Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 28
Vert er að ítreka að fall nafnliðarins ðæm mǽstan réne ‘hinu mesta regni’
ræðst af sögninni rínan ‘rigna’ en ekki af atviksorðinu tósomne ‘alls, sam-
tals’ sem stendur með tímaatviksliðnum xl. daga and xl. nihta ‘40 daga og
40 nætur’. Þótt dæmið sé af biblíulegum toga er það ekki bein þýðing úr
latínu.17
Líkt og í fornensku og íslensku kemur þágufall einnig fyrir með með
‘rigna’ í gotnesku. Í (50) má sjá brot úr Lúkasarguðspjalli (17:29) á got-
nesku en textinn er þýddur úr grísku (Streitberg (útg.) 2000:149).
(50) iþ þammei daga usiddja Lod us Saudaumim, rignida swibla
en þeim-sem degi gekk-út Lot úr Sódómu rigndi brennisteini(þgf.)
jah funin us himina jah fraqistida allaim.
og eldi(þgf.) úr himni og eyddi öllum
‘En daginn sem Lot fór úr Sódómu rigndi eldi og brennisteini af himni og tortímdi
öllum.’ (Biblían.is, Lúk. 17:29)
Þó að germönsku textarnir hér að ofan séu ýmist þýðingar úr Biblíunni
eða undir áhrifum frá henni á notkun þágufallsins sér ekki samsvaranir í
frumtextunum. Bæði í grísku (Nestle og Aland (útg.) 2012) og latínu
(Weber og Gryson (útg.) 2007) tekur sögnin ‘rigna’ (lat. pluere, gr. brekhō)
með sér nafnlið í þolfalli, eins og sýnt er í (51) og (52), sem er sami textinn
og í (50). Notkun þágufallsins með þessari sögn er því germanskt sér-
kenni.
(51) qua die autem exiit Loth a Sodomis pluit ignem et sulphur
þeim degi en gekk-út Lot úr Sódómu rigndi eld(þf.) og brennistein(þf.)
de caelo et omnes perdidit.
af himni og alla tortímdi
(52) ᾗ δὲ ἡμέρᾳ ἐξῆλθεν Λὼτ ἀπὸ Σοδόμων, ἔβρεξεν πῦρ καὶ θεῖον
hē de hēmera exēlthen Lōt apo Sodomōn, ebrexen pur kai theion
þann en dag gekk-út Lot frá Sódómu rigndi eld(þf.) og brennistein(þf.)
ἀπ’ οὐρανοῦ καὶ ἀπώλεσεν πάντας.
ap’ ouranou kai apōlesen pantas.
af himni og tortímdi alla
Í dæmunum hér að framan táknar þágufallið annars konar úrkomu en
eiginlega rigningu. Þegar sögnin táknar rigningu í venjulegri (hlutbund-
inni) merkingu er hún jafnan stök. Undantekning er fornenska þar sem
Sigríður Sæunn Sigurðardóttir og Þórhallur Eyþórsson28
17 Sambærilegur latneskur texti (Weber og Gryson (útg.) 2007) er sýndur í (i).
(i) et facta est pluvia super terram quadraginta diebus et quadraginta noctibus
og gerð er rigning yfir jörð 40 daga og 40 nætur
‘og það rigndi á jörðina í fjörtíu daga og fjörtíu nætur.’ (Gen. 7:12)