Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 11
veðurfarssögnum sem við könnuðum (1.2) og útskýra hvernig við notum
hugtökin lepp og gervifrumlag (1.3).
1.2 Veðurfarssagnir
Til veðurfarssagna eru jafnan taldar sagnir sem staðið geta án sýnilegs
rökliðar og tengjast veðrabrigðum. Dæmi um slíkar sagnir má sjá í (3).
(3) Veðurfarssagnir
blása, hvessa, lægja, lygna, drífa, fenna, snjóa, rigna, frysta, hlána, hlýna,
kólna, þiðna
Við teljum hér einnig með sagnir sem ná yfir breytingar á birtustigi. Sjá
dæmin í (4).
(4) Birtustigssagnir
birta, dimma, lýsa, myrkva, rökkva, skyggja
Sagnalistarnir í (3)–(4) eru ekki tæmandi heldur sýna þeir aðeins þær
sagnir sem teknar eru til athugunar í þessari grein. Þessar sagnir koma
ýmist fyrir stakar eða með nafnlið og margar hverjar geta einnig tekið
með sér gervifrumlagið hann.
Aðrar sagnir sem ekki tengjast veðurfari heldur tákna breytingar á
tíma sólarhrings eða árstíða eru sýndar í (5).
(5) Sólarhrings- og árstíðasagnir
daga, kvölda (kvelda), morgna, nátta, sumra, hausta, vetra, vora
Þessum sögnum svipar til veðurfarssagna vegna þess að þær eru notaðar
stakar en þó eru þær frábrugðnar þeim að því leyti að þær koma aldrei
fyrir með nafnlið og sárasjaldan með gervifrumlaginu hann.2 Af þeim
sökum verður ekki fjallað frekar um þær hér.
1.3 Leppur eða gervifrumlag?
Eins og áður er getið er hefð fyrir því í íslenskri setningafræði að kalla vís-
unarlaust það ýmist lepp eða gervifrumlag og hann með veðurfarssögnum
ýmist veður-hann eða fornafn (sbr. t.d. Höskuld Þráinsson 2005:339 og
Þegar veðrið kólnar og vindinn hvessir — þá snjóar hann 11
2 Okkur er aðeins kunnugt um eitt dæmi um gervifrumlagið hann með sögn í þessum
flokki, þ.e. kvölda:
(i) … áður en hann kvöldar. (Æskan 1953(11.–12.):106)