Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 26

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 26
Ótvírætt þolfall með lygna finnst hins vegar á 16. öld í Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar. Í töflu 2 höfum við því greint fallið í (43) sem þol- fall með þessari sögn og öðrum sem svipuðu máli gegnir um. Að endingu skal tekið fram að ekki verður séð að breytileika í fall- mörkun þannig að nefnifall komi í stað þolfalls gæti í fornmáli á sama hátt og í nútímamáli. Vissulega eru til dæmi í fornmáli þar sem ekki er unnt að greina fall nafnliðarins með óyggjandi hætti. Í þeim tilvikum höfum við jafnan greint fallið til samræmis við elstu varðveittu dæmin með ótví - ræðri fallanotkun. 3.2.3 Nafnliðir í þágufalli Eins og áður segir eru engin dæmi um snjóa með nafnlið í fornu máli; hins vegar kemur sögnin drífa fyrir með þágufallsnafnlið, m.a. í dæminu í (44) þar sem merkingin er ‘sandurinn fauk’. (44) Engi maður vissi hvort var nátt eður dagur úti né inni meðan sand- inum dreif á jörðina …  (ONP, Annálar, Ann1005 38710) Enn fremur eru allnokkur dæmi fornmáli um að rigna komi fyrir ásamt nafnlið í þágufalli.15 Þó er afar sjaldgæft að sögnin standi með nafnorðun- um regn eða vatn; aðeins er eitt dæmi um hvort um sig í fornum heimild- um, sjá (46) og (48) hér á eftir. Ef nafnliðurinn táknar vökva er hann miklu fremur blóð (í átta dæmum af fjórtán um vökva í heimildum okkar). Í öðrum tilvikum, sérstaklega í Biblíutextum, er það sem fellur af himn- um ofan annað efni en vökvi, einkum eldur og brennisteinn, grjót og fæðsla (korn, himnamjöl og himnabrauðið manna). Eins og sýnt var í 2. kafla getur í nútímamáli einnig rignt hundum og köttum, sprengjum, skömmum og ýmsu öðru. Í (45) kemur rigna fyrir með tveim nafnliðum, öðrum í nefnifalli (sbr. umræðu í kafla 3.2.2) og hinum í þágufalli. Sá fyrri er óefað frumlag setn- ingarinnar og táknar þann sem rignir, þ.e. Guð, en sá síðari andlag og lýsir hverju rignir. Þess skal getið að orðalagið í (45) er væntanlega undir áhrif- um frá latneskum frumtexta. (45) … og hann rigndi þeim himna mjöli til að eta … (ONP, Glossaria: Orðasjóðar, glósur, GlossPsalt 12519) Sigríður Sæunn Sigurðardóttir og Þórhallur Eyþórsson26 15 Til er eitt dæmi þar sem þolfall virðist koma fyrir með rigna. Vafalaust eru þetta bein áhrif úr latínu þar sem ‘rigna’ tekur með sér þolfall, sbr. dæmi (51) hér á eftir. (i) Af himninum ofan man ég láta rigna yður fæðslur. (ONP, Stjórn, Stj1 29118)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.