Morgunblaðið - 12.12.2019, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 12.12.2019, Qupperneq 36
36 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 12. desember 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.35 121.93 121.64 Sterlingspund 159.84 160.62 160.23 Kanadadalur 91.63 92.17 91.9 Dönsk króna 17.972 18.078 18.025 Norsk króna 13.193 13.271 13.232 Sænsk króna 12.727 12.801 12.764 Svissn. franki 123.06 123.74 123.4 Japanskt jen 1.1171 1.1237 1.1204 SDR 167.13 168.13 167.63 Evra 134.32 135.08 134.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 163.9971 Hrávöruverð Gull 1464.45 ($/únsa) Ál 1749.0 ($/tonn) LME Hráolía 64.03 ($/fatið) Brent ● Michele Roosevelt Edwards, stjórn- arformaður US Aerospace Associates, félagsins sem hyggst endurreisa flug- félagið WOW air, hefur til skoðunar að leigja heila hæð undir vænta starfsemi félagsins í Urðarhvarfi 8. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins en húsnæðið er eitt stærsta skrifstofuhúsnæði landsins og telur samtals um 16.000 fermetra. Almannatengillinn Gunnar Steinn Pálsson, sem starfar með félag- inu, vildi ekki tjá sig um áformin er Morgunblaðið hafði samband. Að- spurður segir Gunnar að forsvarsmenn fyrirtækisins mæli tímann þar til WOW 2, eins og félagið hefur verið kallað, fari í loftið í vikum fremur en mánuðum. Greint var frá kaupum Edwards á flug- tengdum eignum úr þrotabúi WOW air í september sl. peturh@mbl.is Hyggst leigja hæð fyrir WOW 2 í Urðarhvarfi STUTT Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Við bjóðum gott úrval af hágæða Julbo skíðagleraugum og skíðahjálmum fyrir börn og fullorðna. Komdu og skoðaðu úrvalið. JÓLATILBOÐ Skíðagleraugu og skíðahjálmur kr. 29.900 Barnaskíðagleraugu og skíðahjálmur kr. 12.900 Jólagjöfin er hjá okkur www.gjofsemgefur.is PIPA R\TBW A • SÍA • 133567 skiptaMogganum í gær búa forráða- menn félagsins sig aftur á móti undir þann möguleika að vélarnar verði kyrrsettar fram á síðari hluta næsta árs. Fari svo að Icelandair taki inn aðrar vélar þarf félagið aftur á móti að vera þess fullvisst að MAX-vélarn- ar fari ekki í loftið. „Þetta verður alltaf erfiðari og erf- iðari ákvörðun að taka þar sem sum- arið nálgast. Ég get til dæmis ekki ímyndað mér að félagið geti beðið fram yfir janúar með þessa ákvörð- un,“ segir Sveinn í samtali við Morg- unblaðið. Aðspurður hvort slíkar tafir geti haft alvarleg áhrif á rekstur fé- lagsins segir Sveinn að félagið sé tölu- vert betur í stakk búið til þess að tak- ast á við aðstæðurnar en það var í mars á þessu ári. Vélar til taks fyrir sumarið „Þeir hafa haft þennan vetur og þessa mánuði til þess að ná samtali við leigusala og koma sér framar í röðina. Á meðan Boeing er að greiða félaginu bætur og þeir hafa aðgang að vélum til þess að halda uppi framboði næsta sumar, með því t.d. að leigja gamlar 737-vélar, þá mun þetta ganga betur en síðasta sumar,“ segir Sveinn „En það sem gæti orðið alvarlegt er það ef félagið fer að selja inn á þessa áætlun þar sem gert er ráð fyr- ir því að MAX-vélarnar fljúgi. Þá verður staðan eins og í fyrra þar sem félagið var búið að selja fullt af miðun inn á MAX-vélarnar og þurfti á end- anum að skrapa saman í vélar til þess að leysa vandann. Þess vegna held ég að Icelandair muni taka ákvörðun um þessi efni eins hratt og auðið er. Fljót- lega eftir áramót fer eflaust að seljast hratt inn í sumarferðirnar. Þá er eins gott að Icelandair sé með vélar til- tækar. En ég geri nú fastlega ráð fyr- ir því að félagið sé þegar búið að tryggja sér einhverjar vélar og sé að undirbúa það að taka inn aðrar vélar, eða jafnvel sleppa því. Eldri 737-vélar henta t.d. ekkert sérstaklega vel fyrir flug til Bandaríkjanna,“ segir Sveinn. Samkvæmt heimildum Viðskipta- Moggans er ákvörðun Icelandair sér- staklega erfið þar sem leigusalar eru tregir til að festa flugfélögum vélar til leigu fram í tímann án þess að hafa fullvissu um að af leigunni verði. „Sum félög fá betri vaxtakjör á leigusamningum og betri aðgang að vélum en aðrir. En það að kyrrsetn- ing MAX-vélanna vari áfram þýðir auðvitað að leigusalar sem eiga aðrar vélar, t.d. gamlar 737-vélar, eru í fínni stöðu og í betri samningsstöðu gagn- vart öðrum flugfélögum sem þurfa þær,“ segir Sveinn. Í kapphlaupi við tímann  Icelandair stendur frammi fyrir erfiðri áskorun um það hvort félagið geti treyst á að hinar kyrrsettu MAX-vélar geti farið í loftið í mars næstkomandi Morgunblaðið/Hari 737-MAX-vélar Icelandair hafa verið kyrrsettar frá því í mars. Ákvörðun um það hvort reikna megi með þeim næsta sumar þarf að taka sem fyrst. BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Flugfélagið Icelandair er í miklu kapphlaupi við tímann um að taka ákvörðun um það hvort gera eigi ráð fyrir Boeing 737 MAX-vélunum á há- annatímabili félagsins næsta sumar. Sú ákvörðun verð- ur sífellt erfiðari að sögn Sveins Þórarinssonar, sérfræðings Landsbankans. Í lok október síð- astliðins gaf Ice- landair út tilkynn- ingu þess efnis að félagið gerði ráð fyrir að MAX-vél- arnar færu í loftið í mars næstkomandi en þá yrði eitt ár liðið frá því að Icelandair kyrrsetti MAX-vélar flotans, í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa í Asíu og Afr- íku þar sem slíkar vélar áttu í hlut. Þegar kyrrsetningin átti sér stað var félagið búið að fá afhentar sex MAX8- og þrjár MAX9-vélar og átti samkvæmt samningi við Boeing að fá tvær MAX8 og þrjár MAX9 afhentar á nýju ári. Samtals gerði Icelandair samning um kaup á 16 737-MAX-vél- um árið 2013. Líkt og kom fram í Við- Sveinn Þórarinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.