabbameinsfélagsins er bent á að líkamlegar afleiðingar krabbameins geti t.d. verið tann- skemmdir, ófrjósemi, krónískir verk- ir auk fjölmargra annarra aukaverk- ana. Þeim fylgi oft verulegur kostnaður á sama tíma og sjúklingar standa frammi fyrir tekjutapi. Alvar- legar tannskemmdir þar sem gler- ungur eyðist, tennur skemmast eða losna og detta úr góm geti fylgt krabbameinsmeðferð. „Í sumum til- vikum kosta tannviðgerðir hundruð þúsunda eða hlaupa á milljónum og oftar en ekki er greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga lítil eða engin. Stór- auka þarf niðurgreiðslur vegna tann- viðgerða í tengslum við krabbameins- meðferðir,“ segir í umsögn Krabbameinsfélagsins. SÍ telja varhugavert að mismuna hópum  Þingmenn Miðflokks leggja til að krabbameinsmeðferðir verði gjaldfrjálsar Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán.–Fim. 09–18 Föstudaga 09–17 Laugardaga 11–15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.