Morgunblaðið - 12.12.2019, Síða 28

Morgunblaðið - 12.12.2019, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Vígþór er skrautritari eins og faðir hans og ljóð hans í jólakortunum bera þess glögglega merki. „Hann er snill- ingur í leturgerð,“ segir Sif, dóttir hans, og bendir á að hann hafi alla tíð lagt mikla rækt við skrift. Ljóðin í jóla- kortunum hafi hann skrifað fríhendis á stór blöð og text- inn síðan minnkaður í viðeigandi stærð á kortin. „Hann hefur alltaf skrifað með besta fáanlega bleki, fyrst með pennastöng, og lagt áherslu á að vera alltaf með gæða- efni,“ segir Sif. Börn Vígþórs hafa látið endurvinna kortin frá 1987 og hafa hugleitt að gefa ljóðin með teikningunum út í bók. Sérstök jólakort 1995 Snjóflóðin á Flateyri og í Súðavík. Jólakortið 2001 Árásin á tvíburaturnana í New York í augum Vígþórs að ofan og til hliðar. Vígþór Hrafn Jörundsson, fyrrverandi skólastjóri, bjó til jólakort og sendi frá 1959 þar til hann gat það ekki lengur heilsunnar vegna 2017. Þá sendi hann aftur kort- ið sem hann gerði 1987 og í fyrra var það kortið frá 1988. Í ár er kortið frá 1989 og tileinkað falli Berl- ínarmúrsins. Teikningin er á baksíðunni og ljóðið hér til hliðar. Til að byrja með voru einfaldar teikningar tengdar jólum á kortunum, sem Vígþór fjölritaði, og síðar bætt- ust eigin ljóð við. Samtíðarviðburðir urðu honum að yrkisefni og teikningarnar voru í sama anda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.