Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2020, Síða 47

Læknablaðið - feb. 2020, Síða 47
LÆKNAblaðið 2020/106 99 ar sem veiti þeim ríkan afslátt umfram einkareknar stöðvar á rannsóknum. Rann- sóknir séu næststærsti einstaki kostnað- arliðurinn á eftir launakostnaði. „Þegar Heilsugæslan Höfða leitaði eftir samn- ingum við Landspítala var þeim boðið að greiða 165 kr. á rannsóknareiningu meðan ríkisreknu stöðvarnar greiddu 110 krónur á einingu,“ segir hann. „Það er svakalegt. Rosalegt. Hvernig stendur á því að ríkið kýs að mismuna þeim sem reka heilsugæsluþjónustu í fjár- mögnunarlíkani sem á að vera á jafnræðis- grundvelli?“ Stóri bróðir fái þriðjungi lægra verð. Þá greiði einkarekna gæslan virðisaukaskatt af þjónustu en sú ríkis- rekna ekki. Eins þurfi þær einkareknu að kaupa tryggingar en ekki þær ríkisreknu. Ráðherra hunsar beiðni þeirra „Samkeppniseftirlitið tók þrjú dæmi og sagði að jafna þyrfti stöðuna. Síðan hefur ekkert gerst. Ekkert, engin viðbrögð. Við fórum á fund ráðherra 2018 og báðum um að brugðist yrði við en fengum engin viðbrögð,“ segir hann. Þeir hafa ítrekað áhyggjur sínar í bréfi en því hefur ekki verið svarað. „Þannig að tilmælum Samkeppnis- eftirlitsins var bara stungið ofan í skúffu. Það er ömurlegt og ekki góð stjórnsýsla að svara ekki. Þetta hefðu betur verið bind- andi tilmæli en það voru þau ekki. Það á samt að fara eftir þeim,“ segir Þórarinn. „Þeim skjólstæðingum sem velja að vera hér er mismunað,“ segir hann. Þeir gætu ráðið inn hjúkrunarfræðing eða lækni fyrir fjármunina sem fengjust stæðu þeir jafnfætis þeim ríkisreknu og veitt enn betri þjónustu. Þeir vilji kom- ast á ofursamninginn sem ríkisreknu heilsugæslurnar hafi við Landspítala. „Við viljum bara að þetta sé réttlátt.“ Norræn ríki kjósa einkarekstur Hann er spurður hvort það sé áskorun að hafa heilbrigðisráðherra sem sé síður hlynntur einkaframtaki, ráðherra Vinstri grænna, en fyrirrennarinn frá Sjálfstæðis- flokki? „Það eru margir sem hafa illan bifur á okkur en við horfum ekki á þetta þannig. Við vinnum samkvæmt skandinavíska módelinu. Heilsugæslan er sjálfstætt rekin í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi,“ segir hann. Ráðherra verði að huga að því að þarlend yfirvöld hafi talið þjónustunni best borgið með þjónustu- samningum. „Ráðherra hefur ekki verið hlynnt þessu og ekki komið að skoða. En það er ekki hægt að horfa framhjá því hve margir kjósa að sækja til sjálfstæðra heilsugæslu- stöðva. Hvers á þetta fólk að gjalda? Það er áskorun að vera með ráðherra sem er ekki vinsamlegur okkur. En þó má ekki hunsa þetta atriði,” segir Þórarinn. „Við höfum skorað hátt á flestum gæða- vísum og verið í efsta sæti í stórri þjón- ustukönnun en heilbrigðisyfirvöld hafa sýnt okkur afar lítinn áhuga. Það verður að vera jafnræði. Það verður að svara er- indum.“ Þórarinn segist sjá fram á að sjálfstætt starfandi heilugæslum fjölgi. „Þetta er framtíðin í mínum huga.“ Þórarinn Ingólfsson, framkvæmdastjóri lækninga í Heilsugæslunni Höfða, er stoltur af sérhönnuðu sjálfstæðu heilsugæslunni en kallar eftir sann- gjarnara rekstrarumhverfi. Ríkisreknar heilsugæsl- ur standi þar betur. Mynd/gag

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.