Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 51
mæðra okkar og er hún nú síð- ust þeirra sem fer í hina hinstu ferð. Það er því komið að kveðjustund og viljum við frændur þakka fyrir allan þann hlýhug sem hún bar til okkar. Blessuð sé minning Unnar Láru frá Elliðaey. Sigurður Jónsson, Brynjólfur Grétarsson, H. Ágúst Jóhannesson, Ágúst Magni Þórólfsson. Unnur Lára Jónasdóttir, kær frænka mín, kvaddi okkur 30. nóvember sl. Hún er ein úr þessum hópi af mjög skyldu frændfólki, sem fjögur systkini úr Sellátri, sem giftust fjórum systkinum úr Höskuldsey, létu eftir sig í ver- öldinni. Unnur var dóttir Jón- asar Pálssonar, föðurbróður míns, og Dagbjartar Níelsdóttir, móðursystur minnar. Þessar tvær fjölskyldur voru mjög nán- ar, systurnar miklar vinkonur og bræðurnir alltaf eitthvað að brasa saman, á sjó og landi. Um tíma bjuggu foreldrar mínir í Elliðaey hjá þeim Jónasi og Dagbjörtu og þar fæddist bróðir minn Jón. Öll mín bernskujól var fastur liður sameiginlegt jólaboð. Jólagjafirnar frá þeim systrum á Staðarfelli voru alltaf tilhlökkunarefni. Unnur varð svo líka mikil vinkona mömmu og í nokkur ár bjuggu þær mjög nálægt hvor annarri. Þær voru báðar skáldmæltar og höfðu gaman af skáldskap. Þær lásu mikið og lánuðu hvor annarri bækur. Unnur var mjög greind kona og hefði átt að fara í meira nám en hún gerði. Hún varð líka virkur þátttakandi í ýmsum félagsmálastörfum í bænum. En hún fór á húsmæðraskóla og var mikil snillingur í allri matseld. Ég minnist þess vel að þegar ég fermdist, kom hún mömmu til aðstoðar og bakaði og sá um mikið af fermingarundirbún- ingnum með henni. Minnisverðast er þó frá ferm- ingardeginum að Unnur var að þeyta rjóma frammi í búri á Austurgötu 9, og hún kom krít- hvít inn í eldhús og sagði við mömmu – það er mús í búrinu. Upphófst þó mikill hama- gangur, pabbi settur í stígvél og hann ætlaði að veiða músina, en hann var ekki minna hræddur við hana en hún við hann. En Höskuldur bróðir náði greyinu fyrir rest en Unnur þeytti rjómann inni í eldhúsi. Unnur eignaðist fjögur börn sem hún var mjög stolt af og þeirra afkomendum sem hún minntist oft á. Ég var svo hepp- in að fá að passa stundum elsta snáðann, Ásgeir Árnason. Það er autt svæði milli Tangagötu og Skúlagötu þar sem gaman var að leika sér. Þar var lengi gamalt stýrishús. Ásgeir var ekki gamall þegar hann sótti í að skoða stýrishúsið. Svo heillaði Maðkavíkin fyrir neðan með sínum svarta leir og skólpbryggjunni litlu þar sem var hægt var að veiða síli. Merkilegt að við öll börnin við víkina vorum almennt stál- hraust. Eitt sinn kom ég heim með Ásgeir eftir sérlega skemmtilegan dag í Maðkavík- inni, frekar svartan og skítugan. Unnur horfði á drenginn sinn og mig til skiptis og sagði svo – þið þurfið bæði að fara í bað – Dadda mín, þú verður víst að fá mömmu þína til að baða þig (ég var 12 ára ) en þessi fer í þvott sagði hún um leið og hún tók í axlir Ásgeirs og bar hann fyrir framan sig inn á bað. Ekkert styggðaryrði sagði hún við mig. Ég veit að Unnur fær góða heimkomu, það verður bökuð terta og mikið talað. Ég sendi fjölskyldunni kærleikskveðjur og ég geymi góðar minningar um góða frænku. Dagbjört S. Höskuldsdóttir. Móðursystir mín, Unnur Lára Jónasdóttir, andaðist á St. Fransiskusspítalanum í Stykk- ishólmi 30. nóvember, 84 ára að aldri. Unnur Lára var náttúrubarn, ættuð úr Breiðafjarðareyjum langt aftur í ættir, bæði í móð- urætt og föðurætt. Mínar sterk- ustu minningar um Unni móð- ursystur eru einmitt frá sumrunum úti í Elliðaey á Breiðafirði og í Hólminum. Sem barn var ég hugfangin af Elliða- ey og öllu stússinu og tíma- leysinu sem fylgdi því að vera þar. Fyrir mér var þetta besti staðurinn á jörðinni. Aðeins töluvert seinna áttaði ég mig á því að afi og amma og dæturnar þeirra fjórar höfðu í raun búið þarna í áraraðir – átt heima þarna – ekki bara á sumrin, heldur líka langa og kalda vet- ur. Sumrin í Elliðaey voru bara sæla. Unnur móðursystir var þarna á heimavelli. Þarna í eyj- unni hafði hún sem lítil stelpa skottast um hóla og hæðir og lært að forðast hættur í fjöru og við kletta. Í umhverfi þar sem sólargangur og veðurfar, frekar en klukkan, réð ríkjum hafði hún sinnt hænum og öðrum húsdýrum af alúð. Gamlar myndir frá afa og ömmu geyma mynd af hrokkinhærðri stelpu í köflóttum kjól og misháum sokkum. Eyjastelpa í sínu um- hverfi. Margar minningar koma upp í hugann. Gleðin og tilhlökkunin þegar fara átti út í eyjar, hvort sem það var til að smala og rýja kindurnar, eða taka dún, eða heyja. Unnur móðursystir var alltaf svo afslöppuð í þessu stússi öllu. Hún gat verið að sjóða salt- kjöt í risapotti í eldhúsinu í El- liðaey, en samtímis verið að huga að einhverjum útiverkum. Síðan var bara gert að gamni sínu og hlegið að öllu saman! Eftir eitt sumarið, þegar við vorum búnar að kveðjast, kall- aði hún glaðlega á eftir mér: „Takk fyrir sumarið 7́7!“ Eitt augnablik, sem ég hef aldrei gleymt. Þegar ég sem fullorðin flutt- ist til útlanda í mörg ár, þá kom Unnur nokkrum sinnum í heim- sókn. Það var svo gaman, því hún var svo áhugasöm og hafði gaman af því að ferðast. Þessi tenging hélt áfram þeg- ar við mæðgur fluttumst til Ís- lands. Við Birta Marlen fórum nokkrum sinnum í tjaldferðalag í Hólminn og hittum frændfólk- ið í leiðinni. Unnur bauð okkur í hvert sinn að gista hjá sér, en við sögðumst bara vera að upp- lifa smá tjaldútilegu. En eina nóttina kom svo mik- ið rok að tjaldið okkar féll sam- an og þá var gott að geta þegið gistingu hjá Unni móðursystur næstu nótt. Oftar en ekki kom Unnur að vitja um okkur í tjaldinu á morgnana og bjóða okkur í súpu, fara með okkur í sund og kíkja í kaffi hjá frændfólkinu – allt eins og í gamla daga. Góðar minningar ylja. Unnur móðursystir var mikl- um hæfileikum búin. Hún var listræn og hafði góða frásagn- argáfu í máli og riti. Nú þegar jólin nálgast, er mér minnis- stætt að á aðfangadegi 2011 var viðtal við hana á Rás 1 í þætt- inum Við sjávarsíðuna. Þar sagði hún frá lífinu í El- liðaey. Þessi frásögn Unnar er menningarverðmæti. Blessuð sé minningin um elskulega móðursystur mína, Unni Láru. Innilegar samúðar- kveðjur til frændsystkina minna, Ásgeirs, Guðrúnar Birnu, Jóhanns Garðars og Unnsteins Loga og fjölskyldna þeirra. Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir. Núna fljúga þær á engla- vængjum Unnur og mamma, um allan heim. Og það frítt. Þær elskuðu að ferðast og sjá nýja staði, hitta nýtt fólk. Ég man þegar þær fimmtugar ákváðu að fljúga til Lúxemborg- ar, leigja bíl og keyra um Evr- ópu. Þá svitnaði ég lítillega því mamma hafði aðeins tveimur ár- um áður eignast bíl og byrjað að keyra. En mamma treysti sér alveg í þetta því Unnur sparaði ekki hrósyrðin; hvað mamma væri góður bílstjóri, og allt gekk þetta náttúrlega eins í sögu. Þær ferðuðust oft saman innan lands sem utan, og ferðirnar hefðu orðið fleiri ef mamma hefði ekki dáið aðeins 61 árs. Unnur sagði oft að hún hefði misst mikið þegar mamma dó. Hún var besta vinkona mömmu og þær voru frænkur; mömmur þeirra systur, pabbar þeirra bræður, aðeins mánuður á milli þeirra og mikill samgangur milli heimilanna alla tíð. Móðuramma þeirra bjó á heimili Unnar á Staðarfelli og föðurafi á heimili mömmu í Vík, og gestkvæmt á báðum heimilunum, því allir vildu heimsækja ömmu og afa. Margar eyjaferðir og allar skemmtilegar voru farnar með Unni og Eggerti, Jonna afa- bróður og Dagbjörtu ömmusyst- ur, út í Höskuldsey, Sellátur, Elliðaey og fleiri eyjar á Breiða- firði, ferðir sem voru skemmti- legri en nokkur utanlandsferð. Þar vorum við systkinin með foreldrum, frændum og frænk- um, sólin skein skært, alltaf gott veður, fuglagargið yndis- legt, og að upplifa mig sem hluta af sterkri heild gerði mig sterkari. Farið var stundum í berjamó í eyjunum og þar gat maður setið á sömu þúfunni og fyllt föturnar af ilmandi heitum krækiberjum í sólskini og hita, og svo nesti sem bragðaðist svo vel í eyjunum. Ég og krakkarnir mínir Ebba þá átta ára og Jó- hannes fjögurra ára, mamma og pabbi fórum í dúntekjuferð með Unni, Dagbjörtu og Jonna sum- arið 1983, í vestangúlpi, og það var ógleymanlegt. Þetta var síð- asta dúntekjan þetta sumarið og ungarnir hlupu út og suður og við á eftir þeim að koma þeim aftur í hreiðrin sín. Lyktin úr hreiðrunum sterk, en sólin skein og þetta var dásamleg upplifun fyrir mig og krakkana mína, nokkuð sem ég hefði ekki viljað missa af fyrir nokkurn pening. Ég er svo þakklát elsku Unni, Eggerti, Jonna og Dagbjörtu fyrir að hafa fengið að fara með þeim í þessar ferðir. Takk elsk- urnar, Guð blessi ykkur. Hrafnhildur og fjölskylda bað fyrir innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar, með þakklæti fyrir allt gott gegnum árin. Ég og systkini mín Guðrún og Gústi og fjölskyldur okkar sendum Ásgeiri, Biddu, Jóa, Unnsteini, Jóhönnu, Dísu og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur, með þakklæti fyrir yndislega frænku og dýrmætan vinskap hennar við mömmu. Eingöngu góðar minningar. Hvað getur það ver- ið betra? Sigríður Hanna Jóhannesdóttir. MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Þegar skeyta skal saman nokkur minningabrot um aldavin minn og velgjörðarmann okkar Skjaldfannarfólks, Dóra Friðbjarnar, er vandi að velja og hafna. Hann var alinn upp við harðneskjulegar kringumstæður norður í Grunnavík, en flyst síð- an með móður sinni og bræðrum í Bæi á Snæfjallaströnd. Réðst síðan sem vinnupiltur til for- eldra minna, bráðger, stór, sterkur og að mér fannst kunn- andi til allra verka. Dóri var vík- Halldór Páls Friðbjarnarson ✝ Halldór, oftastkallaður Dóri Friðbjarnar, fædd- ist 22. júní 1933. Hann lést 26. nóv- ember 2019. Halldór var jarð- sunginn 30. nóv- ember 2019. ings-sláttumaður og flutti með sér þann sið að leggja á ljái sína, oftast tvo, að kveldinu þegar vinnudegi var lokið, svo slætti miðaði sem best að morgni. Ég man eftir Dóra haustið 1961, smalandi á fjallinu í sjóstakk og með sjóhatt og í ofanálímdum klof- stígvélum í ofsaveðrinu þegar rækjubáturinn Karmoy fórst með tveimur mönnum í Djúpinu. Glögg er líka fræg smala- mennska okkar Dóra um Hraunin, víðáttumikið svæði við Drangajökul, án þess að finna þar ær sem þar voru vanar að vera. Áður en Hraunin hyrfu að baki, skyggndist ég af hárri hæð og sá þá týndu sauðina í gras- teigum með gili, langt fyrir ofan venjulegar kindaslóðir. Mjög var farið að halla degi og við þegar úr tengslum við aðra smala. „Andskotinn Dóri,“ sagði ég og rétti honum kíkinn. „Hvað ger- um við nú?“ „Sækjum þær,“ svaraði Dóri og við rukum af stað. Til að gera langa sögu stutta, náðum við fjallafálunum niður á dal, þar sem þær hurfu okkur út í haustmyrkrið og við komum heim rétt um það bil sem hefja átti leit að okkur. Halldór húsasmiður föður- bróðir minn og Dóri náðu afar vel saman og þegar farið var í byggingu á nýju 300 kinda húsa fól frændi minn nafna sínum að sjá um að steypa botnplötu og jötur og tókst það með sérstök- um ágætum, enda hagleikur og smiðsaugu ættareinkenni hans. Hann var næmur á kímilega at- burði og enn ómar mér í eyrum frásögn Dóra úr sjötugsafmæli Þorsteins prófasts í Vatnsfirði, þegar Krúsi vinnumaður, orðinn nokkuð góðglaður, kallaði hátt yfir skvaldrið: „Drekkið nú pilt- ar, húsbóndinn verður bara sjö- tugur einu sinni á ári.“ Líka er eftirminnilegt þegar við bræður og Dóri héldum heim úr stór- afmæli Sigurðar á Ármúla, ak- andi 6 km á gömlu húslausu Fergusongránu í logni, tungl- skini og stjörnubirtu og Dóri söng ættjarðarlög alla leiðina heim að bæ. Þegar við systkinin uxum úr grasi og verka dró úr þörfinni hér fyrir góð handtök Dóra, fór hann til Suðurnesja á vertíðir og vann í sláturhúsinu í Vatnsfirði á haustin. Svo náði Dóri í lífsblómið sitt og drottninguna hana Rúnu Sig og slógu þau sér niður á Skóla- veginum í Hnífsdal, eignuðust börn og buru og farnaðist vel. Dóri var lengi verkstjóri í efra íshúsinu og sat þar á sama bekk og Jonni Kristmanns og fleiri kappar á þeim vettvangi. En eitt sinn skal hver deyja og við leið- arlok sendum við Skjaldfannar- fólk Rúnu, börnum og öðrum að- standendum einlægar samúðarkveðjur. Fágætur heið- urs-, hagleiks- og mannkosta- maður hefur safnast til feðra sinna. Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVALA VETURLIÐADÓTTIR, lést á Vífilsstöðum mánudaginn 9. desember. Útför fer fram frá Vídalínskirkju þriðjudaginn 17. desember klukkan 13. Anna Brynja Richardsdóttir Guðrún Erla Richardsdóttir Bjarni Svanur Bjarnason Þ. Richard Richardsson Drífa Úlfarsdóttir Pétur Smári Richardsson Olga Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN KRISTBJÖRNSDÓTTIR frá Birnustöðum, lést á Sólvöllum, Eyrarbakka, 4. desember. Útför fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 14. desember klukkan 13. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, SVANBORG OKTAVÍA KARLSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 9. desember. Útför hennar fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 18. desember klukkan 15. Ásta Hjartardóttir Sigrún Lilja Hjartardóttir Hjörtur Hjartarson Jón Karlsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, PÁLL GEIR MÖLLER, Brekatúni 2, Akureyri, varð bráðkvaddur laugardaginn 7. desember. Útförin verður auglýst síðar. Friðný, Arna og Alfreð Möller Elskuleg kona mín, móðir okkar, dóttir, systir, amma, tengdamóðir og mágkona. ÞURÍÐUR PÉTURSDÓTTIR, Dalseli 17, Reykjavík, lést 4. desember. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju 16. desember klukkan 15. Skúli Oddsson Ólafur Pétur Georgsson Ýrr Baldursdóttir Magnús Unnar Sandra Dís Jónsdóttir Þórunn Skúladóttir Auður Björk Kvaran Sigurveig Pétursdóttir Roine Hultgren Pétur Eggerz Pétursson Alda Arnardóttir Bergljót Sigurðardóttir og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN BRAGI GUNNARSSON húsasmíðameistari frá Nesi, Hellu, lést á dvalarheimilinu Lundi á Hellu þriðjudaginn 26. nóvember. Útförin fer fram frá Oddakirkju laugardaginn 14. desember klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Ólafs Björnssonar. Unnur Þórðardóttir Kristín Bragadóttir Bjarni Jónsson Gunnar Bragason Helga Sigurðardóttir Þórir Bragason Sigríður Jónsdóttir Guðjón Bragason Guðný Ásta Ragnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.