Morgunblaðið - 12.12.2019, Page 45

Morgunblaðið - 12.12.2019, Page 45
UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 VATN, HÚSASKJÓL OG BETRI HEILSA MEÐ ÞINNI HJÁLP! •Valgreiðsla í heimabanka: 2.500 krónur •Söfnunarsími 907 2003: 2.500 krónur •Framlag að eigin vali á framlag.is • Söfnunarreikningur 0334-26-50886 kennitala 450670-0499 HJÁLP TIL SJÁLFSHJÁLPAR Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna – Action by Churches Together Væntanlega eru flestir landsmenn sam- mála því að nauðsyn- legt sé að vera með öfl- uga og starfsreynda lögreglu í landinu til að gæta öryggis og til að sporna við afbrotum, slysum o.fl. Til að hafa stöðu- leika þar á er nauðsyn- legt að bæta launakjör lögreglumanna. Annað kallar á brotthvarf starfs- reyndra lögreglu- manna úr starfi sem er dýrt fyrir stjórnvöld og slæmt fyrir fólkið í landinu og þá sem sækja okkur heim. Álag á lög- reglumenn er yfirleitt mikið og fer vaxandi. Grunnlaun lögreglu- manna á sólahring- svöktum eftir há- skólanám í lögreglufræðum eru 359 þúsund. Það segir sína sögu um launa- umhverfið, því launin þokast lítið upp með starfsárunum. Lögreglumenn í B-sjóði LSR sem sinna útkallsvöktum nætur sem daga, alla daga ársins, fá ekki eft- irlaun af yfirvinnu né álagsgreiðslum samanber lögreglumenn sem eru í A- sjóði LSR. Þarna virðast mistök hafa verið gerð varðandi framlag í LSR við upp- stokkun á sjóðnum á sínum tíma. Yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjón- ar í B-sjóði LSR sem starfa hjá RLS og víðar hafa gert samkomulag um að föst yfirvinna þeirra verði færð inn í grunnlaun samanber fyrra sam- komulag um álagsgreiðslur (ekki er um launahækkun að ræða við þessa breytingu) til að færa eftirlaunarétt- indin nær þeim sem eru í A-sjóði LSR. Aðrir lögreglumenn í B-sjóði LSR vænta þess að samskonar sam- komulag verði gert við þá, annað væri hrópandi mismunun á jafnræði til eftirlauna. Ekki er um stóran hóp að ræða, þ.e. lögreglumenn sem lagt hafa á sig vinnu nætur sem helgar til fjölda ára. Ljóst er að ungir lög- reglumenn sem aðrir munu ekki sætta sig við þá láglaunastefnu sem ríkt hefur til grunnlauna hjá stéttinni og eru jafn- vel tilbúnari en áður var að breyta um starf. Þeir sem þekkja til uppsagna í stéttinni vilja starfsfélögum sín- um ekki það aukaálag sem slíku fylgir í krefj- andi starfi. Það er dýrt fyrir ríkið að mennta og þjálfa upp lögreglumenn og kallar á slakari þjónustu við borgarana ef reyndir lögreglumenn eru að hverfa úr starfi vegna lélegra launa og álags. Almennt voru lög- reglumenn ósáttir með síðasta kjarasamning, t.d. vaktavinnumenn. Lögreglunámið er komið á háskólastig sem samninganefnd ríkisins benti gjarn- an á að þyrfti að koma til svo hægt væri að bæta grunnlaun lögreglu- manna. Vegna þess að minna er um starfs- þjálfun í núverandi námi, þá lendir sú þjálfun í meira mæli en áður var á þeim lögreglumönnum sem fyrir eru og hafa stundað fjölbreytt nám í LSR, auk þess sótt fjölda námskeiða varðandi starfið. Kjarasamningur lögreglumanna var laus 31. mars sl., en lítið hefur gengið í samningaviðræðum til þessa. Vonandi gengur samninganefnd ríkisins sem og stjórnvöld í frekari framgang á samningagerðinni sem fyrst, þ.e. komi til móts við kröfur LL til bættra grunnlauna lögreglumanna og fleiri þátta sem nauðsynlegt er að bæta úr í launa- og starfsumhverfi þeirra. Treysti ríkisstjórn og viðkomandi ráðherrum til að taka undir rétt- mætar og þarfar kröfur LL og leiða heildarmálið til lykta sem fyrst. Það er full þörf á því. Þjóðin þarf á starfs- reyndum lögreglu- mönnum að halda Eftir Ómar G. Jónsson Ómar G. Jónsson » Lögreglu- menn í B- sjóði LSR vænta þess að samskonar sam- komulag verði gert við þá, ann- að væri hróp- andi mismunun á réttindum til eftirlauna. Höfundur er fulltrúi. Það bar til í muggunni að jólaball var haldið í safnaðarheimilinu. Jólasveinninn renndi í hlað, vatt sér út um dyrnar og … brak! … buxurnar höfðu rifnað. Siggi kom þar að og benti með þum- alputta á rifnu buxurnar og sagði: „Mamma á saumavél og býr í númer 37.“ Það var hræddur lítill jólasveinn sem gekk niður götuna og bankaði upp á. Þar sat hann í miðjum sauma- skapnum og reyndi að róa sig – en það er oft erfitt að róa sig á sterku kaffi. Samt fór það svo, eftir ástarþakkir, faðmlag og knús, að jólasveinninn gekk til baka glaður í bragði. En þegar pabbi Sigga kom sá hann að safnaðarheimilið ljómaði því að börnin voru glöð. Gísli Magnússon. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Jólasaga Jól Jólasveinninn er glaður í bragði. Morgunblaðið/Frikki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.