Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2020, Síða 34

Læknablaðið - feb. 2020, Síða 34
 86 LÆKNAblaðið 2020/106 við Læknafélag Íslands um siða- og samskiptareglur undirritaður á læknadögum 2020. Kynnið ykkur nánar á vef Frumtaka frumtok.is/sidareglur Endurnýjaður samningur Úthlutun úr Rannsóknarsjóði Rannís styrktarárið 2020 sló vafasamt met hvað varðar lágt úthlutunarhlutfall. Það reyndist 14% í ár en 17% í fyrra. Á undanförnum 5 árum hefur úthlutunarhlutfallið lækkað úr 25% í 14%. Styrkir til klínískra rannsókna og lýðheilsu fengu aðeins tveir umsækjend- ur og upphæðin sem verkefnin fengu var alls 22,3 milljónir, ríflega helmingi lægri upphæð en í fyrra. Sigurður Björnsson, sviðsstjóri rann- sóknar- og nýsköpunarsviðs Rannís, segir að meira fé þyrfti til vísindastyrkjanna. „Umsóknum fjölgar á hverju ári en sjóðirnir stækka ekki að sama skapi, þannig að það segir sig sjálft að það sitja margir eftir, óá- nægðir,“ segir hann. „Hlutfall verkefna sem við getum styrkt er komið vel undir 15% – er 14% í Rann- sóknasjóði og 12% í Tækniþróunarsjóði en þetta eru stærstu og öflugustu sjóðir okkar. Við hefðum viljað sjá þetta hlutfall fara í 20- 25%,“ segir hann. Björn Rúnar Lúðvíksson, formaður pró- fessoraráðs Landspítala, segir allsherjar umskipti hvað varðar sýn manna á vísindi og um hvað þau snúast verða að eiga sér stað. Björn, sem einnig gagnrýnir orð heil- brigðisráðherra hjá Læknaráði í viðtali hér í blaðinu, segir stöðu vísinda afar slæma. „Þetta er ríkisstjórnin sem leggur í orði mikið vægi á vísindi á Íslandi,“ segir hann. Gjörðir fylgi þeim ekki. „Við sjáum það á úthlutun Rannís og við sjáum það þegar við horfum á hlutfall fjár af vergri þjóðarfram- leiðslu til heilbrigðismála.“ -gag Aðeins 14% umsókna hlutu styrk hjá Rannís Ár Umsóknir Styrkir Hlutfall Styrkir til klínískra rannsókna og lýðheilsu, fjöldi/upphæð alls 2020 382 55 14 2/22,3 milljónir 2019 359 61 17 3/49,9 milljónir 2018 342 63 18 3/39,9 milljónir 2017 302 65 22 4/56,3 milljónir 2016 291 72 25 3/ekki birt

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.