Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Síða 21

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Síða 21
3. Veðurfarssagnir í fornu máli 3.1 Inngangur Veðurfarssagnir í fornu máli koma ýmist fyrir stakar eða með nafnlið í nefnifalli, þolfalli eða þágufalli. Engin ótvíræð dæmi eru um leppinn það og engin dæmi um veður-hann, en eins og fyrr segir skjóta þessi fyrirbæri fyrst upp kollinum í elstu nútímamálsheimildum. Við athugun á veðurfarssögnum í fornu máli var einkum stuðst við ÍT og Ordbog over det norrøne prosasprog (ONP).12 Í ÍT var leitað í flokkunum Íslendingasögur, Heimskringla, Sturlunga, fornaldarsögur, heilagar meyjar, kvæði, þættir og annað.13 Leitað var að sögnunum birta, dimma, lýsa, myrkva, rökkva, skyggja, frysta, hlána, hlýna, kólna, þiðna, blása, hvessa, lygna, lægja, drífa, fenna, rigna og snjóa (ekki voru taldar með orðmyndir í lýsingarhætti nútíðar og lýsingarhætti þátíðar þegar notkunin samsvaraði lýsingarorði). Við leit í ÍT og ONP fundust dæmi um allar framangreindar sagnir að frátöldum hlýna og skyggja (sem eru því innan sviga í töflunum hér á eftir). Sagnirnar eru sýndar í töflu 2, en þar eru þær flokk aðar eftir merkingu auk þess sem getið er um fall nafnliðar sem þær kunna að taka með sér í fornmáli. Í töflu 3 getur svo að líta heildarfjölda leitarniðurstaðna og hversu oft tilteknar sagnir komu fyrir með eða án nafnliðar. Eins og sjá má í töflu 3 koma veðurfarssagnir misoft fyrir í fornu máli. Þrjár sagnanna, lýsa, myrkva og rigna, eru töluvert algengar en aðrar sagn- ir eru fremur fátíðar. Þannig fundust færri en tíu dæmi, bæði með og án nafnliðar, um sagnirnar birta, rökkva, frysta, hlána, þiðna, blása, lygna, fenna og snjóa. Það hve fátíðar sagnirnar eru í fornmáli stafar vafalaust m.a. af því að þá voru aðrar leiðir nýttar til að lýsa veðurfari. Í stað veður- farssagna má finna veðurlýsingar með sögn (t.d. falla eða gera) og veður- nafnorði, eins og sýnt er í (32). Þegar veðrið kólnar og vindinn hvessir — þá snjóar hann 21 12 Stafsetning fornmálsdæma er hér færð til nútímahorfs, hvort sem dæmin eru úr stafréttum eða samræmdum heimildum. Sama gildir um flestar fornar orðmyndir en fáein- um er þó haldið. Þá er þess jafnan getið úr hvaða safni dæmin eru fengin, þ.e. ÍT eða ONP. Tilvísunum í ONP fylgir skammstöfun þess rits sem vitnað er til ásamt blaðsíðutali og línunúmeri. Þetta er í samræmi við skrár og heimildatilvísanir orðabókarinnar og gerir les- endum auðveldara að sannreyna dæmin. 13 „Annað“ vísar til íslenskra miðaldatexta sem ekki falla undir fyrrnefnda flokka. Auk ÍT og ONP var leitað í Sögulega íslenska trjábankanum (IcePaHC) en það skilaði ein- ungis hluta af þeim niðurstöðum sem þegar lágu fyrir. Engar umframniðurstöður fengust þar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.