Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Pólsk stjórn-völd skiluðugreinar- gerð til Mannrétt- indadómstóls Evr- ópu þar sem þau lýstu stuðningi við málstað íslenska ríkisins í Landsréttarmálinu sem nú er rekið fyrir þeirri stofnun. Ein- hverjir hafa kosið að gera mál úr þessu og jafnvel harmað stuðning Pólverja, sem er sér- kennilegt. Það er vitaskuld Pólverja sjálfra að ákveða hvaða skoðun þeir lýsa eða lýsa ekki á þessu máli, en hafa mætti í huga að Pólverjar hafa á undanförnum árum reynst Íslendingum betri vinir í raun en ýmsir sem oft eru taldir nær okkur standa. Það er þess vegna engin ástæða til að hnýta í Pólverja fyrir stuðn- ingsyfirlýsinguna. Þá er sjálfsagt að hafa í huga, eins og bent hefur verið á, að Landsréttarmálið og deilurnar um dómstólana í Póllandi eru gjörólík. Pólsk stjórnvöld hafa verið sökuð um óeðlileg inngrip í dóms- kerfið, sem þau hafa alfarið hafnað, meðal annars með því að skipta út dómurum. Enginn málsmetandi maður heldur því fram að hér hafi verið viðhöfð óeðlileg inngrip í dómskerfið þó að ýmsir aðrir hafi farið með hefðbundið fleipur. En það er líka alveg óhjá- kvæmilegt að hafa í huga að réttarkerfið íslenska á sér allt aðra sögu en hið pólska. Hér höfum við búið við réttarríki svo lengi sem elstu menn muna þó að hægt sé að gera ágreining um ein- staka dóma eða dómara. Pólland var þar til fyrir þremur áratugum undir kúg- unarhæl kommúnismans. Þar hafa síðan setið dómarar, jafn- vel í æðsta rétti landsins, sem dæmdu mótmælendur kúg- unarinnar til þungrar refs- ingar. Þetta kann að eiga sinn þátt í að skýra að dómstólar þar hafa búið við afar lítið traust almennings. Fróðlegt er í þessu sam- bandi að lesa Hvítbók um um- bætur í pólska réttarkerfinu, sem pólsk stjórnvöld gáfu út í fyrra. Þar kemur til dæmis fram að árið 2007, „nær 20 ár- um eftir fall kommúnismans, hafi hæstiréttur gefið út ákvörðun sem í raun hafi leyst alla dómara undan ábyrgð vegna ólögmætra dóma á tím- um herlaga á níunda áratugn- um“. Íslendingar eiga ekki auð- velt með að setja sig inn í þessa sögu Póllands og ann- arra ríkja sem fyrir ekki svo mörgum árum tókst að brjót- ast undan oki kommúnismans. Engu að síður er mikilvægt að reyna að skilja þetta samhengi og fordæma ekki án umhugs- unar þá sem enn glíma við leif- arnar af þeim óskapnaði og þeirri mannvonsku sem sósíal- istar og kommúnistar í Aust- ur-Evrópu buðu löndum sínum upp á. Ekki er hægt að líkja saman sögu pólsks og íslensks réttarkerfis } Ólíku saman að jafna Bretar ganga í dag að kjörborð- inu og velja sér forystu til næstu fimm ára. Í lýð- ræðisríkjum eru allar kosningar mikilvægar á sinn hátt, en víst er að sjaldan hefur jafn- mikið legið við og nú. Fyrir einungis tveimur vik- um stefndi í að Íhaldsflokk- urinn undir forystu Boris Johnson myndi vinna sinn stærsta meirihluta frá því að Margaret Thatcher tryggði sér glæsilegt endurkjör árið 1987. Þær kannanir virðast einkum hafa ýtt við þeim sem vilja fresta eða hætta við út- göngu Bretlands úr Evrópu- sambandinu, því að helsta fylgisbreytingin sem orðið hefur á þeim tíma er frá Frjálslyndum demókrötum og yfir til Verkamannaflokks- ins. Sú breyting kemur til, þrátt fyrir að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamanna- flokksins, hafi tekið þá afstöðu í Brexit-málinu að taka enga afstöðu, aðra en að fullyrða að hann geti gert allt betur en núverandi stjórnvöld. En Bretar þurfa ekki að- eins að hafa áhyggjur af stefnu hans í Brexit-málinu. Hann hefur hótað því að þjóð- nýta stóran hluta af breska hagkerfinu og keyra harðari vinstri stefnu en rekin hefur verið um áratugaskeið í Evr- ópu. Ónotalegt er til þess að hugsa að raunhæft sé að slík öfgastefna verði ofan á í vest- rænu lýðræðisríki og full ástæða fyrir Breta að horfa til Venesúela til að sjá hvaða áhrif slíkur sósíalismi getur haft. Vonandi vanda Bretar valið og kjósa ekki yfir sig öfgar og óstjórn Corbyns} Skýrir kostir í Bretlandi L ítil stúlka mætir í enn eitt skiptið á slysavarðstofuna. Hún er kvik á fæti og að þessu sinni mætir hún með enn eitt gatið á hausn- um, núna eftir að hafa hlaupið niður stóru rennibrautina á Hringbraut- arróló. Ungu foreldrarnir mæta á heilsugæsl- una með hvítvoðunginn. Mæling og skoðun á barni ásamt dassi af hughreystingu til hinna nýbökuðu foreldra. Afi mættur í skoðun eftir aðsvif. Læknar vilja fylgjast með honum áfram enda afi nokkuð við aldur. Hjartað, heilinn, hugurinn, maginn, nárinn, hnéð, nefið og hálsinn. Allt er undir, ekkert undanskilið. Mannfólkið allt, allan sólarhringinn og þeim ekkert óviðkomandi. Starfsfólkinu sem hleyp- ur á milli okkur og ástvinum okkar til að- stoðar. Þetta er heilbrigðiskerfið okkar. Það hríslast um allt okkar samfélag. Meðalfjölskyldan á margar sögur af snertingum sínum við heilbrigðiskerfið og starfsfólk þess. Sumar sárar, aðrar gleðilegar en langsamlega flestar til heilsubótar og hagsbóta fyrir samfélagið. Það er óumdeilt til hagsbóta fyrir samfélagið að heilbrigðiskerfið virki sem best. Við sem störfum í stjórnmálum berum ábyrgð á að kerfið okkar virki og því miður þá er það svo að skiptar skoðanir virðast ríkja innan ríkisstjórnarflokkanna um það hvernig best er að reka þessa nauðsynlegu innviði. Þrátt fyrir fögur orð þeirra sem nú sitja í ríkisstjórn, ekki síst viðbrögð þeirra við mögnuðu átaki Kára Stefánssonar fyrir kosningarnar 2016 þegar tæplega 90 þúsund ein- staklingar skrifuðu undir ákall til stjórnvalda um aukið framlag til heilbrigðismála, er heil- brigðiskerfið okkar enn einu sinni að verða halloka í glímunni við fjármálaráðherra um nauðsynlegt fjármagn. Þjóðarákallið 2016 hljóðaði upp á að framlag ríkisins til heilbrigð- ismála færi upp í 11% af landsframleiðslu. Það er sambærilegt hlutfall og önnur norræn lönd eru að leggja til heilbrigðismála á sama tíma og íslensk stjórnvöld skammta heilbrigðiskerfinu öllu rúmlega 8% af landsframleiðslu, lang- minnstu af Norðurlöndum og mun minna en þekkist í hinum vestrænu samanburðarríkjum. Fjármagn er ekki nægjanlegt. Heilbrigðis- stofnanir þurfa að draga saman þjónustu sína. Loka þarf deildum og segja upp starfsfólki. Fastlaunasamningum er sagt upp hjá öllu starfsfólki Landspítala og biðlistar lengjast. Öryggi sjúklinga minnkar og starfsfólk brennur upp í starfi. „Það er alltaf þannig að þegar það er verið að skera nið- ur þá er eitthvað sem lætur undan, sem bitnar á einhvern hátt á sjúklingunum“ sagði einn fjölmargra frábærra starfsmanna Landspítala á dögunum. Það bitnar á sjúk- lingum, aðstandendum og samfélaginu öllu. Það bitnar líka á okkar frábæra starfsfólki sem hleypur okkur til heilla. Þeim vil ég þakka störf þeirra fyrir landsmenn alla. Ykkar starf skiptir okkur miklu máli. Helga Vala Helgadóttir Pistill Takk fyrir að hlaupa Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Þegar Sanna Marin tók viðembætti forsætisráðherraí Finnlandi síðastliðinnþriðjudag varð hún um leið yngsti forsætisráðherra heims. Marin er einungis 34 ára gömul en hún hefur klifið pólitískan stiga Finnlands hratt síðan hún kom inn á þing árið 2015. Hún var valin af Jafn- aðarmannaflokki Finnlands til þess að taka við embættinu í kjölfar af- sagnar fyrrverandi forsætisráð- herra, Antti Rinne. Marin er þó ekki yngsti ráð- herra ríkisstjórnarinnar en fjár- málaráðherra Finnlands, Katri Kulmuni, er 32 ára gömul. Það kem- ur því varla á óvart að ríkisstjórn Marinar sé ein sú yngsta í heimi. Marin fæddist ekki með silfur- skeið í munninum en foreldrar hennar skildu þegar hún var ung að árum og var Marin alin upp af ein- stæðri móður sem átti í fjárhagserf- iðleikum. Marin útvegaði sér vinnu í bak- aríi þegar hún var fimmtán ára gömul og starfaði sem bréfberi sam- hliða menntaskólagöngu sinni. Marin var fyrsta manneskjan úr fjölskyldu sinni til að klára menntaskóla og fara í háskóla. Hún hóf stjórnmálaferil sinn þegar hún var tvítug og tveimur ár- um síðar bauð hún sig fram til borg- arráðs í finnsku borginni Tampere. Hún var ekki kosin inn en tæpum fimm árum síðar var hún orðin for- maður ráðsins. Marin er sögð vera ein þeirra vinstrisinnaðri í Jafnaðarmanna- flokknum og hún talar mikið fyrir umbótum í velferðarkerfi Finn- lands. Eftir að hún varð þingmaður árið 2015 greip hún fljótlega athygli formanns flokksins, fyrrnefnds Antti Rinne, og varð staðgengill hans þegar hann neyddist til að taka sér nokkurra mánaða veikindaleyfi síðasta vetur. Rinne sneri aftur eftir leyfið og leiddi Jafnaðarmannaflokkinn til sigurs í kosningum. Marin varð þá samgöngu- og samskiptaráðherra landsins en ekki leið á löngu þar til forsætisráð- herrann, þá Rinne, þurfti að hörfa frá störfum. Þá hafði mikillar óánægju gætt á meðal Finna vegna þess hvernig Rinne brást við verkföllum póst- starfsmanna í landinu. Síðastliðinn laugardag vann Marin kosningar innan Jafn- aðarmannaflokksins sem gerði henni kleift að taka við embætti for- sætisráðherra. Mjótt var á munum í kosningunni. Tekur við erfiðu búi Marin er móðir 22 mánaða gamallar dóttur en Marin hefur vís- að spurningum um hæfi sitt á bug. „Ég hef aldrei velt fyrir mér aldri mínu eða kyni. Ég hugsa ein- ungis um ástæðurnar fyrir því að ég fór út í stjórnmál og trausti kjós- enda í minn garð,“ sagði Marin við fréttafólk eftir að hún hlaut kjör. Marin tekur við Finnlandi í við- kvæmu ástandi. Fleiri verkföllum er hótað og búist er við því að fram- leiðsla í landinu dragist saman í sumum stærstu fyrirtækjum Finnlands. Á sama tíma hefur flokkur popúlista í Finnlandi, flokkurinn Sannir Finnar, aukið mikið við fylgi sitt og hlýtur hann nú 25% at- kvæða samkvæmt skoð- anakönnunum. Fylgi jafnaðarmanna og samstarfsflokka þeirra hefur dalað. 34 ára og leiðir eina yngstu stjórn heims Eftir að Marin tók við eru fjórir af fimm forsætisráðherrum Norðurlandanna kvenkyns. „Það er auðvitað ekkert nýtt að það séu konur í forystu á Norðurlöndunum. Það hefur að vísu ekki gerst að kona sé for- sætisráðherra í Svíþjóð en þar hafa konur verið í forystu fyrir flokka og annað svo það er bara tímaspursmál hvenær það verð- ur,“ segir Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur. Hann bendir á að þótt ungt fólk sé í auknum mæli að ryðja sér til rúms í norrænum stjórn- málum þá sé hið andstæða upp á teningnum í Banda- ríkjunum. „Forsetinn er yfir sjötugt og hans helstu keppinautar í Demókrata- flokknum eru allir á svip- uðum aldri.“ Fjórir af fimm konur NORRÆNIR RÁÐHERRAR Birgir Hermannsson AFP Ungstirni Val jafnaðarmanna á Sönnu Marin er sagt vera til þess gert að hleypa nýjum straumum inn í flokkinn sem stendur nú höllum fæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.