Morgunblaðið - 12.12.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 12.12.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Félagið Aumingja Ísland ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í tilkynningu í Lögbirt- ingablaðinu. Félagið var stofnað árið 2011 og var tilgangur þess framleiðsla á heimildarmyndinni Aumingja Ísland. Ennfremur kaup og sala fasteigna og rekstur þeirra, lánastarfsemi og nauðsynleg umsvif í því sambandi. Ari Alexander Ergis Magnússon kvikmyndargerðarmaður leikstýrði myndinni, sem fjallaði um íslenska þjóðarsál, eins og kynnt var þegar myndin var frumsýnd 2016. „Þegar bankakerfið á Íslandi hrundi 2008 fór Ari Alexander að mynda atburða- rásina og reyna að átta sig á afleið- ingunum fyrir íslenskt samfélag.“ Benedikt Erlingsson leikari leiddi frásögnina sem sögumaður Skiptastjóri þrotabúsins er Þ. Skorri Steingrímsson lögmaður. Lýsa þarf kröfum í búið innan tveggja mánaða. Aumingja Ísland gjaldþrota Hrunið í mynd Ástandið skoðað í kjölfar gjaldþrots bankanna. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að vinnsla Vinnumála- stofnunar (VMST) á persónuupplýs- ingum um IP-tölur þeirra sem þiggja atvinnuleysisbætur þegar þeir skrá sig inn á ,,Mínar síður“ á vef stofn- unarinnar, samrýmist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu per- sónuupplýsinga. Hefur Persónu- vernd gefið VMST þau fyrirmæli að láta af notkun upplýsinga um IP-tölu umsækjenda um atvinnuleysisbætur á meðan ekki eru til úrræði til að staðfesta áreiðanleika þeirra. Er VMST gert að staðfesta í síðasta lagi 28. janúar að farið hafi verið að þess- um fyrirmælum. Þurfa að vera á Íslandi Atvinnuleitendur þurfa að vera staddir á Íslandi og í virkri atvinnu- leit til að eiga rétt á atvinnuleysis- bótum og hefur eftirlitsdeild VMST á umliðnum árum kannað IP-tölur þeirra sem skrá sig inn á Mínar síður til að kanna hvort staðsetning IP- talna á netþjónum gefa til kynna að þeir séu staddir erlendis. Eftirlits- deildin fylgist með hvort um mis- notkun eða bótasvik sé að ræða. Oft eru eðlilegar skýringar á erlendum uppruna IP-tölu en í mörgum tilvik- um hefur svo ekki verið og kemur fram í ársskýrslum VMST að fjölda slíkra mála hefur lokið með viður- lagaákvörðun. Árið 2017 voru t.d. send út 486 bréf vegna staðfestinga eða innskráninga erlendis frá og lauk 160 málum með viðurlögum, þar sem skuld þeirra var samtals um 15,5 milljónir kr. Í fyrra voru send út 664 bréf vegna staðfestinga/inn- skráninga erlendis frá. Þá var 161 máli lokið með viðurlagaákvörðun, þar sem atvinnuleitendur höfðu ver- ið erlendis án þess að tilkynna ferð sína til stofnunarinnar. Ráðlagt að segjast hafa nýtt sér streymisþjónustu Netflix Í málinu sem kom til kasta Per- sónuverndar kvartaði kona yfir því að VMST hefði unnið með upplýs- ingar um IP-tölu hennar utan þess tíma er hún þáði atvinnuleysisbætur frá stofnuninni auk þess sem um- ræddar upplýsingar hafi ekki verið réttar. Fékk konan bréf frá VMST í ágúst 2018 þar sem fram kom að stofnuninni hefðu borist upplýsingar um að hún hefði verið erlendis í júní það ár. Byggðist bréfið á því að IP- tala kvartanda hefði verið skráð í Bretlandi við innskráningu hennar á „Mínar síður“ á vef stofnunarinnar. Innskráningin átti sér stað á meðan konan þáði enn atvinnuleysisbætur, en hún sagðist hafa verið stödd á Ís- landi á þeim tíma. Fram kemur að við rannsókn málsins hjá Persónuvernd lagði kon- an m.a. fram gögn sem sýndu fram á að notkun VPN-forrits, sem gerði henni kleift að velja hvar í heiminum IP-tala hennar væri skráð, hefði leitt til þess að IP-tala hennar birtist eins og hún hefði verið stödd í Bretlandi. Í umfjöllun Persónuverndar segir að konan hafi haldið því fram að starfsmaður VMST hafi ráðlagt henni ,,að svara erindi stofnunarinn- ar á þann veg að hún hefði nýtt sér streymisþjónustu Netflix og IP-tala hennar því skráðst í öðru landi en á Íslandi. Vinnumálastofnun hefur ekki andmælt því að kvartandi hafi fengið ráðleggingar þess efnis. Verð- ur því að ætla að stofnuninni hafi verið kunnugt um að upplýsingar um IP-tölur fælu ekki í sér nægilega áreiðanlegar upplýsingar um stað- setningu notenda.“ Persónuvernd segir í úrskurðin- um að í ljósi þess hversu auðvelt er að nálgast og nota VPN-tengingar með þessum hætti sé það niðurstaða Persónuverndar að upplýsingar um IP-tölur uppfylli ekki kröfur per- sónuverndarlaganna um áreiðan- leika persónuupplýsinga. Breytt vegna nýrrar tækni Unnur Sverrisdóttir, forstjóri VMST, segir að stofnunin sé að skoða málið. ,,Við erum ekki búin að ákveða hvernig við bregðumst við en það er ljóst að Persónuvernd er líka í ljósi nýrrar tækni að breyta sinni af- stöðu til þessara mála. Þetta er svo- lítið flókið vegna þess að það er alveg skýrt í lögunum að þú átt að vera staddur á Íslandi ef þú færð greiddar atvinnuleysisbætur og einhvern veg- inn höfum við reynt að fylgja því eft- ir.“ Í dag svari margir stofnuninni því að þeir séu með nettengingar er- lendis og það sé alltaf tekið til greina. Gert að hætta eftirliti með IP-tölum  Könnun Vinnumálastofnunar á IP-tölum atvinnuleitenda stangast á við lögin um persónuvernd  Stödd á Íslandi þó IP-tala benti til annars  IP-tölur ekki áreiðanlegar um staðsetningu notenda Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Íslenskir barir og barþjónar voru verðlaunaðir í fyrsta sinn á hinni ár- legu verðlaunahátíð Bartenders’ Choice Awards um liðna helgi. Þetta var í tíunda sinn sem verðlaunin eru veitt og fór verðlaunahátíðin fram á Grand Hotel í Stokkhólmi. Slippbarinn var valinn besti kok- teilabarinn og þótti sömuleiðis vera með besta kokteilaseðilinn hér á landi. Fjallkonan var valin besti nýi kokteilabarinn. Besta andrúmsloftið þótti vera á Veður og besti veitinga- staðurinn var Matbar. Apótekið sigraði í vali fólksins, Siggi Sigurðsson hlaut viðurkenn- ingu fyrir framlag til að bæta bar- menningu en Jónas Heiðarr á Jungle þótti vera besti barþjónninn. Besti kokteillinn var valinn Dillagin sem reiddur er fram á Apótekinu. Bransaverðlaunin Bartenders’ Choice Awards eru veitt ár hvert og markmiðið með þeim er að verð- launa þá sem skara fram úr á nor- rænu barsenunni. Stofnað var til verðlaunanna árið 2010 og þykja þau afar eftirsóknarverð innan veitinga- bransans. BCA-verðlaunin voru fyrstu árin aðeins veitt í Svíþjóð en árið 2017 bættust fleiri lönd við. Að þessu sinni voru þau veitt börum og bar- þjónum í Svíþjóð, Danmörku, Nor- egi, Finnlandi og Íslandi í fyrsta sinn. Þar að auki eru veitt sérstök al- þjóðleg verðlaun BCA. Niðurstöðurnar eru fengnar með vali yfir þrjú hundruð fagmanna inn- an veitingabransans og sérfræðinga um kokteila. Þrjár tilnefningar voru í hverjum flokki. Meðal íslenskra bara sem hlutu tilnefningu en misstu af verð- launum að þessu sinni voru Karólína craft bar, Eiríksson brasserie, Pablo Discobar, Sumac, Public House og Kol. Slippbarinn valinn besti kokteilabarinn  Norræn verðlaunahátíð í tíunda sinn Ljósmynd/Facebooksíða Slippbarsins Slippbarinn Þykir skara fram úr öðrum kokteilabörum hér á landi. Afgreiðslutímar á www.kronan.is falalalala ... Biti fyrir börnin Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt 2, 3, 4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum upp á skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/veislur í höllum, köstulum eða húsum frá miðöldum. www.transatlantic.is Sími 588 8900 GLÆSILEGARMIÐALDA BORGIR Í A-EVRÓPU Wrocalaw er ein mesta ferðamannaborg Póllands. Wroclaw var kosin menningarborg Evrópu 2016. Wroclaw hefur svo mikið uppá að bjóða. Borgin er ægifögur menningarborg með svo margt fyrir ferðamanninn sem gerir hana svona vinsæla. Gamli bærinn er augna- yndi með fagrann arkitektur frá fyrri tímum, mikið er af söfnum og menningarviðburðir í borginni hafa ætíð verið fjölbreyttir. Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er vernd- aður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. RIGA Í LETTLANDI WROCLAW TALLINN EISTLANDI NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ Vilnius, Budapest, Prag Gdansk, Krakow, Varsjá, Bratislava St. Pétursborg, Vínarborg og Brugge Tallinn er ein allra fallegasta borg Evrópu og er gamli bæjarhlutinn sá hluti borga- rinnar sem mesta aðdráttaraflið hefur á ferðamenn. Þar eru götur steini lagðar, byggingar frá 11. öld sem hefur tekist að varðveita ótrúlega vel. Þú ferð úr 21. öldinni beint aftur í miðaldir. Þar sem Tallinn er best varðveitta miðaldaborg N-Evrópu hefur henni verið bætt við á heimslista UNESCO.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.