Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Feb 2020, Page 41

Læknablaðið - Feb 2020, Page 41
LÆKNAblaðið 2020/106 93 Hann á móður sína í Rússlandi og þau hittast reglulega annars staðar í Evrópu og eru í góðu sambandi. „Fjölskylda mín er mjög lítil miðað við íslenskar stórfjölskyld- ur,“ segir hann og brosir. Hann hafi aldrei búist við því að verða læknir annars stað- ar en í Rússlandi, hvað þá á Íslandi. „Ég var í sjokki þegar ég kom hingað fyrst. Ég vildi finna búð þegar ég stóð við Hallgrímskirkju og spurði næsta mann: Hvar er miðbærinn?“ Allt hafi verið svo lítið. Svarið hafi verið: „Þú ert í miðbæn- um.“ Allt önnur þjónusta í Rússlandi Hann segir heilbrigðiskerfið í Rússlandi mjög ólíkt því sem hér er. „Stærsta vanda- málið í Rússlandi er peningaleysi,“ segir hann og spyr um leið hvort það sé orð á íslensku, peningaleysi. Hann hafi sett það saman í huganum. „Ég starfaði á hjartadeildinni. Þar var enginn mónitor. Hann var aðeins á gjör- gæslunni. Aðeins einn hjúkrunarfræðing- ur sinnti 30-40 sjúklingum en kannski þrír læknar. Enginn sjúkraliði, enginn sjúkra- þjálfari. Þegar ég kom hingað vissi ég ekki hvað sjúkraliði væri. Hvað gerir sjúkraliði? Hver er þetta?“ Hann lýsir einnig ólíku starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga hér á landi og í Rúss- landi. „Ef sjúklingur þarf lyf í æð eða annað slíkt þarf hann að koma til hjúkr- unarfræðingsins. Hjúkrunarfræðingur- inn kemur ekki til sjúklingsins,“ segir Alexander. Peninga skorti til að senda sjúklinga í rannsóknir. Erfitt sé að komast í segulómun, hjartarannsóknir eða sam- bærilegar meðferðir. „Læknar í Rússlandi þurfa alltaf að réttlæta af hverju þeir panta þessar rann- sóknir. Þeir þurfa að útskýra fyrir sjúkra- tryggingum af hverju þeir þurfa lungna- mynd af sjúklingi.“ Hann segir fjóra til átta sjúklinga deila sjúkrastofu. „Sjúk- lingur er aldrei einn. Ef hann vill það þarf hann að borga fyrir það sérstaklega.“ Alexander lýsir því að til séu sjúkrahús fyrir ríkari landsmenn í Rússlandi, þar sem þeir greiði sjálfir fyrir lækninguna. Hvað finnst honum um það? „Stundum gott. Mér finnst allt í lagi, eins og er í Rússlandi, að greiða 3-4.000 krónur og komast beint til sérfræðilæknis. Annars er kerfið svipað því sem hér er, fólk þarf að komast til heimilislæknis og fá tilvísun. Það getur tekið langan tíma.“ Alexander Illarionov hefur frá árinu 2017 lært íslensku, tekið kandídatsár hér á landi, fengið lækna- leyfi og hafið sérnám í lyf- lækningum. Mynd/gag

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.