Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Feb 2020, Page 48

Læknablaðið - Feb 2020, Page 48
100 LÆKNAblaðið 2020/106 Una Emilsdóttir unglæknir og Helga Ágústa Sigurjónsdóttir innkirtlalæknir. Benedikt Sveinsson kvensjúkdómalæknir, Kristín Sigurðardóttir slysalæknir og Magni Jónsson lungnalæknir. Guðrún Agnarsdóttir, Davíð Gíslason ofnæmislæknir og Sigurveig Sigurðardóttir ofnæmislæknir. Sigurður Guðmundsson fyrrum landlæknir glaðvakandi á milli tveggja svæfinga- lækna, Ingunnar Þorsteinsdóttur og Hjördísar Smith. Júlía Linda Ómarsdóttir hjúkrunarfræðingur og Gerður Aagot Árnadóttir heimilislæknir, þær vinna saman á Heilsugæslustöð Garðabæjar. Valgerður Rúnarsdóttir stýrði fundi um lögleiðingu kannabis. Christian G. Schütz frá há- skólanum í British Columbia og Sigurður Örn Hektorsson geðlæknir voru frummælendur á þessum fjölsótta fundi. 930 skráðu sig til leiks á Læknadögum „Ánægja með Læknadaga var mikil. Margir hafa komið að máli við mig og talað um það,“ segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands og formaður Fræðslustofnunar. Hann segir ráðstefnuna hafa tekist betur en oft áður. Aðsóknin hafi verið með mesta móti en alls 930 manns sóttu Læknadaga sem haldnir voru í Hörpu dagana 20.-24. janúar. Gestum fjölgaði um 10% milli ára. „Læknadagar eru mikilvægir í símenntun lækna. Fjölbreytt erindi höfðuðu til stéttarinnar sem sást á góðri mætingu,“ segir hann. „Læknadagar eru hluti af því átaki félagsins að efla sí- menntun,“ segir hann. Haldin voru 184 erindi á 28 málþingum. Fyrirlesarar voru 177, þar af 145 læknar. Þrettán erlendir gestir tóku þátt í Læknadögum í ár. „Mjög ánægjulegt er hve margir læknar tóku tíma til þess að fræða aðra lækna um þeirra sérsvið og stuðla þannig að breiðari þekkingu í samfélagi lækna,“ segir hann. Fræðslustofnun hélt utan um dagskrána í ár og skipuðu fulltrú- ar hennar undirbúningsnefndina. Auk Reynis eru þau Arngrímur Vilhjálmsson, Margrét Aðalsteinsdóttir, Nanna Sigríður Kristins- dóttir, Ólafur Már Björnsson og Runólfur Pálsson í nefndinni. L Æ K N A D A G A R 2 0 2 0

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.