Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 60
60 BÆKUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Uppreisnartilraun Þennan dag gekk smalamennskan svo vel að þegar komið var fram í Fell með safnið fyrir miðjan dag var ákveðið að halda áfram, eftir hæfi- lega hvíld, og reyna að koma safninu út eftir sveitinni og í gerðið við Hlíð- arréttir um kvöldið. Þurfti þá ekki að seinka fjallréttinni um dag, eins og stefnt hafði í eftir hinn misheppn- aða smaladag á Framfjallinu. En venjan var að taka heilan dag til að reka safnið til rétta, frá Þór- ólfsfelli og út að Kvoslækjará, enda er það um 20 km leið. Oftast komu þá börn og unglingar ríðandi inn fyrir Hlíðarendakot, þar sem áð var með safnið og hjálpuðu til við rekst- urinn út eftir sveitinni. Að þessu sinni varð minna um slíkt hjálparlið en endranær og reyndi því mjög á okkur yngri fjallmennina við rekst- urinn. Kom þar tvennt til, annars vegar latrækt fé vegna hinnar löngu dagleiðar þar sem safnað var innan frá Gilsá og rekið til rétta sama dag- inn og hins vegar sá háttur eldri fjallmanna að láta unglingana baxa og snúast við reksturinn meðan þeir slökuðu á, slógu sér saman, drógust aftur úr og réttu á milli sín fjallpel- ana. Skruppu jafnvel heim á bæi í kaffi og góðgerðir. Þóttumst við nú jafnvel finna skýringu á því hvers vegna okkur hafði verið hlíft um morguninn. En ósanngjörn fannst okkur eigi að síð- ur þessi mismunun. Kom þar að við fórum að tala okkur saman um að haga okkur að fordæmi hinna full- orðnu. Þegar við sáum að fjallkóngurinn og nokkrir með honum höfðu stigið af baki og dregist talsvert aftur úr tókum við til okkar ráða. Félagi minn og nábúi, Eiður Magnússon í Árnagerði, var jafnan ódeigur til stórræða og átti frumkvæðið að þessu sinni sem oftar. Við höfðum tínt nokkuð af berjum í tvær flöskur inn á Hellisvöllum. Tók Eiður nú upp aðra flöskuna og við hópuðum okkur saman, stigum af baki, stút- uðum okkur á berjaflöskunni og lét- um reksturinn lönd og leið, sem varð til þess að safnið tók fljótlega að hægja á sér og dreifast nokkuð til ýmissa átta. Ekki leið samt á löngu þar til við sáum að fjallkóngurinn snaraðist á bak og hleypti nú sem ákafast, bað- andi út öllum öngum, í áttina til okk- ar. Var gustur á karli þegar hann bar að og spurði heldur óblíðum orðum hvað svona slugs ætti að þýða? Varð Eiður fyrir svörum og hafði sannarlega munninn fyrir neð- an nefið, svaraði fullum hálsi og sagðist hafa haldið að okkur bæri að taka kónginn og kumpána hans til fyrirmyndar. Varð þetta hin hressi- legasta orðarimma áður en bæði ungir og gamlir tóku að þeysast í kringum safnið, ná því saman og nudda því í rétta átt.[…] Erfið rekstrarleið Eitt haustið, sem hér um ræðir, hafði Markarfljót lagst svo vestur með Hlíðinni að ófært var talið að reka fjallsafnið hina venjulegu leið um aura og brekkurætur Innhlíð- arinnar. Var þá gripið til þess ráðs að fara með safnið upp hjá Fljóts- dalsbænum, brattar leiðir upp á heiði og þar vestur um ofan byggð- ar. Var þetta löng og seinfarin rekstrarleið þar sem krækja þurfti upp fyrir gil og skorninga allt út fyrir Litlu-Þverá, en komið var aft- ur niður í byggð hjá Deild og síðan rekið eftir þjóðveginum út í Hlíð- arréttir. Áliðið var dags þegar við komum niður að Deild og hafði ég ekki bragðað vott né þurrt frá því eldsnemma um morguninn. Það var því vel þegið að Hallgrímur í Deild bauð mér inn með sér og eru mér minnisstæðar móttökur Guðrúnar gömlu Aradóttur og hvað góðgerðir hennar voru velþegnar og ljúffeng- ar. Vekur þetta upp aðra minningu enn eldri, en mjög svipaða. Og enn kemur Hallgrímur Pálsson við sögu. Hann var þá vinnumaður á Breiða- bólstað og vorum við einn dag snemmsumars sendir með stórt og mikið þarfanaut, svartkrossótt, í nautagirðingu inn á Hallshólma norðan við Dímon. Þetta er alllöng leið og fórum við ríðandi, Hall- grímur teymdi tudda en ég rak á eftir. Ferðin sóttist heldur seint, því nautið var þungt í taumi þó ég reyndi að vera iðinn við eftirrekst- urinn. Er skemmst frá að segja að við vorum lengi dags að puða með naut- ið fram yfir Þverá og inn alla Aura uns við að lokum náðum með það í nautagirðinguna. Var það mikill léttir að losna loks við tudda og rið- um við léttan áleiðis heim. Ekki höfðum við haft með okkur nesti fremur en venja var á þeim árum í svona ferðasnatti og var því svengd- in farin að segja til sín, enda komið undir kvöld. Setti Hallgrímur nú stefnuna allmiklu innar til Hlíðar- innar en ég átti von á. Móðir hans, Ingibjörg Þórðardóttir frá Lamba- læk, ekkja eftir Pál Jónsson á Kirkjulæk, sem drukknaði við Landeyjasand 1919, var þá ráðs- kona á Heylæk hjá Bjarna Sigurðs- syni. Riðum við ána nær beint af augum og linntum ekki spretti fyrr en á hlaðinu á Heylæk. Tók Ingi- björg hið besta á móti okkur sem vænta mátti og leið ekki á löngu áð- ur en hún bar fyrir okkur hnaus- þykkan, rjúkandi hrísgrjónagraut með rúsínum, kanelsykri og rjóma. Finnst mér enn að sú máltíð hafi borið af öllum þeim veislukosti sem ég hefi síðan fengið að njóta um æv- ina. [...] Fjallferðir unglingsáranna Bókarkafli | Í endurminningabókinni Undir suðurhlíðum segir Sváfnir Sveinbjarnarson, fyrr- verandi prófastur á Breiðabólstað í Fljótshlíð, frá prestsstörfum, félagsmálastarfi og ferðum. Minningabók Presturinn og bóndinn Sváfnir Sveinbjarnarson brýnir ljá. N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Sófasett Borðstofuborð Stólar Skenkar/skápar Hvíldarstólar Kommóður/hillur o.m.fl. Komið og skoðið úrvalið GLOBL VIKTOR Hvíldarstóll CHICAGO hornsófi KRAGELUND OTTO KRAGELUND K371 Kragelund stólar K 406 Ami Grace Manning Highrock Kelsey
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.