Morgunblaðið - 12.12.2019, Síða 68

Morgunblaðið - 12.12.2019, Síða 68
VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Franska leikkonan Juliette Binoche hlaut á dögunum heiðursverðlaun Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna (EFA), fyrir framlag sitt til kvik- myndalistarinnar, líkt og leikstjórinn Werner Herzog. „Outstanding Euro- pean Achievement in World Cinema“ sem þýða mætti sem framúrskarandi árangur Evrópubúa í kvikmyndalist á heimsvísu. Binoche fæddist í París 1964 og hóf að leika á sviði á barnsaldri. Rúmlega tvítug vakti hún mikla athygli fyrir leik sinn í kvikmynd Andrés Téch- inés, Rendez-vous, þar sem hún fór með eitt af aðalhlutverkunum og hef- ur hún starfað með mörgum heims- kunnum leikstjórum upp frá því, m.a. Jean-Luc Godard, Philip Kaufman og Krzystof Kieslowski. Binoche hefur hlotið mikinn fjölda verðlauna fyrir leik sinn á ferlinum og má af þeim nefna frönsku Cesar- verðlaunin, Óskarsverðlaunin, BAFTA og verðlaun kvikmyndahá- tíðarinnar í Cannes, að ógleymdum EFA-verðlaunum í þrígang. Hún hef- ur leikið í yfir 60 kvikmyndum, bæði á ensku og frönsku, þótt móðurmálið sé öllu meira áberandi þegar litið er yfir ferilinn. Veit ekki hvort verðlaunin eru mikilvæg Blaðamaður var viðstaddur verð- launahátíðina í Berlín um síðastliðna helgi og var meðal þeirra sem fengu að ræða við Binoche fyrir afhendingu heiðursverðlaunanna. Í seinna holli af tveimur, reyndar, þar sem Binoche var þegar búin að svara spurningum annars hóps í um 30 mínútur. Blaða- menn kepptust við að koma spurn- ingum sínum að. Rúmensk blaðakona tók af skarið og nefndi við Binoche að hún væri sannarlega verðugur heiðurs- verðlaunahafi og bar lof á glæsilegan feril leikkonunnar. Í kjölfarið fylgdi hin algenga spurning hvort leikkonan teldi verðlaunin mikilvæg, eða öllu heldur verðlaun af þessu tagi. „Ég veit ekki hvort þau eru mikilvæg!“ svaraði Binoche að bragði og ekki ljóst hvort henni þætti athyglin góð eða ekki. Hver er árangurinn? „Heiður er skrítið orð, að ákveðnu leyti, en það er ákveðinn sannleikur fólginn í því. Ég spyr mig að því hver sé árangurinn því við erum alltaf að vaxa og núið skiptir mig meira máli en annar tími. Í núinu nær maður tengingu við hvers vegna maður er hérna og það er skynsamlegt að dvelja í því. Þessi hugmynd um að hafa náð einhverjum árangri tengist fortíðinni og er skrítin en um leið er gott fyrir mig að klappa mér á bakið og segja við sjálfa mig að ég hafi stað- ið mig sæmilega. Mér finnst þetta heiður og hef notið blessunar þegar litið er til þeirra sem ég hef unnið með,“ segir Binoche. Leikkonan segir engla innra með sér hafa leiðbeint sér við verkefnaval í gegnum tíðina og bætir við að djöfl- arnir hafi líka haft sitt að segja. „Þeg- ar valið stendur milli margra ólíkra verkefna er þessi innri leiðsögn mik- ilvæg því hún sýnir þér kannski ekki stóru dyrnar heldur frekar þær litlu sem hægt er að ganga inn um,“ segir Binoche og þakkar aftur sínum innri leiðsögumönnum. „Þeir hafa veitt mér aðhald, þroskað mig og haldið fyrir mér vöku,“ segir leikkonan og hlær að þessari lýsingu sinni. „Þegar maður er fyrir framan töku- vélina og veit ekki hver stefnan er finnur maður fyrir ákveðnu tómarúmi og þarf því að vera í góðum tengslum við hin ýmsu lög innra með sér. Í mínu tilfelli hafa englarnir skipt miklu máli og ég hef líka verið með raunverulega engla í kringum mig og þá er ég til dæmis að tala um aðstoðarmann minn til 26 ára og barnfóstrur sem hafa gætt barnanna minna. Ég gæti nefnt þær allar. Börnin mín hafa líka sýnt mikla þolinmæði og unnustar mínir,“ segir Binoche og nefnir einnig fram- leiðendur og leikstjóra. Orkunni beint í rétta átt Binoche segir orkuna á tökustað mikilvæga og mikilvægt að hún sé já- kvæð. Grundvöllur hennar sé sam- heldið tökulið og ríkjandi tilfinning fyrir því að allir séu jafnmikilvægir í hinu listræna ferli. Leikkonan segir stundum taka tíma að ná þessu stigi, þessari jákvæðu orku, og ef einhver í tökuliðinu sé niðursokkinn í símann sinn, líkt og hún hefur upplifað, og því ekki með hugann við verkefnið, þurfi hún einfaldlega að leika enn betur og af meiri krafti. Við það missi hinn andlega fjarverandi starfsmaður áhugann á símanum sínum. „Þú getur beint orkunni að ákveðnum stað innra með fólki,“ segir Binoche og að hún telji mikilvægt að umgangast líka þá sem sjá um tækni- legu hliðarnar á tökustað, ljósamenn, sviðsmenn og aðra. Þannig verði til hin fyrrnefnda samheldni og jákvæða orka. Leitið, verið, njótið og fljúgið! Binoche er spurð hvort henni þyki mikilvægt að leiðbeina ungum leik- urum með masterklössum svoköll- uðum og segist hún vissulega njóta þess og þá bæði að leiðbeina ungum leikurum og leikstjórum. „Þá kafar maður djúpt í fagið,“ bendir hún á. En á hún þá mikilvægt heilræði handa ungum leikurum? ,,Leitið, leit- ið, leitið … verið, verið, verið … og takið áhættu! Njótið, njótið, njótið … fljúgið, fljúgið, fljúgið og látið vaða! svarar Binoche með tilþrifum og hlær þegar sænskur blaðamaður segir hana minna á fótboltaþjálfara. Traust er grundvöllurinn Leikurum verður tíðrætt um það traust sem verður að ríkja milli leik- ara og leikstjóra. Ef slíkt traust er ekki fyrir hendi er betra að sleppa því að gera kvikmyndina, segir Binoche. Það sé ekki aðeins nauðsynlegt í við- kvæmum atriðum á borð við kynlífs- senur heldur í tökum almennt. „Mað- ur þarf að búa yfir nægu hugrekki sem leikari til að tala við leikstjórann ef hann er feiminn,“ segir Binoche og að hún hafi oft þurft að glíma við slíka feimni leikstjóra, til dæmis þegar hún lék í Óbærilegum léttleika tilver- unnar undir stjórn Philips Kaufmans. Íslenski blaðamaðurinn spyr þá hvort Binoche hafi upplifað á ferli sín- um að geta ekki treyst leikstjóra. Hún segir að jú, það hafi komið fyrir, og nefnir að í seinni kvikmyndinni sem hún hafi leikið í fyrir leikstjórann André Téchine, Alice et Martin, hafi verið atriði sem hún hafi verið ósátt við. Hún hafi ekki verið sátt við sjónarhorn leikstjórans. „Ég sagði honum að mér líkaði ekki nálgun hans og hann svaraði því til að ég mætti skoða atriðið eftir tökur og ef mér lík- aði það ekki myndi hann sleppa því. Eftir að hafa séð atriðið eins og hann ætlaði að hafa það sagði ég honum að mér líkaði það ekki, mér þætti það óþægilegt, en honum var alveg sama. Hann ætlaði að hafa þetta svona í myndinni og þarna rofnaði traustið á milli okkar. Ég var miður mín og hringdi í framleiðandann, Alain Sarde, og hann sagði mér að hafa engar áhyggjur, atriðið yrði ekki í myndinni,“ segir Binoche. Hún er að endingu spurð um bar- áttuna fyrir jöfnum launum leikara og leikkvenna í kvikmyndum og seg- ist hún auðvitað styðja slíkt jafnrétti. „En hvernig á að mæla það? Þar er vandinn,“ segir Binoche og að líklega verði alltaf fundin leið til að borga körlum meira en konum fyrir sam- bærileg störf, þótt þau eigi á papp- írunum að heita þau sömu. Óskarsmynd Binoche og Ralph Fiennes í The English Patient frá árinu 1996. Kvikmyndin hlaut níu Óskarsverðlaun og Binoche ein þeirra. Blár Binoche í kvikmynd Krzysztofs Kieslowskis, Þrír litir: Blár, frá 1993. Hún hlaut frönsku Cesar-verðlaunin fyrir leik sinn í henni. Englar og djöflar vísa veginn  Juliette Binoche, heiðursverðlaunahafi EFA, kýs að lifa í núinu  „Mér finnst þetta heiður og ég hef notið blessunar þegar litið er til þeirra sem ég hef unnið með,“ segir hin dáða leikkona AFP Glæsileg Binoche fyrir afhendingu EFA-verðlaunanna í Berlín á dögunum. 68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 kassagerd.is kassagerd@kassagerd.is Klettháls 1, 110 Reykjavík +354 545 2800 Vandaðar vörur þurfa hágæða umbúðir til að komast ferskar í hendur kröfuharðra kaupenda. Hver sem varan þín er þá höfum við umbúðirnar sem henta henni. Áralöng reynsla og sérþekking okkar tryggir að við finnum bestu lausnina sem hentar fyrir þinn rekstur, hratt og örugglega. Við bjóðum breitt úrval umbúða frá traustum og öflugum samstarfsaðilum. Þannig getum við tryggt þér lausnir sem auka árangur þinn í rekstri, í sátt við umhverfi og náttúru. Ef þú hefur spurningar varðandi umbúðir þá höfum við svörin. Hafðu samband eða kíktu í kaffi og leyfðu okkur að hjálpa þér að finna lausnirnar sem henta þínum þörfum. Spjöllum um umbúðir. UmBúÐiR eRu oKkAr fAg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.