Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - feb. 2020, Side 19

Læknablaðið - feb. 2020, Side 19
LÆKNAblaðið 2020/106 71 R A N N S Ó K N Inngangur Á síðustu árum og áratugum hafa orðið miklar framfarir í fæðingar- og nýburalækningum sem leitt hafa til betri árangurs í meðhöndlun fyrirbura. Lífslíkur minnstu fyrirburanna (fæðingar- þyngd ≤1000 g) hafa aukist og flestir þeirra lifa nú af án alvarlegra fylgikvilla.1,2 Fimm ára lifun minnstu fyrirburanna í íslensku þýði fór úr 22% fyrir árabilið 1982-1990 upp í 63% á árabilinu 2001- 2005.3,4 Auk þess er nú hægt að bjarga óþroskaðri börnum en áður, allt niður í 22-23 vikna meðgöngulengd.5,6 Vanþroski barnanna við fæðingu og oft á tíðum mikil veikindi á fyrstu vikum lífs hafa í för með sér aukna hættu á röskun í þroska miðtaugakerfis7 sem einkum verður vegna skemmda í hvíta efni heilans (periventricular leukomalacia, PVL) eða heilablæðinga.8-11 Afleiðingarnar eru marg- víslegar. Helst ber að nefna heilalömun (cerebral palsy, CP) og önn- ur frávik í hreyfiþroska ásamt skertum vitsmunaþroska, aukna hættu á sjón- og heyrnarskerðingu, námserfiðleika, hegðunar- vanda og einhverfurófsröskun.1,12-17 Ef litið er á þroska minnstu fyrirburanna í heild sinni sýna niðurstöður rannsókna síðustu ára frá Íslandi, Svíþjóð og Bretlandi að um tveir þriðju barnanna hafa eðlilegan þroska eða væg þroskafrávik en allt að fimmtungur glímir við alvarlegri þroskafrávik.1-4,6,19 Oft á tíðum er erfitt að spá fyrir um þroska minnstu fyrirbur- anna og óljóst hvað skilur á milli þeirra sem þroskast eðlilega og þeirra sem gera það ekki. Markmið þessarar rannsóknar voru að kanna algengi þroskafrávika og hamlana meðal minnstu fyrir- buranna á Íslandi á 25 ára tímabili og meta hvaða þættir spá fyrir um hömlun hjá þessum börnum. Þroski minnstu fyrirburanna á Íslandi 1988-2012 Á G R I P INNGANGUR Vanþroski minnstu fyrirburanna (fæðingarþyngd ≤1000 g) veldur aukinni hættu á röskun í þroska miðtaugakerfis. Afleiðingarnar geta verið skertur hreyfi- og vitsmunaþroski, sjón- og heyrnarskerðing, námserfiðleikar, hegðunarvandi og einhverfurófsröskun. Markmið rannsóknarinnar voru að kanna algengi þroskafrávika og hömlunar hjá minnstu fyrirburunum á Íslandi á 25 ára tímabili og meta hvaða klínísku þættir spá fyrir um hömlun hjá þeim. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra barna sem fæddust á Íslandi 1988-2012, voru ≤1000 g við fæðingu og útskrifuðust á lífi. Rannsóknarhópurinn var sóttur í Vökuskrá Barnaspítala Hringsins. Upplýsingar voru fengnar úr Vökuskrá, sjúkraskrám barnanna og mæðra þeirra ásamt gagnagrunni Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. NIÐURSTÖÐUR Af 189 börnum voru 45 (24%) með staðfest þroskafrávik, 13 (7%) með væg frávik og 32 (17%) alvarleg frávik (hömlun) við 3-6 ára aldur. Áhættuþættir fyrir hömlun voru fjölburafæðing (ÁH 2,21; 95% ÖB: 1,19-4,09), Apgar <5 eftir eina mínútu (ÁH 2,40; 95% ÖB: 1,14-5,07), ef fæðugjöf í sondu hófst meira en fjórum dögum eftir fæðingu (ÁH 2,14; 95% ÖB: 1,11-4,11), ef fullu fæði var náð eftir meira en 21 dag (ÁH 2,15; 95% ÖB: 1,11-4,15), lungnabólga á nýburaskeiði (ÁH 3,61; 95% ÖB: 1,98-6,57) og PVL (ÁH 4,84; 95% ÖB: 2,81-8,34). ÁLYKTUN Meirihluti minnstu fyrirburanna glímir ekki við alvarleg þroskafrávik. Hlutfall barna með hömlun í þessari rannsókn er sambærilegt við niðurstöður annarra íslenskra og erlendra rannsókna en hlutfall vægari þroskafrávika í þýðinu er líklega vanmetið. Áhættuþættir hömlunar í þessari rannsókn eiga sér hliðstæðu í erlendum rann- sóknum. Olga Sigurðardóttir1 læknir Kristín Leifsdóttir2,3 læknir Þórður Þórkelsson2,3 læknir Ingibjörg Georgsdóttir4 læknir 1Karolinska-sjúkrahúsinu Stokkhólmi, Svíþjóð, 2Barnaspítala Hringsins Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands, 4Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Greinin var unnin við læknadeild Háskóla Íslands, Landspítala og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Fyrirspurnum svarar Olga Sigurðardóttir, olgasigridur@gmail.com Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra barna sem fæddust á Íslandi frá 1988 til og með 2012, voru ≤1000 g við fæðingu og útskrifuðust á lífi. Rannsóknarhópurinn var sóttur í gagnagrunn vökudeildar Barnaspítala Hringsins (Vökuskrá). Klínískar upp- lýsingar voru fengnar úr Vökuskrá og sjúkraskrám barnanna og mæðra þeirra (tafla I).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.