Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 7
LÆKNAblaðið 2020/106 59
R I T S T J Ó R N A R G R E I N
Climate change and
respiratory diseases
Dóra Lúðvíksdóttir MD, PhD
Specialist in Pulmonary
Medicine and Allergology
Dept. of Allergy, Respiratory
Medicine and Sleep
Landspitali University
Hospital Reykjavik Iceland
Dóra
Lúðvíksdóttir
lungna- og ofnæmislæknir
Landspítala Fossvogi,
formaður Félags íslenskra
lungnalækna
doralud@landspitali.is
Fulltrúi Íslands í Nordic Severe
Asthma Network (NSAN)
Þátttakandi í ERS og á sæti í
SHARP: - Severe Heterogenous
Asthma Research collaboration,
Patient-centered.
Lungun og loftgæðin
Mikil umræða hefur verið um heilbrigðismál að
undanförnu enda verkefnin ærin og mörg hver
býsna flókin. Langvarandi fjárskortur hefur einnig
hindrað eðlilega framþróun.
Um þessar mundir eru 30 ár frá stofnun Félags
íslenskra lungnalækna. Við þessi tímamót er gott
að staldra við og líta um öxl en einnig að horfa til
framtíðar. Fyrsti formaður félagsins var Þorsteinn
Blöndal og var hann einnig forseti fyrsta norræna
lungnalæknaþingsins sem haldið var hér á landi í
júní 1990. Þingið var vel sótt og margir ungir læknar
kynntu þarna sínar fyrstu vísindarannsóknir sem
unnar voru undir handleiðslu þeirra sem eldri voru
og reyndari. Jákvætt og hvetjandi andrúmsloft varð
til þess að vekja áhuga á greininni og jók nýliðun og
áhuga á rannsóknum. Sama ár var Félag evrópskra
lungnalækna (European Respiratory Society, ERS)
stofnað. Þing ERS eru haldin árlega og sækja þau að
jafnaði 15.-20.000 manns.
Miklar framfarir hafa orðið í greiningu og
meðferð lungnasjúkdóma á undanförnum árum.
Einstaklingar með alvarlega lungnasjúkdóma eiga
nú í meira mæli möguleika á að njóta sérhæfðrar
þjónustu lungnahjúkrunarfræðinga og lækna heima
í stað þess að koma á bráðamóttöku eða leggjast inn
á Landspítala.
Að sama skapi hafa framfarir orðið í súrefnismeð-
ferð með tilkomu ferðasúrefnisbúnaðar sem auð-
veldar súrefnisnotendum að dvelja utan heimilis og
sinna áhugamálum sínum og ferðast jafnvel erlend-
is. Nýlega kynnti heilbrigðisráðherra að auknu fjár-
magni verði varið til þessa verkefnis og allt að 250
ferðasúrefnissíur verði nú aðgengilegar þeim sem
þess þurfa. Samtök lungnasjúklinga eiga hrós skilið
fyrir baráttu sína og þrautseigju í þessu máli.
Mikil bylting hefur átt sér stað í meðferð alvar-
legs astma með tilkomu líftæknilyfja. Tæplega 200
manns eru nú á líftæknilyfjameðferð vegna alvarlegs
astma á Íslandi. Meðferð með anti-interleukin (IL)-
5 lyfjum, svo sem mepolizumab og reslizumab, og
anti-IL-5 viðtaka α, benralizumab auk anti-IgE lyfja
eins og omalizumab hafa gjörbreytt lífi einstaklinga
með alvarlegan astma. Mest munar um þátt lyfjanna
í því fækka astma versnunum um meira en helming.
Með þessari meðferð má draga úr eða jafnvel hætta
meðferð með sykursterum í töfluformi. Gera má ráð
fyrir að fleiri lyf bætist í þennan hóp á næstu árum.
Nýir meðferðarmöguleikar hafa komið fram í
meðferð lungnaháþrýstings sem bætt hafa horfur og
líðan. Bæði er hægt að víkka út æðar með þræðingu
og einnig hafa fjöldamörg lyf komið til sögunnar.
Jáeindaskanni hefur bætt greiningu lungna-
krabbameina á frumstigi og þannig bætt horfur til
lengri tíma. Nýjungar í skurðtækni hafa bætt lífs-
gæði þeirra sem þurfa á skurðaðgerð að halda. Ný
lyf sem hafa áhrif á ónæmiskerfið hafa bætt horfur
þeirra sem hafa útbreiddan sjúkdóm.
Einstaklingar sem greinast með lungnatrefjun
eiga einnig möguleika á sérhæfðari meðferð en áður
sem bætir lífslíkur og dregur úr steragjöf.
Ýmsar ógnanir í loftslagsmálum munu skapa
áskoranir fyrir lungnalækna á næstu árum eins og
fram kom á málþingi Félags íslenskra lungnalækna
á Læknadögum nýlega. Líklegt er að loftmengun af
mannavöldum eða vegna náttúruhamfara, eldgosa
og gróðurelda, auki tíðni öndunarfæraeinkenna og
lungnasjúkdóma. Hér á landi er loftmengun vegna
landrofs og gróðureyðingar ásamt útblæstri frá jarð-
hitaorkuverum sérstakt áhyggjuefni.
Fjöldi nýlegra rannsókna benda einnig til þess
að rafrettur valdi alvarlegum lungnasjúkdómum
sem jafnvel geti verið lífshættulegir. Mikilvægt er að
börn og unglingar verði ekki markhópar í markaðs-
setningu á rafrettum og heilbrigðisyfirvöld þurfa að
taka af markaði bragðefni í rafrettuvökva en þeim er
einkum ætlað að höfða til barna.
Nýir smitsjúkdómar eins og kóróna-veirur í Kína
sem valda lungnabólgu eins og nýlega hefur verið í
fréttum munu auka enn frekar á áskoranir í lungna-
lækningum.
Samtök evrópska lungnalækna hafa nýlega hafið
gerð fjölþjóða gæðagagnagrunna (ERS clinical rese-
arch collaborations) með það markmiði að fyrirbyggja
og minnka þjáningar vegna öndunarfærasjúkdóma.
Þessi vinna er unnin í nánu
samstarfi við Evrópusam-
tök lungnasjúklinga ELF.
Samvinna heilbrigðisstétta
og samnýting upplýsinga
frá gagnagrunnum jafnvel
þjóða á milli og aukin áhrif sjúklinga mun ýta undir
framfarir og bæta meðferð.
Verkefni lungnalækninga eru fjölbreytt og spenn-
andi. Nýjungar í lyfjameðferð og ný nálgun við með-
ferð sjúkdóma með einstaklingsmiðaðri með ferð
hefur breytt lífi margra til betri vegar. Allir eiga
rétt á að lifa og starfa í heilsusamlegu umhverfi en
einnig að njóta bestu fáanlegrar heilbrigðisþjónustu.
Það verður því mikil þörf fyrir fleiri lungnalækna
til að takast á við spennandi verkefni á næstu árum.
Verum þakklát forverum okkar sem með ötulu
starfi sínu á undanförnum áratugum hafa lagt
traustan grunn að starfi komandi kynslóða.
Hér á landi er loftmengun vegna land-
rofs og gróðureyðingar ásamt
útblæstri frá jarðhitaorkuverum
sérstakt áhyggjuefni.
DOI: 10.17992/lbl.2020.02.370
N Ý T T
Samsett af ICS/LAMA/LABA (FF/UMEC/VI) með einni
innöndun einu sinni á dag, með Ellipta-innöndunartækinu,
sem er auðvelt í notkun.1,4-6
* Sambærileg öðrum þriggjalyfja meðferðum við LLT
Vörumerki er í eigu eða með sérleyfi til handa GSK fyrirtækjasamsteypunnar.
© 2017 GlaxoSmithKline fyrirtækjasamsteypan.
LLT: langvinn lungnateppa; FF: flútíkasónfúróat; ICS: innöndunarsteri; LABA: langverkandi ß2-örvi; LAMA: langverkandi múskarínblokki; UMEC: umeclidinium; VI: vílanteról.
Heimildir
1. Samantekt á eiginleikum lyfs – Trelegy Ellipta, www.serlyfjaskra.is. 2. Samantekt á eiginleikum lyfs – Incruse Ellipta, www.serlyfjaskra.is. 3. Samantekt á eiginleikum lyfs – Relvar Ellipta,
www.serlyfjaskra.is. 4. Lipson DA et al. Am J Respir Crit Care Med 2017; 196:438 -446. 5. Svedsater H et al. BMC Pulm Med 2013; 13:72 -86. 6. van der Palen J et al. NPJ Prim Care
Respir Med 2016; 26:16079.
Trelegy Ellipta 92 míkróg/55 míkróg/22 míkróg innöndunarduft, afmældir skammtar
Heiti virkra efna
Hver stök innöndun gefur skammt (skammt sem fer í gegnum munnstykkið) sem er 92 míkróg af flútíkasónfúróati, 65 míkróg af umeclidiniumbrómíði sem jafngildir 55 míkróg
af umeclidinium og 22 míkróg af vílanteróli (sem trífenatat). Þetta samsvarar afmældum skammti sem er 100 míkróg af flútíkasónfúróati,
74,2 míkróg af umeclidiniumbrómíði sem jafngildir 62,5 míkróg af umeclidinium og 25 míkróg af vílanteróli (sem trífenatat).
Ábendingar
Trelegy Ellipta er ætlað sem viðhaldsmeðferð hjá fullorðnum sjúklingum með miðlungsmikla til alvarlega langvinna lungnateppu (LLT) sem fá ekki nægilega meðferð með
samsetningu af innöndunarstera og langverkandi β2-örva eða með samsetningu af langverkandi β2-örva og langverkandi múskarínblokka (til að hafa áhrif á stjórn einkenna og
til að koma í veg fyrir versnanir).
Frábendingar
Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna.
Markaðsleyfishafi
GlaxoSmithKline Trading Services Limited
Nálgast má upplýsingar um lyfið, fylgiseðil þess og gildandi samantekt á eiginleikum lyfs á vef Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.is.
IS/TLY/0007/17_2. september 2019
TRELEGY Ellipta er ætlað sem viðhaldsmeðferð hjá fullorðnum sjúklingum með
miðlungsmikla til alvarlega langvinna lungnateppu (LLT), sem ekki fá nægilega
meðferð með samsetningu af innöndunarstera og langverkandi β2-örva.1
EINA* ÞRIGGJALYFJA MEÐFERÐIN VIÐ LLT
MEÐ SKÖMMTUN EINU SINNI Á DAG.1-3
— í einu innöndunartæki*
(flúticasónfúróat/umeclidinium/vílanteról)
TRELEGY Ellipta er þróað í samstarfi með