Morgunblaðið - 12.12.2019, Page 46

Morgunblaðið - 12.12.2019, Page 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Góðan daginn. Ég er alveg gáttaður á hvað íslenska þjóðin þykist vera illa upp- lýst í sýndar- mennskuhávaðanum og látunum varðandi fiskveiðar Samherja við strendur Afríku, á hafsvæði sem tilheyrir Namibíu. Þjóðin veit heil- mikið um íslenska spillingu og afr- ísku þjóðarleiðtogarnir eru þar eng- in undantekning sama hvað landið heitir í þeirri stóru heimsálfu. Menn þurfa ekkert að arga af sér eyrun þess vegna. Ekki aðeins valdamestu menn afrísku þjóðanna eru umvafðir fjár- málaspillingu heldur niður allan þjóðfélagsstigann. Ferjumaðurinn sem ferjar bílinn þinn yfir ána lætur sér ekki nægja hið opinbera al- menna ferjugjald heldur þarf að láta í lófa hans nokkra dollara í viðbót sem renna ljúft í vasann. Svona er Afríka og ekki bara hún heldur heimurinn næst- um allur. Mútur og/eða undir- borðsgreiðslur eru ekki það sama. Til að falast eftir viðskiptum við ein- hverja aðila og tryggja að þau gangi eftir er boðin aukagreiðsla og ef hún er samþykkt kallast það mútur. Það þarf tvo til. Hin hliðin er að ef sami aðili falast eftir viðskiptum við hina sömu aðila sem segja að til að viðskiptin geti átt sér stað þurfi fyrst að greiða aukagjald sem er oft látið heita ráðgjafar- eða upplýsingagjald og greiða þurfi sér- staklega, þurfi peningarnir að koma í slitnum leðurpokum eða lúnum skjalatöskum (black cash payment). Þá muni nást samningar í t.d. sex mánuði í einu og síðan þurfi að end- urgera samkomulagið upp á sömu býtti. Þetta eru ekki mútur heldur and- styggilegar undirborðsgreiðslur og fjárkúgun sem Samherji verður að beygja sig undir ef fyrirtækið ætlar sér að kaupa kvóta til að geta stund- að veiðar undan ströndum Vestur- Afríku. Þarna eru tugir annarra út- gerðarfyrirtækja að veiðum, með keyptan kvóta og upp á svipaða skil- mála og Samherji þarf að gangast undir. Auðvitað er alltaf gott að upplýsa um spillingu en ég get alveg lofað les- endum því að í staðinn fyrir þá sem voru látnir fjúka í Namibíu um dag- inn, í sýndarmennskuaðgerð, koma aðrir í staðinn sem verða ekki hótinu betri. Svona ganga viðskiptin fyrir sig í Afríku og það væri alveg frábært ef fleiri mál af þessum toga kæmu upp á yfirborðið þó að ekki séu miklar líkur á því enda hvílir leynihjúpur yfir afr- íska svínaríinu, tryggingarþögn, þó að maður viti aldrei hvað getur gerst þegar boltinn er farinn að rúlla. Samherjamenn eru bara að veiða fisk og kaupa sér kvóta í umhverfi þar sem þeir eru neyddir til að borga spilltum háttsettum stjórn- málamönnum aukagreiðslur, sem eru skírðar sætum nöfnum til að allt líti vel út á yfirborðinu þar í landi. Jó- hannes fráskírari hefði mátt stíga fyrr fram um hin spilltu stjórnvöld í Namibíu. Af hverju gerði hann það ekki fyrr? Af hverju nú? Kveðja. Namibía Eftir Jóhann L. Helgason Jóhann L Helgason » Samherjamenn eru bara að veiða fisk og kaupa sér kvóta í um- hverfi þar sem þeir eru neyddir til að borga spilltum háttsettum stjórnmálamönnum aukagreiðslur. Höfundur er húsasmíðameistari. Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is Útsölustaðir: Flest apótek, heilsuhillur stórmarkaða. Enzymedica býður uppá öflugustu meltingar- ensímin á markaðnum en einungis eitt hylki með máltíð getur öllu breytt.Meltingarónot, uppþemba, vanlíðan, röskun á svefni og húðvandamál eru algengir fylgifiskar þegar gert er vel við sig í mat og drykk. n Ensím eru nauðsynleg fyrir meltingu og öll efnaskipti líkamans. n Betri melting, meiri orka, betri líðan! n 100% vegan hylki. n Digest Basic hentar fyrir börn Gleðilega meltingu Með jöfnu millibili má lesa um fólk sem ætlar að fara að byggja, ekki fyrir sig sjálft heldur fyrir ein- hverja aðra. Stétt- arfélaög, aldraðir, námsmenn, ýmis sam- tök, sveitarfélög o.fl. ákveða að byggja fyr- ir einhverja og lýsa því í fréttatilkynn- ingum að þeir hafi lausnina á vanda þeirra sem þeir ætli að byggja fyrir og þeir muni byggja ódýrara og hagkvæmara en öðrum hafi tekist áður. Aldrei heyrist síðan hvað þessar ódýru íbúðir urðu ódýrar þegar upp var staðið. Oftast heyrist aldr- ei meira í þessum aðilum en fyrir hefur komið að fréttist af svona að- ilum vera að heimta aukagreiðslur af kaupendum sínum vegna þess að íbúðirnar reyndust miklu dýrari en um var samið. Ábyrgð þeirra sjálfra reyndist þá engin á því að standa við sína samninga, þeir færu annars á hausinn eða þyrftu að hætta starfsemi og tjónið myndi lenda á kaupendum og yrði meira en aukagreiðslurnar. Þetta eru fjársvik, annaðhvort af ásetningi eða af kunnáttuleysi. Markmið þessara aðila er vænt- anlega annaðhvort að græða á því peninga eða að þeir trúa því að þeir geti gert betur en aðrir. Hvor- ugt eru góðar forsendur fyrir væntanlega kaupendur. Við skulum muna að alla tíð hafa verið til einstaklingar sem hafa reynt að telja öðrum trú um að þeir geti byggt ódýrara en aðrir. Enginn af þeim hefur getað gert það og enginn er því starfandi á markaðnum nú. Slíkir aðilar eiga ekki að fá tæki- færi til að gera tilraunir til að byggja íbúðir okkar. Réttir aðilar til að byggja eru fjárhagslega traustir verktakar sem hafa þekkingu og burði til að gera samninga og standa við þá og hafa sýnt að þeir skili af sér góðu verki. Þessir aðilar verða að geta unnið í góðu og einföldu skipulagi frá hendi hins opinbera þannig að þeir hafi eðlilegan rekstrargrundvöll. Það þýðir m.a. að byggingarlög verða að vera einföld og afgreiðsla erinda fljótvirk og þess gætt á landsvísu að lóðir séu ætíð til ráð- stöfunar í hæfilegu magni miðað við þörf á hverjum stað og tíma. Þannig byggjum við hæfilegt magn af íbúðum af réttum stærðum til að mæta þörfum og eftirspurn á hverjum tíma og á hagkvæmasta verðinu. Fyrir hverja á að byggja? Félagasamtök svo sem stétt- arfélaög, samtök aldraða, náms- menn, sveitarfélög og samtök af ýmsum öðrum toga eiga ekki að stunda félagslega aðstoð gegnum húsbyggingar, það er ekki þeirra starfssvið og þau kunna það ekki. Að stunda félagslega aðstoð á þann hátt leiðir til þess að þeir sem þurfa minnst á henni að halda í hópnum fá hjálpina á meðan hin- ir eru jafnilla settir eða verr en áður. Öll- um peningunum hefur þegar verið eytt í hina betur settari. Ef einhver heldur annað þá má vísa í dæmi um nýlega uppákomu meðal aldr- aðra þar sem Reykja- víkurborg lagði sam- tökunum til framlag með lægri lóðagjöldum en til almennings, sem endaði samt með því að sam- tökin innheimtu milljóna viðbót- argreiðslur frá kaupendum þar sem þau urðu uppvís að því að kunna ekki að reikna, kunnu ekki að semja um framkvæmdina eða kunnu ekki að stjórna fram- kvæmdunum. Það er nokkuð víst að þeir fátækari í hópi samstak- anna hafa varla getað lagt til þess- ar auka milljónir og reyndar hafa þeir varla verið í hópi þeirra sem skrifuðu undir kaupsamninginn í byrjun. Þarna var sem sé verið að nota fjármuni okkar Reykvíkinga til að hjálpa hinum betur stæðu í sam- tökunum að eignast nýja íbúð. Hinir fengu ekkert. Athygli vekur að hvergi er fjallað um innflytjendur þegar íbúðabyggingar eru á dagskrá. Frá árinu 2012 hefur innflytj- endum fjölgað um nærri helming á landinu eða um rúmlega 25 þús- und. Nokkuð víst er að skýring á hlutfallslega mikilli fjölgun íbúa miðað við fjölgun íbúða, sem áður var nefnd, er þar að finna m.a., þetta fólk er ekki í hópi efnaðra Íslendinga og heldur ekki í þeim hópum sem flokkaðir hafa verið í áður nefnda hópa sem staðið hafa í byggingarframkvæmdum fyrir fé- laga sína, alla vega ekki í ríkari hluta þeirra. Þetta fólk þarf líka íbúðir og þegar sú bylgja hefst þá er betra að vera við því búin/n. Hættum að flokka fólk í hús- næði eftir aldri, stétt, heilsu o.þ.h. Þannig höfum við ekki búið fram að þessu í landinu og það leiðir til ójafnaðar. Hættum að nota ný- byggingar sem stuðning við hópa, það er stuðningur við þá sem eru best settir í hópnum. Hinir verða áfram útundan og án stuðnings og heildarbyggingarkostnaðurinn verður meiri. Látum þá byggja sem það kunna og byggja fyrir alla. Félagsleg aðstoð er nauðsyn, en hana á að vinna af öðrum en byggingaraðilum, þeir kunna ekki á slíkt. Hver á að byggja? Eftir Sigurð Ingólfsson »Hættum að flokka fólk í húsnæði eftir aldri, stétt, heilsu o.þ.h. Þannig höfum við ekki búið fram að þessu í landinu og það leiðir til ójafnaðar. Sigurður Ingólfsson Höfundur er framkvæmdastjóri. Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.