Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 41
ingu. Helst má nefna tvö atriði sem unnt er að notast við sem frumlags-
próf með nafnliðum veðurfarssagna í fornu máli:
(88)a. Setningarstaða rökliðarins.
b. Lyftingarnafnhættir.
Eins og í nútímamáli stendur rökliðurinn á eftir persónubeygðri veður -
farssögn í setningum með umröðun, sbr. (89) og (90). Þó eru ekki dæmi
um hjálparsögnina hafa með slíkum sögnum í fornmáli þannig að ekki er
ljóst af orðaröðinni hvort nafnliðurinn er frumlag (sbr. umræðu í kafla
4.3.1 hér að framan).
(89)a. … köstuðu þá akkerum til þess er veður lægði. (ÍT, Egils saga)
b. Þá lægði storminn.
(ÍT, Helga kviða Hundingsbana II) (= dæmi (37b))
Dæmin í (90) sýna horfasögnina taka með veðurfarssögninni þykkna
ásamt nefnifallsliðnum veður. Horfasögnin taka er lyftingarsögn og má
flokka með hjálparsögnum (sbr. kafla 3.2.4). Umröðun á veður og taka í
(90b) bendir til frumlagseiginleika nafnliðarins. Aðeins frumlög en ekki
andlög geta komið fyrir á eftir persónubeygðu sögninni í slíkum setning-
um.
(90)a. Veður tók að þykkna.
(ÍT, Fóstbræðra saga, 9. kafli) (sbr. dæmi (54))
b. Þá tók veðrið að þykkna … (ÍT, Fóstbræðra saga)
Staða nafnliðarins í lyftingarnafnhættinum í (91) er í samræmi við hegðun
óákveðins frumlags í nútímamáli. Þó er dæmið tvírætt þar sem nafnorðið
kemur fyrir á eftir sögninni rigna en ekki á undan henni, sem væri nauð -
synlegt til að sýna fram á lyftingu frumlags með óyggjandi hætti.
(91) Honum þótti rigna blóði í ljórana. (ÍT, Sturlunga saga, 165. kafli)
Af þessu má ráða að erfiðara er að sýna fram á frumlagseðli nafnliða með
veðurfarssögnum í fornmáli en í nútímamáli. Þó má telja fullvíst að nefni-
fallsliðir með slíkum sögnum séu frumlög og raunar mælir ekkert gegn
frumlagsgreiningu aukafallsliðanna.
4.3.3 Ósagðir rökliðir í nútímamáli
Þegar engir sýnilegir rökliðir koma fyrir með sögnum vaknar sú spurning
hvort þær séu rökliðalausar eða hvort þeim fylgi einhver ósagður rökliður og
Þegar veðrið kólnar og vindinn hvessir — þá snjóar hann 41