Morgunblaðið - 12.12.2019, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 12.12.2019, Qupperneq 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Ég og Venni höf- um þekkst lengi sem matreiðslu- menn, vorið 1997 þegar mér var boðið matreiðslu- starf við heilbrigðisstofnun úti á landi taldi ég mig þurfa að fá ráð hjá einhverjum sem ynni á sambærilegri stofnun, og leitaði ég því til Sigurvins sem starfaði þá á Sólvangi í Hafnarfirði. Tók hann mér vel og þegar ég nefndi erindið sagði hann: Biggi minn, ef þú getur fengið þetta starf þá taktu það, þú munt aldrei fá annað eins tæki- færi. Nú þegar hann er fallinn frá kemur þessi ráðlegging hans upp í huga mér, sem og hún hefur gert margoft, því svo sannarlega hefur þetta ræst eins og allt annað sem hann hafði til málanna að leggja. Það ráð sem hann gaf mér þarna í upphafi var bara það fyrsta af mörgum góðum ráðum og ábendingum sem hann kom með. Þegar ég byrjaði í þessari vinnu taldi ég mig vera nokkuð kláran matreiðslumann en komst ég að því að maður þarf alltaf að vera tilbúinn að til- einka sér nýjar og betri aðferðir og þar var Venni betri en eng- inn til aðstoðar. Út úr þessum hugleiðingum vorið 1998 fórum við Venni að kanna hvort áhugi væri fyrir því að bjóða yfirmönnum eld- húsa heilbrigðisstofnana á Ís- landi til funda, sem og af varð og í framhaldi var stofnað félag- ið YEHÍ sem er fyrst og fremst fagfélag með góðum félögum sem myndað hafa órjúfanleg vinabönd og ánægjuleg sam- skipti milli eldhúsa á heilbrigð- isstofnunum sem er gott og nauðsynlegt. Sigurvin sá um að móta þá umgjörð sem félagið myndi vinna eftir og fylgdi því vel eftir fyrstu árin. Þetta átak heppnaðist vel og Sigurvin Gestur Gunnarsson ✝ Sigurvin Gest-ur Gunnarsson fæddist 27. mars 1945. Hann lést 27. nóvember 2019. Útför Sigurvins fór fram 9. desem- ber 2019. kom í ljós að mikil þörf var fyrir að mynda slík tengsl og upplýsingaflæði milli forstöðu- manna, sérstaklega úti á landi. Síðan þá hafa verið haldnir árleg- ir fundir í þessu fagfélagi okkar, til skiptis í Reykjavík og úti á landi með námskeiðum og kynningum á hinum ýmsum málum sem höfða til okkar. Venni mætti á alla fundi og var fús til að miðla sinni þekkingu og reynslu til fé- lagsmanna, en það var ekki bara reynslan sem hann hafði fram að færa, hann var alltaf kátur og stutt í húmorinn og átti hann auðvelt með að koma öllum til brosa eða hlæja. Hann var sannur vinur sem gaman var að fara með, hvort sem það var á fundi, námskeið eða á kaffihús og tala um þá gömlu góðu daga þegar Gullfoss var og hét og sigldi undir merkjum Eimskipa sem far- þegaskip. Hann hafði gott minni og hafði gaman af að segja frá og rifja upp ýmislegt úr starfinu sem hann unni svo mikið og hafði mikið að gefa í þeim efn- um. Það var sár söknuður sem ég fann þegar frænka hans hringdi og tilkynnti mér að hann hefði látist kvöldið áður, þann 27. nóvember eftir langvinn veik- indi. Ég hafði talað við hann fyrir nokkru, og hann hafði sagt mér frá nýjum lyfjum sem hann hefði fengið og væri mun hress- ari en hann hafði verið skömmu áður og ætluðum við að hittast í kaffi þegar ég kæmi í bæinn, en sá kaffibolli verður drukkinn síðar á öðrum tíma og öðrum stað. Takk fyrir allt, kæri vinur. Birgir Jónsson. Er 17 ára unglingur steig sín fyrstu skref í eldhúsi Hótels Sögu í upphafi árs 1973 og kynnti sig fyrir yfirmatreislu- meistaranum, blautur á bak við bæði eyrun, óöruggur en ánægður yfir að vera kominn í nám á einum besta námstað á landinu, þá grunaði hann ekki að þetta væri upphaf hartnær 50 ára vinskapar og virðingar hvors fyrir öðrum og veitinga- skoðunum með rýnisaugum. Sigurvin var minn „mentor“ og seinna meir einn besti vinur minn, fróður um öll málefni og allt sem að mat snéri átti hug okkar allan. Við fórum um víðan völl mat- arins og var lengstum Sverrir Þór Halldórsson okkar meðreið- arsveinn, en hann lést um aldur fram í desember 2015. Þeir voru ófáir málsverðirnir sem við SSS-félagar rýndum í og skrifuðum um á veitingageir- inn.is, oftast með jákvæðum móttökum og sumum síðri eins og gengur (rýni er alltaf gang- nrýni). Minnisstæð er ferðin okkar Venna til Kaupmannahafnar í maí síðastliðnum en þá fórum við um slóðir hans á námsárum til matreiðslumanns og margar voru minningarnar og upplifð- um við þær bæði í söguformi og matarupplifun með heimsóknum á námstað hans á Allegade 10 og víðar. Hann gerði allt til að endurupplifa það þó kraftar væru ekki miklir. Mikið höfðum við gaman af þessari ferð. Við gerðum allt það besta úr hlutunum allt til enda og brand- ararnir gengu á víxl. Neminn og meistarinn urðu allra bestu vin- ir og nú hefur meistarinn yf- irgefið sviðið og er það mín ósk að ég fái að erfa sætið hans í Lávarðadeild Klúbbs matreislu- meistara. Far þú í friði, haf þú þökk fyrir allt og allt. Þinn vinur, Sigurður Einarsson. Leiðir okkar og Sigurvins lágu saman á Hótel Sögu árið 1975. Það tókst fljótlega með okkur vinátta sem stóð alla ævi. Okkur eru minnisstæðar veiði- ferðir með Sigurvini, Siggu, Halldóri og börnunum, t.d. í Héðinsfjörðinn, en þar var það Sigurvin sem hélt uppi fjörinu. Sigurvin var afbragðs kokkur og var hann boðinn og búinn að hjálpa til við veislur í fjölskyld- unni, m.a. giftingar og ferming- arveislur. Sigurvin var reglulega í mat hjá Rós og fjölskyldu hennar og stundum dvaldi hann með okkur í sumarbústað. Varðandi það síðarnefnda kemur upp í hug- ann Malarrif en þangað kom hann nokkrum sinnum í heim- sókn. Í öll þessi skipti nutum við öll einstaklega góðrar nær- veru Sigurvins, kímnigáfu hans og jákvæðni. Sigurvin var traustur vinur og verður hans sárt saknað og viljum við í lokin þakka honum fyrir samveruna. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Ólöf, Rós, Guðni og fjölskyldur. Í dag fylgdum við félagar úr YEHÍ vini okkar Sigurvini Gunnarssyni eða Venna eins og við kölluðum hann til hinstu hvílu. Sigurvin fæddist 27. mars 1945 og lést 27. nóvember sl. eftir langa baráttu við krabba- mein. Sigurvin fór ungur að hafa áhuga á matargerð og byrjaði ferill hans á gamla Gullfossi, fyrst sem aðstoðarmaður í eld- húsi og síðan við matargerð og var hann hvattur til að læra til matreiðslumanns sem hann og gerði í Danmörku. Leiðir Venna og okkar félagsmanna í YEHÍ lágu saman 1998, en Venni og Birgir Jónsson, sem báðir voru farnir að vinna í eldhúsum á heilbrigðisstofnunum, ræddu hvort ekki væri rétt að bjóða yf- irmönnum í eldhúsum heilbrigð- isstofnana á Íslandi til fundar. Upp úr þessum þreifingum var stofnað félagið YEHÍ, sem er fyrst og fremst fagfélag með frábærum mannskap sem vill láta gott af sér leiða til að hjálpa hver öðrum og bera sam- an bækurnar til að samræma störf okkar og sjá hvað aðrir eru að gera. Við höldum þing árlega og þar var Venni ávallt hrókur alls fagnaðar og í kaffi- pásum og þegar dauður tími var skaut hann fram bröndurum hægri vinstri. Einnig hafði Venni stálminni og hafði skemmtilega frásagn- argáfu, og voru menn hljóðir þegar hann lét gamminn geisa með gömlum sögum úr grein- inni og af Gullfossi. Nú höfum við fylgt þér síð- asta spölinn kæri vinur og verð- ur þín sárt saknað í starfi fé- lagsins. Hvíl í friði kæri vinur og takk fyrir ómetanlegt starf fyrir fé- lagið og yfirmenn í eldhúsum almennt. F.h. YEHÍ, Tómas Sveinsson ritari. Í vikunni sem leið herti frostið og skammdegið varð talsvert svartara, en þann 27. nóvember barst mér sú frétt að félagi minn og vinur, Höskuldur Kristján, hefði látist þá um morguninn. Við slíkar fréttir áttar maður sig á því að lífið er hverfult og stundum afar grimmt. Þegar horft er til baka er margs að minnast sem ber að þakka fyrir. Þar má nefna byggingu hænsnahúss, ferðir á Halló Akur- eyri, ferðir á Landsmót hesta- manna, sveitaböll um land allt, skoðunarferðir á Akranes. Svo tala ég ekki um kaffið hjá Fiskeld- Höskuldur Kristján Guðmundsson ✝ HöskuldurKristján Guð- mundsson fæddist 23. desember 1968. Hann lést 27. nóv- ember 2019. Útför hans fór fram 5. desember 2019. isfélaginu Strönd, kennslu í því hvernig þurrka skuli vélar- kerti úr Land-Ro- ver, hvernig losa skal bíl úr skafli, finna út hvað bremsur sem blotna þola mikið frost til að frjósa fastar. Svo er það allt hitt; brosið, tilsvörin, lúmska stríðnin, glettnin, glottið og gleðin. Takk fyrir sam- fylgdina. Þótt aldur færist yfir okkur öll er þetta alltof fljótt farið héðan. Ég votta fjölskyldu Hösk- uldar mína dýpstu samúð. Megi algóður guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur) Ekki munum við félagarnir fara aftur lengri leiðina í Hreðavatn saman. Einar Kristján Jónsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, RAGNAR H. HAFLIÐASON málarameistari, lést þriðjudaginn 3. desember á Landspítalanum í Fossvogi. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 17. desember klukkan 13. Líney G. Ragnarsdóttir Arnar Hilmarsson Ágústa Ragnarsdóttir Jónas Hilmarsson Óskar Hafliði Ragnarsson Margrét Rós Viðarsdóttir Kristín Ósk Kristinsdóttir Vigfús Jón Björgvinsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn og vinur, faðir, tengdafaðir og afi, ÞÓRIR LÚÐVÍKSSON, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 5. desember. Útför hans fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 17. desember klukkan 13. Anna S. Margeirsdóttir Lúðvík V. Þórisson Kamila Sandra Þórisson Jón Margeir Þórisson Bára Yngvadóttir Birna Ósk Þórisdóttir Halldór Gylfason og barnabörn Það er sunnu- dagskvöld í Hrauntungu og klukkan er að nálgast sex. Sjón- varpið er stillt á hæsta mögulega styrk en samt sýnir skjárinn bara Textavarpið, þar sem beðið er í ofvæni eftir að staðan í 0:0 leik Úlfanna og Nottingham For- est taki breytingum. Alltaf súkkulaðirúsínur í skálinni og kókópöffs í skápnum. Þá var afi ennþá með okkur og ég átti ennþá eftir að fullorðnast og verða mamma, og átta mig á því að heimili ömmu minnar í Hrauntungunni átti einnig eftir að verða sama ævintýraveröld fyrir börnin mín og hún var fyrir mig. Ég naut ekki þeirrar gæfu að fá að kynnast foreldrum móður minnar sem létust bæði með skömmu millibili nokkrum árum fyrir minn dag. Amma Silla var þó tveggja manna maki, og vel það. Hún bjó yfir þeim einstaka hæfileika að birtast alltaf þegar hennar var mest þörf, hvort sem það var á mismerkilegum ögur- stundum óhamingjusama ung- lingsins, kvíðna háskólanemans eða þjökuðu ungbarnamóðurinn- ar fimm mínútur eftir heimkomu af fæðingardeildinni. Í ófá skipti hringdi amma korter í kvöldmat og fékk mig til að hætta við að elda þennan fisk, því hana lang- aði á American Style og ætlaði bjóða fjölskyldunni upp á ham- borgara. Í Stangarholtið til okkar Gossa kom hún eins oft og hún gat þangað til hún varð að leggja bílnum. Þá var gott að bjóða upp á að minnsta kosti tvo rjúkandi kaffibolla. Svarta, að sjálfsögðu. Það mega allir vita að leiðin að hjarta ömmu Sillu lá í gegnum magann. Havarti-ostur, smjör, hafrakex. Bachelors-pakkapasta. Ömmugrautur (það var skylda að fá sér mikinn kanilsykur), steikt- ur fiskur og lúðusúpa. Ef ég á að taka með mér eitt gott heilræði frá ömmu er það að fara aldrei á fastandi maga í Søstrene Grene. Sem þrátt fyrir allt mun þurfa að gefa út afkomuviðvörun í ljósi þess að þeirra öflugasti við- skiptavinur er fallinn frá. Gleym- um ekki Rúmfatalagernum, IKEA, Hagkaup og skrýtnu búð- inni á Smáratorgi með sitt ofsa- fengna Axel F dót. Þessir ömmu- leiðangrar hættu aldrei að vera ævintýraferðir. Fólk segir núna að ódýrt drasl veiti ekki gleði. Við sem áttum ömmu Sillu vitum betur. Ég er lánsöm að geta sagt að við amma höfum skilið hvor aðra, og ég er þakklát fyrir að hún hafi komið því í orð til mín. Við þurft- um ekki að fjölyrða um það þeg- ar við vorum sammála (sem var oft) en náðum líka að vera sam- mála um að vera ósammála (sem var líka oft). Amma sagði að það þýddi ekki að kenna gömlum Sigurlaug Svanhildur Zophoníasdóttir ✝ SigurlaugSvanhildur Zophoníasdóttir fæddist 4. október 1929. Hún lést 19. nóvember 2019. Útför Sig- urlaugar Svanhild- ar Zophoníasdóttur fór fram 4. desem- ber 2019. hundi að sitja, en ég er ekki frá því að hann hafi þó gert tilraunir til að setj- ast niður fyrir rest. Hvort það hafi tek- ist er ekki mitt að segja til um, en ég ætla að leyfa mér að minnast ömmu sem bestu vinkonu minnar, þótt hún hafi átt þann titil af hálfu fleiri aðila úr okkar ríku- lega hópi frændsystkina. Henni deili ég glöð, og er stolt að til- heyra hópi hennar og afa. Elsku amma Silla. Aldrei mun ég aftur eignast tómat án þess að reyna að finna hvort hann sé góður. Takk fyrir að segja mér að syngja. Takk fyrir að koma strax um miðja nótt um árið. Ég hlakka til að hitta þig aftur í Sumarlandinu hjá öllum hinum. Takk fyrir allt. Dagbjört Hákonardóttir (Dagga). Nemendur í heimavistarskól- um ganga í gegnum ákveðið þroskatímabil og öðlast sérstaka lífsreynslu. Í almennum skólum er það tímabundin dagstund sem tillitssemi og hæfni til aðlögunar er nauðsynleg en á heimavistar- skólum verða nemendur að gæta aðlögunar og hafa næman skiln- ing á þessu allan daginn frá morgni til kvölds gagnvart skóla- systkinum sínum. Við skóla- systkinin á Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni 1948-1949 náðum að tileinka okkur að ein- hverju leyti þetta hliðarskref uppeldisins og þróa þá lífsham- ingju sem er í því er fólgin. Næstum árlega höfum við notið þess að hittast og njóta minninga frá skóladvölinni og fá fréttir af starfinu og fjölskyldum okkar. Síðasta samverustundin okkar var 4. október sl. er við mættum í yndislegan 90 ára afmælisfagnað Sillu skólasystur okkar. Það var glaður hópur sem mætti þarna í afmælishófið. Silla var eins og hennar var siður; glöð og kát og alúðin ljómaði í brosi hennar. Þannig er myndin af henni frá fyrstu stundu í skólanum. Þessa yndislega viðmóts fengu gestir hennar að njóta. Hún var ljúf og góð og hafði skemmtileg tilsvör á reiðum höndum. Silla kenndi í nokkur ár en annað mikilsverð- ara verkefni beið hennar. Hún fann Gunnar lífsförunaut sinn mjög fljótlega og þá opnaðist henni enn mikilsverðari vett- vangur, en það var húsfreyj- ustarfið og barnauppeldið. Þegar litið er til baka á lífsferil hennar Sillu þá er eftirfarandi lýsing í fáum orðum það sem segja þarf: Fjölskylduböndin blíð og sterk barnalánið verkin sanna. Húsfreyjunnar vandaverk hið verðmætasta kynslóðanna. Það var alltaf notalegt að koma á heimili hjónanna og njóta gestrisni þeirra og alúðar. Það fækkar smátt og smátt í Laug- arvatnshópnum en minningin lif- ir. Við skólasystkinin söknum hennar, en þökkum yndislegar samverustundir sl. 70 ár. Inni- legar samúðarkveðjur færum við fjölskyldu hennar og venslafólki. Hjörtur Þórarinsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.