Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2020, Síða 45

Læknablaðið - feb. 2020, Síða 45
LÆKNAblaðið 2020/106 97 vil biðla til Læknaráðs að leggja fleiri lóð á þær vogarskálar en færri á þær að tala spítalann niður.“ Ráðherra kallaði eftir þessari sam- stöðu í kjölfar fyrirspurnar Ragnars Freys Ingvarssonar, sérfræðings í gigtar- og lyf- lækningum, um aðgerðir vegna neyðará- standsins á bráðamóttökunni og þá skelf- ingarflækju sem blasti þar við á hverjum degi og hafi blasað við liðið ár? Ragnar brást við þessum orðum ráð- herrans með því að segja að hann teldi brot á læknaeiði að benda ekki á það ástand sem blasti við. Hann gæti ekki gert að því að svekkjandi væri að heyra að ástandið sé slæmt. „Það er þannig.“ Um 400 læknar starfi á Landspítala. Hún þyrfti ekki annað en að kalla eftir góðum ráðum. „En það væri líka gott ef einstaka sinnum væri á okkur hlustað,“ sagði hann. Klappaði meirihluti fundarins eftir orð Ragnars. Í stríði við starfsmenn Björn Rúnar Lúðvíksson, formaður pró- fessoraráðs Landspítala, tók undir orð Ragnars og benti á að staða Landspítala hafi aldrei verið jafn alvarleg. „Ég talaði um fyrir þremur árum síðan að mér fyndist spítalinn vera að missa kúrsinn á góð og öflug mið og stefna á strönd. Útlínur klettanna hafa aldrei verið skýrari. Þetta er ekki þægileg aðstaða að vinna í eða setja sjúklinga okkar í,“ sagði hann. Læknar hafi komið með margvís- lega tillögur við löggjöfina og skipuritið sem ekki hafi verið hlustað á. „Ég get ekki verið sammála því að við séum ekki að koma með uppbyggi- legar athugasemdir. Staðreyndin er sú að útgjöld til heilbrigðismála hafa aldrei verið eins lítið hlutfall af vergri lands- framleiðslu og er í dag 8,3%. Það var 8,7% þegar þú tókst við,“ sagði hann við ráð- herrann. Þá sé ógnarstjórn á spítalanum. „Menn eru komnir með bakið að veggnum,“ sagði Björn Rúnar. „Búið er að lýsa yfir stríði á hendur læknum og hjúkrunarfólki á stofnun sem á fyrst og fremst að standa vörð um lækningar og hjúkrun. Þetta er alvarlegt. Ég vil benda þér og ríkisstjórninni á að það er alvar- legt ástand á Landspítala og þið verðið að bæta í. Þetta snýst um fjármagn.“ Læknablaðið tók stöðuna á þeim Ragnari og Birni eftir fundinn, sjá viðtal við þá á bls. 88-90. Svandís lagði áherslu á að hún væri ekki að óska eftir ályktununum til að styðja ráðuneytið. Hún væri að biðja um jákvæðan slagkraft sem hægt væri að ná saman um. „Ég tek alvarlega þegar Læknaráð bendir á ástandið og þegar verið er að tala um alvarlegt ástand og neyðarástand.“ Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) óskar eftir að ráða í stöðu yfirlæknis heilsugæslusviðs á Snæfellsnesi. Á Snæfellsnesi eru þrjár starfsstöðvar, þ.e. í Grundarfirði, Ólafsvík og Stykkishólmi. Um nýja stöðu yfirlæknis starfsstöðvanna þriggja er um að ræða og þarf viðkomandi að vera leiðandi í þróun og þverfaglegri samvinnu á svæðinu. Hæfnikröfur  Íslenskt lækningaleyfi og sérfræðiviðurkenning í heimilislækningum  Starfsreynsla á sviði stjórnunar er kostur  Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni  Leiðtogahæfileikar, lipurð og áreiðanleiki í samskiptum.  Góð íslenskukunnátta og almenn tölvukunnátta Helstu verkefni og ábyrgð  Skipuleggur og samræmir læknisþjónustu  Ber ábyrgð á starfsemi heilsugæslustöðvanna  Sinnir samskiptum við sjúklinga, aðstandendur og annað heilbrigðisstarfsfólk  Hefur fjárhagslega ábyrgð skv. rekstraráætlunum og sinnir skráningu og skýrslugerð Sótt er um á hve.is undir laus störf eða á starfatorg.is. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá, staðfestar upplýsingar um læknismenntun og afrit af opinberu starfsleyfi. Nánari upplýsingar veitir Þórir Bergmundsson, thorir.bergmundsson@hve.is, 432-1310. Eða Linda Kristjánsdóttir, linda.kristjansdottir@hve.is , 432-1430 Yfirlæknir heilsugæslusviðs Snæfellsnesi VIRÐING – TRAUST - FAGMENNSKA

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.