Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 12
Jóhannes Gísla Jónsson 2005:352–353). Notkun þessara hugtaka er ekki
nákvæm og getur valdið ruglingi. Við teljum að þessi tvö fyrirbæri eigi
það sameiginlegt að vera ekki vísandi og hvorugt sé því venjulegt per-
sónufornafn. Það sem skilur hins vegar á milli er ólík setningafræðileg
hegðun, eins og útskýrt er í (6) og (7):
(6) LEPPUR: Birtist aðeins í upphafi tiltekinna setningagerða (fullyrð -
ingarsetninga) en ekki á eftir sögn í persónuhætti; gegnir ekki aug-
ljóslega hlutverki frumlags heldur virðist vera fylliorð sem er skotið
inn til að koma í veg fyrir að persónubeygða sögnin standi fremst í
setningu (Halldór Ármann Sigurðsson (2004:20) notar enska orðið
placeholder um þetta fyrirbæri).
(7) GERVIFRUMLAG: Getur staðið á undan og á eftir sögn í persónu-
hætti og virðist gegna frumlagshlutverki.3
Á grundvelli þessarar mismunandi setningafræðilegu hegðunar köllum
við vísunarlaust það lepp og vísunarlaust hann ýmist gervifrumlag eða
einfaldlega veður-hann.
2. Veðurfarssagnir í nútímamáli
2.1 Inngangur
Í nútímamáli geta veðurfarssagnir ýmist komið fyrir stakar eða með
nafnlið. Í báðum tilvikum getur leppurinn það staðið fremst í setningu á
undan persónubeygðri sögn, en það samræmist almennri dreifingu lepps-
ins. Enn fremur geta sumir málhafar notað gervifrumlagið hann með
veðurfarssögnum, bæði í upphafi setningar og á eftir sögninni. Veður-
hann virðist einkum koma fyrir með stökum veðurfarssögnum, eins og í
dæmi (2), en einnig í öðru veðurorðalagi, t.d. hann er kaldur.4
Í þessum kafla ræðum við fyrst um uppkomu leppsins með veðurfars-
sögnum í nútímamáli, dreifingu hans og hlutverk í setningum, því næst
um gervifrumlagið hann í íslensku og öðrum norrænum málum og loks
um nafnliði með veðurfarssögnum.
Sigríður Sæunn Sigurðardóttir og Þórhallur Eyþórsson12
3 Við skilgreinum frumlag hér óformlega sem nafnlið sem stenst frumlagspróf eins og
þau sem fjallað er um í 4. kafla hér á eftir. Gervifrumlag hegðar sér setningafræðilega eins
og venjulegt frumlag en er frábrugðið því þar sem það skortir merkingarlega vísun.
4 Sumir málhafar virðast enn fremur geta notað veður-hann í veðurfarssetningum með
nafnlið (sjá einnig Wood væntanlegt):
(i) Hann kyngir niður einhverjum snjó. (Þjóðviljinn 22.04 1987, bls. 1)