Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRVísindi MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 sólar og út í geiminn, m.a. til jarð- arinnar. Vitað var að innar í hjúpn- um og nær yfirborðinu togaði seg- ulsviðið sólvindinn í sömu átt og möndulsnúningur sólarinnar stefndi. Bjuggust vísindamennirnir við því að úr þeim áhrifum drægi utar í lofthjúp sólarinnar. „Okkur til mikillar undrunar höf- um við á nálgun farsins að sólu greint umfangsmikla hverfistrauma, jafnvel 10 til 20 sinnum stærri en stöðluð reiknilíkön fyrir sólina gera ráð fyrir,“ bætir Kasper við. „Inn í dæmið vantar því eitthvert grundvallaratriði um sólina og hvernig sólvindurinn sleppur út. Þetta hefur gríðarlegar skírskotan- ir. Við geimveðurspár verður að taka tillit til þessara strauma ef við ætlum okkur að geta sagt um hvort massastreymi frá kórónunni geti teygt sig alla leið til jarðarinnar eða lamið á geimförum á leið til tungls- ins eða Mars,“ sagði hann ennfrem- ur. Stuart Bale, eðlisfræðiprófessor við Kaliforníuháskóla í Berkeley, rifjar upp í þessu sambandi að „meiriháttar fyrirbæri í geimnum“ hefði árið 1859 splundrað símalínum á jörðinni. Annað slíkt fyrirbæri hafi gangsett sprengidufl banda- rískra herskipa í N-Víetnam 1972. Samfélög nútímans eru háðari flókinni og margbrotinni tækni en áður og því segir Bale, að „um- fangsmikið ónæði“ frá sólu gæti mögulega verið gríðarlega alvar- legt. „Væri okkur unnt að spá fyrir um geimveðurfar gætum við slökkt á eða einangrað hluta rafdreifikerf- isins til að hlífa því við tjóni. Sömu- leiðis mætti slökkva á gervihnatta- kerfum sem gætu verið í hættu stödd.“ Töfrandi afrek Nicky Fox, einn af vísindamönn- um NASA sem vinnur við Parker- verkefnið, sagði blaðamönnum að sú staðreynd að mannkynið hafi sent geimfar inn í lofthjúp stjörnu væri eitt og sér „töfrandi“ afrek. „Sú staðreynd að þar sé um að ræða þá stjörnu sem er næst okkur gerir gott enn betra. Við höfum beðið í áratugi eftir því að öðlast skilning á leyndardómum,“ sagði hann. Sólfarið er nefnt eftir bandaríska stjarneðlisfræðingnum Eugene Par- ker sem fyrstur manna kom fram með kenningu um sólvindinn. Lýsti hann fyrirbærinu sem samverkandi kerfi segulsviða, orkueinda og raf- gass. Rauðglóandi leyndarmál afhjúpuð  Sólfarið Parker hefur þegar varpað alveg nýju ljósi á sólvinda, orsakir þeirra og afleiðingar  Farið mun eiga stefnumót við sólu næstu sjö ár og efla skilning á stjörnunni rauðglóandi og geimveðurspám Fyrstu niðurstöður frá Parker sólfarinu Geimfar NASA er á braut um sólu til að rannsaka lofthjúp og sólvinda, straum hlaðinna agna sem getur skemmt gerfihnetti , fjarskipta- og rafkerfi á jörðinni Heimild: NASA/ParkerSolarProbe/Nature/AFP Photo/NASA/SDO: Solar eruption of super-hot plasma captured on Nov 2012 Markmið Fyrsta farið sem flýgur inn í lofthjúp sólar, kórónuna Rekja orkustrauma og auka skilning á hitnun kórónunnar, rannsaka hröðun sólvinda Hitaskjöldur Fer sjö sinnum umhverfis sólu á 7 árum Kóróna sólar er óstöðug og þar myndast: Skotið á loft í ágúst 2018 Fór fyrst nálægt sólu (24 milljón km fjarlægð) í nóvember 2018 Næst sólu (6,3 milljónir km) desember 2024 Sól Merkúr Venus Jörðin Kælikerfi til til að koma í veg fyrir að sólarsellur bráðni Loftnet Segulmælar Búnaður til að taka myndir Sjónaukar til að mynda kórónu og innra sólvindshvolf Kolefnisskjöldur er 11,5 sentimetra þykkur Á að þola nærri 1.400 °C Hraði: Um 700.000 k.klst. Lengd: 3 metrar Þyngd: 685 kíló Taka myndir af byggingu sólar Fyrstu niðurstöður Breytingar á segulsviði sólar auka hraða sólvinda sem streyma frá henni Sólvindarnir hreyfast í „skipulagslausum straumum" en ekki stöðugum sólvindar geislar sprengingar segul- sviðs og rafgass Segulstraumar sólar og sólvindar í kjölfarið geta orðið S-laga þegar þeir streyma frá sólinni og BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Sólfar bandarísku geimferðastofn- unarinnar (NASA) hefur síðustu daga sent „stórbrotið safn“ af gögn- um um ofurheita efnishjúpinn um- hverfis sólina. Sólfarinu Parker sem er á stærð við lítinn fjölskyldubíl var skotið á loft í ágúst í fyrra. Parker kemst næst sólu í þessari atrennu í aðeins sex milljón kíló- metra fjarlægð. Á næstu sjö árum mun sólfarið fara nokkrum sinnum fram hjá þessum meginhnetti sól- kerfis okkar; ljós- og hitagjafanum mikla. Þess er vænst að gögnin sem rannsóknarfarið safnar og miðlar til vísindamanna á jörðu niðri muni efla skilning mannsins á sólvindum og rafsegulstormum sem valdið geta usla á byggðu bóli, meðal ann- ars með því að slökkva á raforku- dreifikerfum. Ráðgáta um sólkórónu Ein ráðgátan varðar sólkórónuna sjálfa sem er við sínar milljón gráð- ur margfalt heitari en sjálft yfir- borð sólarinnar sem er 6.000 °C. Stangast það á við það viðtekna, að búast megi við að hlutur kólni eftir því sem hann fari lengra frá hitauppsprettu sinni. „Kórónan hefur fundið aðferð til að hita sig upp. Við erum að skoða þá eðlisfræðilegu ferla sem gera það kleift,“ segir Alexis Rouillard, vísindamaður hjá frönsku vísinda- rannsóknastofnuninni (CNRS) og meðhöfundur einnar af fjórum greinum í tímaritinu Nature, um fyrstu uppgötvanir Parkers. „Bara í þessum fyrstu ferðum á braut um sólu höfum við orðið berg- numdir af undrun á því hversu ólík kórónan er í návígi,“ segir Justin Kasper, prófessor í loftslags- og geimvísindum og verkfræði við Mic- higan-háskóla. Í samantekt frá skól- anum segir að haldið hefur verið að óstöðugleiki í segulsviði sólarinnar kunni að hafa verið valdur að hitun kórónunnar. Væntu þeir þess að mæligögn Parkers myndu staðfesta þá tilgátu. Svo fór ekki og í staðinn segja þeir að miklu kraftmeiri „flökkubylgjur“ kunni að vera orkuspretta kórón- unnar; bylgjur sem eru það orku- miklar að þær geti algjörlega um- pólað stefnum segulsviðsins. Grundvallaratriði vantar Vísindamennirnir urðu einnig undrandi á því hvað þeir hafa upp- götvað um hröðun sólvinda: straum orkuríkra rafhlaðinna róteinda, raf- einda og annarra örefna, frá kórónu AFP Sólfar Vísindamenn við sólfarið þegar það var fyrst sýnt í fyrra. Vantar þig pípara? FINNA.is Dekkjaþjónusta Úrval fólksbíla- og jeppadekkja SAMEINUÐ GÆÐI Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is m. Lítil og létt loftpressa. Kemur með fjórum stútum sem passa á dekk, bolta, vindsængur og fleira. REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðu Verð 16.900 kr. (án rafhlöðu) M12 Inflator Alvöru loftpressa fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.