Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2020, Síða 51

Læknablaðið - feb. 2020, Síða 51
LÆKNAblaðið 2020/106 103 Vandi skapast verði Landspítali að takast á við kórónaveiruna eða alvarlega inflúensu. Þetta segir Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar Landspítala. Spít- alinn hafi þó lært af heimsfaröldrum eins og svínaflensunni sem hafi tekið mjög á starfsemi spítalans árið 2009. Þá lögðust á annað hundrað manns inn á spítalann og tæplega 30 á gjörgæslu. Margir þurftu öndunarvélameðferð og 3 að fara í hjarta- og lungnavél. „Það var ansi alvarlegur faraldur,“ segir Ólafur. Læknablaðið spyr hvort aðstæður á spítalanum séu alvarlegri nú en þá segist hann ekki alveg geta svarað því. „Hins vegar er það þannig að allt sem eykur álagið, slys eða veirusýkingar, valda spítal- anum ákveðnum vanda.“ Ólafur hefur fundað reglulega með sóttvarnarlækni, sóttvarnarlæknum í héraði, Almannavörnum og öðrum hags- munaaðilum til að undirbúa heilbrigð- iskerfið undir hugsanleg smit hér á landi. Hann segir mörgum ferlum fylgt þegar svona ný veira vakni. Allir viðbragðsaðilar séu virkjaðir svo þeir þekki hvernig flæði sjúklinga eigi að vera. „Verði tilfellin mörg kemur það til með að reyna enn frekar á innviði stofnunar- innar og heilbrigðiskerfisins alls,“ segir hann. „Við vonum að tilfellin verði fá og að kórónaveiran verði ekki íþyngjandi fyrir íslensku þjóðina. Vona það innilega,“ leggur hann áherslu á. „Við komum alltaf til með að gera allt eins vel og við getum,“ segir hann og viðurkennir að á sama tíma að allt um- fram dagleg verkefni á spítalanum sé mjög krefjandi. „Þannig að ég vona að þetta verði viðráðanlegt ástand,“ segir Ólafur. Fregnir af alvarlegum lungnasýking- um bárust í desember frá Wuhan-borg í Kína. Áður þekkt kórónaveiruafbrigði var staðfest sem nú kallast 2019-nCoV. Á vef Embættis landlæknis segir að sennilega sé veiran upprunnin í dýrum en sýki nú menn. Embættið hefur gefið út að undirbún- ingurinn miðist við uppfærðar áætlanir frá HABL/(SARS)-faraldrinum 2002. Unnið sé að því að gefa út leiðbeiningar til heil- brigðisstarfsmanna en einnig almennings um hvernig eigi að hafa samband við heil- brigðiskerfið vakni grunur um sýkingu af völdum nýju veirunnar, Novel coronavir- us eða 2019-nCoV Wuhan-veiru. Ólafur segir að reynt verði að stýra sjúklingum frá Landspítala. Ferðamönn- um sé kynnt að þeir eigi að að hringja í 1700, síma heilsugæslunnar, finni þeir fyrir einkennum. Allar heilsugæslustöðvar eigi að vera undirbúnar til að taka á móti sjúklingum sem smitaðir séu af kóróna- veirunni. „Ef sjúklingar eru veikir eða metið þannig að þeir þurfi frekara mat er hægt að vísa þeim á Landspítala,“ segir hann. „Þar er hægt að taka þá beint upp á A7 eða í gegnum bráðamóttökuna.“ Ólafur segir handtökin hafa verið snör enda einungis hálfur mánuður frá því að veiran greindist þegar þetta er ritað og innan við hálfur mánuður í að greiningarprófin berist til landsins. Ólafur segir spítalann nú undirbúinn. „Ekki má gleyma að þetta er sjötti far- aldurinn sem við lendum í, með svipuðum vandamálum. Við höfum lært af hverjum og einum og sú þekking nýtist við þessum vanda.“ Wuhan-veiran krefjandi fyrir kerfið komi hún til landsins Kórónaveiran frá Wuhan reynir á heilbrigðiskerfið allt og ekki síst innviði Landspítala komi hún til landsins. Þetta segir Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar Landspítala. Hann segir spítalann nýta þekkingu eftir fyrri faraldra og svínaflensan fyrir rúmum áratug vegi þar þyngst. ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Hvetur starfsfólk til að verja sig „Við getum ekki sagt til um hvort einstaklingar séu með faraldurinn eða inflúensu. Það er ekki hægt að ráða í það nema með greiningu,“ segir Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir sýkingavarna hjá Landspítala og gagnrýnir starfsmenn fyrir að undirbúa sig ekki sem best. „Við vitum að inflúensa kemur á hverju ári. Við vitum að við þurfum að vera undirbúin og því er hjákátlegt að heilbrigðisstarfsmenn séu ekki ákafari í bólusetn- ingu inflúensunnar á hverju ári,“ segir hann. „Við vitum aldrei hversu slæm hún verður og við getum gert heilmikið til að verj- ast henni,“ segir hann. Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar Landspítala. Mynd/gag.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.