Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2020, Síða 30

Læknablaðið - feb. 2020, Síða 30
82 LÆKNAblaðið 2020/106 Y F I R L I T Rannsóknir Myndrannsóknir Tölvusneiðmynd eða segulómskoðun á höfði er oftast eðlileg en getur sýnt fram á blæðingu eða blóðþurrðarslag sem oftast er þá á vatnaskilasvæðum. Æðamyndataka getur leitt í ljós aflangar mjúkar þrengingar og víkkanir (poststenotic dilatation) á víxl, sem stundum minna á perluband, í einni eða fleiri heilaæðum (mynd 1).2 Oftast eru breytingarnar þó á mörgum stöðum og mismun- andi æðasvæðum. Æðarannsókn með segulómun eða tölvusneið- mynd hefur um 80% næmi miðað við hefðbundna æðamyndatöku (mynd 2).4 Því verður að vega og meta í hverju tilfelli fyrir sig hvort ástæða sé til hefðbundinnar æðamyndatöku í kjölfar neikvæðrar tölvusneiðmyndar. Hafa ber í huga að upphafleg æðarannsókn með tölvusneiðmynd getur verið eðlileg í allt að 20% tilfella hjá þeim sem síðan reynast vera með sjúkdóminn og því ástæða til að endurtaka hana nokkrum dögum síðar ef klínískur grunur er sterkur. Æðaþrengingar geta sést bæði í fremri og aftari blóðveitu heila og almennt eru þær dreifðar og útbreiddar.16 Endurtekin æða- myndataka nokkrum dögum síðar getur sýnt breytta dreifingu æðabreytinga, en slíkt styður að um sé að ræða RCVS frekar en æðabólgur í heilaæðum. Hálsæðaómskoðun er oftast eðlileg en Doppler-rannsókn í gegnum höfuðkúpu er gagnleg til að fylgja eftir þekktum þrengingum í heilaæðum. Til að greina blæðingar, og sérstaklega heiladrep í heilavef, er segulómun mun næmari en tölvusneiðmynd.2,4 Tölvusneiðmynd eða segulómun af heila sýn- ir í 20-30% tilfella fram á staðbundna innanskúmsblæðingu yfir heilaberkinum (mynd 3). Algengi heilaslags (drep eða blæðing) er breytilegt eftir rannsóknum, en er oftast á bilinu 10-30% og getur leitt til viðvarandi fötlunar. Aðrar rannsóknir Mænuvökvi er yfirleitt eðlilegur í RCVS (tafla 1). Hækkun á rauð- um blóðkornum getur verið til staðar við blæðingu, þó yfirleitt ekki í sama mæli og við sjálfsprottna innanskúmsblæðingu. Ef grunur er um eiturlyfjaneyslu er hægt að leita að slíkum efnum í þvagi. Ef blóðþrýstingur sveiflast mjög hátt í höfuðverkjaköstum getur verið ástæða til að útiloka krómfíklaæxli (pheochromocytoma) með því að leita að amínum í þvagi. Hefðbundnar blóðprufur (blóð- hagur, sölt, lifrar- og nýrnarprufur) ásamt bólguprófum (sökk, gigtarþáttur, ANA-(antinuclear antobody) og ANCA-(antineutrophil cytoplasmic antibodies) mótefni eru venjulega neikvæð. Ekki er þörf á sýnatöku úr heilavef hjá sjúklingum með dæmigerð einkenni RCVS. Mismunagreiningar Við æðabólgu í heilaæðum er höfuðverkurinn yfirleitt ekki eins skyndilegur og segulómun getur bæði sýnt merki um fyrri heila- drep og mögulega upphleðslu í heilahimnum.17 Auk þess er þar yfirleitt hækkun á hvítum frumum og próteinum í mænuvökva sem ekki sést í RCVS. Blæðing vegna sprungins æðagúls er ein helsta mismuna- greiningin og sú sem verður að útiloka vegna alvarleika. Yfirleitt gengur vel að skilja á milli þessara tveggja sjúkdóma. Í RCVS eru höfuðverkjaköstin endurtekin, standa yfir í styttri tíma og sjúk- lingur ekki eins meðtekinn. Ef meðvitundarskerðing á sér stað ætti strax að finna aðra orsök en RCVS.18 Við sjálfsprottna innan- skúmsblæðingu vegna æðagúls er blæðingin venjulega meiri og útbreiðsla blóðsins önnur. Við RCVS með innanskúmsblæðingu er hún langoftast tiltölulega lítil og liggur utarlega yfir heilahvelum (mynd 3). Blæðing sem er í meira magni eða staðsett miðlægt ætti að vekja grun um brostinn æðagúl. Útlit æðaþrenginga við RCVS er ekki sértækt og getur einnig sést við sjálfsprottna innanskúms- blæðingu, en þar eru þær þó oftast meira miðlægt í stærri æðum og jafnari.19 Meðferð Meðferðin er fyrst og fremst við einkennum. Verkjalyf eru notuð við höfuðverk og flogaveikilyf við flogum. Æskilegt er að fylgj- ast náið með blóðþrýstingi, tryggja gott vökvaástand og sjá til þess að sjúklingar hvíli sig í bráðafasanum á meðan þrumuhöf- uðverkjaköst ganga yfir. Ekki er mælt með kynlífi eða líkamlegri áreynslu fyrstu tvær vikurnar eftir köstin. Loks er mikilvægt að spyrja sjúklinginn náið út í notkun æðavirkra lyfja og hætta notk- un þeirra þegar í stað. Forðast ber notkun triptan-lyfja og annarra æðaherpandi lyfja.8 Þó að slembiraðaðar rannsóknir um gagnsemi liggi ekki fyrir, er meðferð með kalsíumhemlaranum nímódipín yfirleitt hafin.2 Hægt er að gefa lyfið í æð í sömu skömmtum og við innanskúmsblæðingu, en það er oftar gefið á töfluformi, 60 mg þrisvar til 6 sinnum á dag, í tvær til 12 vikur. Áhrifin virðast fyrst og fremst vera á hin svæsnu þrumuhöfuðverkjaköst sem stöðvast venjulega innan nokkurra daga. Aftur á móti er ekki víst að lyfið minnki áhættuna á heilablóðþurrð eða blæðingu.4 Hjá sjúkling- um sem hafa fyrir lágan blóðþrýsting þarf að fara varlega með skömmtun lyfsins til þess að auka ekki líkur á heilablóðþurrð. Áður en RCVS-heilkennið varð vel skilgreint voru barksterar oft gefnir vegna gruns um æðabólgu. Í dag er notkun þeirra ekki talin ráðleg og hugsanlega geta þeir haft skaðleg áhrif.20 Engin rök liggja fyrir að nota blóðflöguhemjandi eða kólesteróllækkandi meðferð í RCVS. Horfur Horfur eru yfirleitt góðar og hægt að reikna með að flestir nái sér að fullu. Fyrir þann minnihluta sjúklinga sem hlotið hafa heilaslag af völdum æðabreytinganna geta þær skilið eftir sig mismikla fötl- un.4,21 Einstaka sjúklingar hafa látist af völdum sjúkdómsins, helst þá konur eftir barnsburð.9 Eftir bráðafasann hefur um þriðjungur sjúklinganna vægan viðvarandi höfuðverk, oft með meðfylgjandi þreytu. Sjaldgæft (5%) er að RCVS taki sig upp aftur.10,11,22 Samantekt Endurtekin þrumuhöfuðverkur yfir nokkurra daga tímabil ætti að vekja sterkan grun um RCVS. Greininguna er þó ekki fyllilega hægt að staðfesta fyrr en eftir að æðabreytingarnar hafa gengið til baka innan 12 vikna.4 Kalsíumhemlar á borð við nímódipín minnka tíðni þrumuhöfuðverkjar.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.