Morgunblaðið - 12.12.2019, Page 67

Morgunblaðið - 12.12.2019, Page 67
ÍÞRÓTTIR 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Þegar öflugustu skytturnar í handboltanum á Austurlandi á áttunda áratug síðustu aldar, eins og Unnar Vilhjálmsson frá Egilsstöðum og Eyjólfur Skúla- son frá Borgarfirði eystra, skutu boltanum í áttina að mér á 100 kílómetra hraða datt mér ekki í hug að það gæti verið varasamt að standa í marki í handbolta- leikjum. Vissulega gat verið vont að fá boltann í sig frá þessum köpp- um, sem sem betur fer voru ann- ars yfirleitt með mér í liði. Ekki hafði ég heldur neinar áhyggjur af verðandi eiginkonu þegar ég fylgdist með henni í leikjum með félagsliðum og landsliði Íslands nokkrum árum síðar. Þegar dóttir okkar, sem auð- vitað fór líka í markið, fékk þrumuskot í höfuðið frá helstu stórskyttu landsins í 1992- árganginum í leik í 4. flokki var það aðallega „úff-augnablik“ frekar en að ótti við eitthvað al- varlegt léti á sér kræla. En eftir alla umræðuna um höfuðhöggin í íþróttunum und- anfarin misseri er ljóst að maður hefði horft á atvik á borð við það öðrum augum í dag. Viðtal Kristjáns Jónssonar við Lárus Helga Ólafsson mark- vörð Fram sem birtist í blaðinu í gær var sláandi á margan hátt. Að Lárus skuli velta fyrir sér mögulegum afleiðingum þess að fá boltann 15 sinnum í höfuðið á þremur mánuðum er afar skiljan- legt. En kannski var mest sláandi það sem Lárus sagði um sam- vinnu sína við sjúkraþjálfara liðs- ins. „Hann hefur oft spurt mig hvort ég vilji fara út af og hvort ég vilji hvíla mig.“ Í svona stöðu á leikmaðurinn ekki að hafa at- kvæðisrétt. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is HM KVENNA Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þórir Hergeirsson er kominn með norska kvennalandsliðið í hand- knattleik í undanúrslit á stórmóti í ellefta skipti í þrettán tilraunum eft- ir sigur á Þýskalandi, 32:29, í loka- umferð milliriðlakeppni heimsmeist- aramótsins í Japan í gær. Þórir er á sínu ellefta ári sem aðalþjálfari norska liðsins og hefur þegar unnið með því sex gull- verðlaun á heimsmeistaramótum, Evrópumótum og Ólympíuleikum. Reynslan hjá Þóri og mörgum leikmönnum norska liðsins skilaði sér vel í leiknum gegn Þjóðverjum í Kumamoto í gær. Það hafði yf- irhöndina nær allan tímann en þýska liðið var aldrei langt undan og minnkaði muninn jafnóðum eftir að Noregur hafði nokkrum sinnum náð vænlegu forskoti, þannig að úr- slitin voru ekki ráðin fyrr en á loka- mínútunni. Kari Skaar Brattset lék afar vel á línunni hjá norska liðinu og skoraði sex mörk úr jafnmörgum til- raunum. Emilie Hegh Arntzen, Stine Bredal Oftedal og Marit Ja- cobsen gerðu sín fimm mörkin hver og Silje Solberg varði 14 skot í markinu. Emily Bolk var at- kvæðamest hjá Þjóðverjum með sex mörk. Metnaður og vinnusemi „Ég er gríðarlega stoltur af frammistöðu liðsins í keppninni. Sumir hafa kallað okkur B-liðið á þessu móti, okkur vantar vissulega nokkra góða leikmenn en höfum sýnt okkar styrkleika í öllum leikj- um. Það er hefð í þessu liði og gríð- arlegur metnaður og vinnusemi í hópnum,“ sagði Þórir í viðtali við TV3 í Noregi eftir leikinn. Afrekaskrá Þóris með norska landsliðinu frá 2009 lítur þannig út:  2009: Bronsverðlaun á heims- meistaramótinu í Kína.  2010: Gullverðlaun á Evrópu- mótinu í Danmörku og Noregi.  2011: Gullverðlaun á heims- meistaramótinu í Brasilíu.  2012: Gullverðlaun á Ólymíu- leikunum í London.  2012: Silfurverðlaun á Evrópu- mótinu í Serbíu.  2013: 5. sæti á heimsmeistara- mótinu í Serbíu.  2014: Gullverðlaun á Evrópu- mótinu í Ungverjalandi og Króatíu.  2015: Gullverðlaun á heims- meistaramótinu í Danmörku.  2016: Bronsverðlaun á Ólymp- íuleikunum í Ríó.  2016: Gullverðlaun á Evrópu- mótinu í Svíþjóð.  2017: Silfurverðlaun á heims- meistaramótinu í Þýskalandi.  2018: 5. sæti á Evrópumótinu í Frakklandi.  2019: Verða í einum af fjórum efstu sætunum á heimsmeistara- mótinu í Japan. Sigurstranglegar gegn Spáni Noregur mætir Spáni í undan- úrslitunum á morgun og ljóst er að Þórir og hans konur eru sigur- stranglegri í þeirri viðureign. Sæti Spánverja í undanúrslitum hékk á bláþræði eftir að þeir steinlágu í gær fyrir hinu firnasterka liði Rússa, 36:26, en sluppu fyrir horn inn í undanúrslitin nokkrum klukku- tímum síðar þegar Svíum mistókst að leggja Svartfellinga að velli. Þórir sagði við TV3 að Noregur ætti fyrir höndum afar erfiðan leik gegn Spánverjum en sá leikur hefst kl. 8.30 að íslenskum tíma í fyrra- málið. „Þær byrjuðu mótið mjög vel en hafa gefið aðeins eftir í síðustu leikj- um. Þær eru afar erfiðir andstæð- ingar sem hafa spilað lengi saman og eru með í sigtinu að gera sér- staklega vel á heimavelli á HM 2021. Þetta eru mótherjar sem þarf að gæta sín á,“ sagði Þórir. Rússar mæta Hollendingum í hin- um undanúrslitaleiknum klukkan 11.30 á morgun og það eru því þó nokkrar líkur á því að úrslitaleik- urinn um heimsmeistaratitilinn árið 2019 á sunnudaginn verði á milli Noregs og Rússlands. Komnar í undanúrslit í ellefta skipti frá 2009 AFP Þjálfarinn Þórir Hergeirsson hefur náð mögnuðum árangri með norska landsliðið og getur nú bætt verðlaunum í safnið í Japan.  Þórir Hergeirsson enn og aftur með norska liðið í verðlaunabaráttu á stórmóti Tryggvi Snær Hlinason lék með Zaragoza í spennandi leik í Meist- aradeild Evrópu í körfuknattleik í gær á Spáni. Zaragoza mátti sætta sig við tap gegn þýska liðinu Bonn, 72:77, í D-riðlinum. Bonn skaust þar með á toppinn og er með 13 stig eins og Dijon frá Frakklandi. Zaragoza er í 4. sæti með 12 stig en þrjú önnur lið eru með 12 stig og tvö til viðbótar með 11 stig. Riðillinn er því óútreikn- anlegur. Tryggvi skoraði 5 stig í gær, tók 8 fráköst, varði 3 skot og gaf eina stoðsendingu. Mikil spenna í riðli Zaragoza Morgunblaðið/Kristinn Magnússon0 Spánn Tryggvi Snær Hlinason varði þrjú skot frá Þjóðverjunum. U-20 ára landsliðsmaðurinn, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, er far- inn að láta meira að sér kveða í bandaríska háskólakörfuboltanum, NCAA. Þórir er á sínum þriðja vetri hjá Nebraska sem er með sterkt lið. Skoraði hann 12 stig í síðasta leik gegn Creighton en Nebraska tapaði 95:76 á útivelli. Í leiknum þar á undan mætti Nebraska hinu kunna liði Georgia Tech á útivelli og tap- aði 73:56. Þá skoraði Þórir 11 stig, tók 7 fráköst og varði skot. Hefur hann skorað 6 stig að meðaltali í vetur og er því að bæta í. Þórir lætur meira til sín taka Morgunblaðið/Árni Sæberg Bandaríkin Þórir Guðmundur Þorbjarnarson lætur að sér kveða. Gennaro Gattuso, fyrrverandi landsliðsmaður Ítala, hefur verið ráðinn knatt- spyrnustjóri ítalska A- deildarfélagsins Napoli. Tekur hann við af Carlo Ancelotti sem var rekinn á þriðju- dagskvöld eftir 19 mánuði í starfi. Napoli rak Ancelotti örfáum klukkutímum eftir 4:0-sigur liðsins á Genk í Meistaradeildinni, en liðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar með sigrinum. Samningur Gattuso gildir til loka leiktíðarinnar með möguleika á framlengingu, gangi samstarfið vel. Gattuso, sem er 41 árs gamall, lék undir stjórn Ancelotti hjá AC Milan á sínum tíma og stýrði liðinu sjálfur frá nóvember 2017 til vorsins 2019. Hann hefur jafnframt stýrt liðum Pisa, OFI Krít og Palermo síðan hann lagði skóna á hilluna sjálfur ár- ið 2013 en hann lauk löngum ferli sem spilandi þjálfari Sion í Sviss. Ancelotti hefur verið orðaður við Everton, lið Gylfa Þórs Sigurðs- sonar, í ítölskum og enskum fjöl- miðlum. johanningi@mbl.is Snöggir að afgreiða stjóraskipti Gennaro Gattuso

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.