Morgunblaðið - 12.12.2019, Síða 58

Morgunblaðið - 12.12.2019, Síða 58
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 VIGUR Ullarvettlingar Kr. 2.990 VIGUR Ullarhúfa með dúsk Kr. 3.990.- VOGAR Húfa Kr. 990.- GRÍMSEY E-Tip hanskar Kr. 2.99 VIÐEY E-Tip hanskar Kr. 3.300.- 0.- icewear.is .- Hlýjar jólagjafir laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Moccamaster kaffivélar – margir litir Verð 35.900 kr. Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is „Þetta er bókin sem ég vildi að ég hefði átt þegar ég var yngri og kunni lítið sem ekkert fyrir mér í eldhús- inu,“ segir Frikki um bókina en bók- inn er sneisafull af girnilegum upp- skriftum sem eiga það sammerkt að vera bæði bragðgóðar og einfaldar. Frikki segir að hugmyndin að bókin hafi kviknað yfir léttri máltíð með góðum vinum. „Okkur datt í hug að það væri gaman að gefa út einfalda og aðgengilega mat- reiðslubók sem innihéldi einfaldar en bragðgóðar uppskriftir. En það sem gerir bókina finnst mér samt vera allar viðbótarupplýsingarnar. Bæði þær sem fylgja uppskriftunum og líka þessar grunnupplýsingar sem við förum yfir á léttan og skemmtilegan máta í byrjun bók- arinnar.“ Engar afsakanir lengur „Bókin er ætluð öllum byrjendum í eldhúsinu og þeim sem hafa reynt að byrja en gefist upp. Ég segi alltaf að þetta sé bókin sem ég hefði viljað eiga þegar ég kom heim í hádeginu sem unglingur og líka þegar ég flutti að heiman. Svo er ég líka að vona að fólk sem er í sambandi með einhverjum sem er meistari í afsökunum í eldhúsinu, gefi maka sínum bókina. Þar með hverfa allar afsakanir á einu bretti og makinn breytist í hreinræktaðan meistara í eldhúsinu.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? „Mér finnst alveg rosalega gaman og mikil stemning í að leika mér í pítsugerð. Skemmtilegast er á sumr- in að bjóða fólki heim á pallinn og dæla út pítsu á eftir pítsu þar sem maður prófar hinar og þessar sam- setningar. Ég á líka svona lítinn eld- ofn, það gefur alltaf nokkur auka stemningsstig! Svo er uppáhalds- maturinn spaghetti carbonara - það klikkar aldrei.“ Hvað er nauðsynlegt að eiga alltaf í ísskápnum? „Ég myndi segja egg. Hvort sem maður vill sjóða, steikja, hræra eða gera ommelettu, nota þau í bakstur, carbonara eða hvað sem er. Egg koma sér ótrúlega oft vel.“ Bókin sem ég hefði viljað eiga Út er komin bókin Léttir réttir með Frikka Dór sem er, eins og nafnið gefur til kynna, matreiðslubók eftir einn ástsælasta tónlistarmann þjóðarinnar. Hann vendir hér kvæði sínu í kross og kennir byrjendum í eldhúsinu öll helstu handtökin eins og honum einum er lagið. Morgunblaðið/Eggert Einföld og æðisleg Bókin ætti að vera skyldueign allra þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref í eldhúsinu. Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Bókin ber titilinn Ég elska þig PIZZA og þykir mikill hvalreki fyr- ir gourmet-gæðinga enda er mikill áhugi hérlendis á pítsugerð og rjúka eldofnar og steypujárns- pönnur út sem aldrei fyrr. Það er því ljóst að bókin er skyldueign í hvert eldhús enda er það nánast Eldhús 101 að kunna að baka al- mennilega pítsu. Höfundar bókarinnar eru þeir Haukur Már Gestsson og Brynjar Guðjónsson sem eiga heiðurinn af pítsunum á Flatey. Ferðalag þeirra um lendur súrdeigsbaksturs og pítsugerðar reyndist mun meiri og ítarlegri skóli en þá hafði grunað og má segja að bókin sé glósubókin þeirra þar sem allar mikilvægustu upplýsingarnar er að finna. Þeir félagar segja að bókin sé í senn kennslubók, sjálfshjálparrit og uppskriftabók í einum pakka. Markmiðið sé að ná góðum tökum á þeirri ævafornu matargerðarlist að búa til gott deig og þar af leiðandi gott brauð og pítsur, úr engu nema hveiti, vatni og smá salti – ásamt smá þolinmæði. Bókin sé fyrir alla þá sem vilji gera ekta pítsu og súrdeigsbrauð frá grunni og til baksturs í ofninum heima. Hún ætti að nýtast bæði byrjendum sem og laghentum heimabökurum sem vilja þróa að- ferðir sínar enn betur. Súrdeig sé miklu meðfærilegra en margan gruni og um leið og þú ert kominn upp á lag með það mun lífið snögg- breytast til hins betra. Bókin skiptist í tvo hluta. Sá fyrri fjallar um súrdeigsbrauð og sá seinni er helgaður hinni háheilögu pítsugerð þar sem meðal annars er farið gaumgæfilega yfir það hvernig á að búa til ekta handverkspítsu eins og voru gerðar í Napólí á Ítalíu á 19. öld. Farið er yfir allt sem þú þarft að kunna og vita til að geta titlað þig heimaskólagenginn pítsu- gerðarmeistara og gott betur. Alvöru pítsur Bókin kennir lesandanum hvernig á að gera alvöru pítsur. Biblía pítsu- áhugamannsins Mörgum þykja Flateyjar-pítsur þær allra bestu hér á landi og nú ber svo við að mennirnir á bak við Flatey hafa ákveðið að ljóstra upp öllum leynd- armálum sínum og kenna fólki hvernig á að baka ekta handverkspítsu frá Napólí og ómótstæðileg súrdeigsbrauð í eldhúsinu heima. Jólagjöf matgæðingsins Ljóst er að bókin er mikill happafengur fyrir áhugafólk um pítsugerð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.