Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Feb 2020, Page 37

Læknablaðið - Feb 2020, Page 37
LÆKNAblaðið 2020/106 89 að hún kom í pontu eftir að við Ragnar mótmæltum orðum hennar og dró þau að sumu leyti til baka.“ Hún hafi sannarlega viljað opna umræðuna. Spurður frekar um stjórnunarstílinn á spítalanum segir hann: „Þegar fjármagnið er af skornum skammti grípa stjórnendur til örþrifaráða. Þeir eru með bakið upp við vegg og bregð- ast við sem sært ljón, það bítur frá sér,“ segir hann og nefnir dæmi. Í stríði við helstu stéttir „Eins og það að lýsa yfir stríði við hóp lækna, lýsa yfir stríði við hóp hjúkrunar- fræðinga með launaskerðingum. Það þýðir raunverulega ekki annað en að verið er að draga saman seglin. Þetta fólk getur ekki unnið þau störf sem það gerði áður. Hver á að vinna vinnuna ef ekki læknar og hjúkr- unarfólk?“ Björn vísar í McKinsey-skýrsluna sem segi álagið á íslenska lækna of mikið. „Það molnar því hægt og rólega undan starf- seminni. Það er vandamálið. Við höfum horft á svo ofboðslega stóran vanda í svo langan tíma að við erum komin í breaking point. En hingað til hefur okkur tekist að halda uppi öflugu og góðu heilbrigðiskerfi í fremstu röð þrátt fyrir þessa hörmungar, aðstöðuleysi og fjárskort,“ segir hann og gagnrýnir nýja skipuritið. „Yfirstjórnin er að fjarlægjast kjarna- starfsemina. Það er slæmt og þetta nýja stjórnunarlag er ekki til að bæta ástandið,“ segir hann. „Það er martröð að þurfa að ganga frá einu stigi í annað til að fá loks- ins svar um hvort einhver ákvörðun verði tekin. Þetta er óskilvirkt fyrirkomulag. Þetta er veruleikinn í dag.“ Ragnar tekur undir það. Ábendingar af gólfinu nái ekki á toppinn. „Forstjóri, framkvæmdastjórar, forstöðumenn, yfirlæknar, sérfræðingar. Það er afar langt til þeirra sem ráða.“ Hann skilji þó að for- stjóri vilji breytingar og vill gefa honum tíma til að spreyta sig með þetta nýja fyr- irkomulag. Áætlanir og arðsemi Ragnar kallar eftir aðgerðaáætlun. „Við þurfum að horfa til þess sem við gerum í dag, hvað við ætlum að gera eftir mánuð, hvað eftir 6 mánuði og hvað til lengri tíma,“ segir hann „Ég sé enga áætlun. Þess vegna erum við að hrópa um neyðar- Björn Rúnar Lúðvíksson og Ragnar Freyr Ingvarsson stigu fram og gagnrýndu orð heilbrigðisráðherra á fundi með Læknaráði. Þeir hafa miklar áhyggjur af ástandi spítal- ans. Þar ríki NEYÐARÁSTAND. Mynd/gag

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.