Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 45
og möguleiki á færslu rökliðar út úr aukasetningu. Þá styðja nefni falls -
hneigð og aukafallshneigð í nútímaíslensku einnig fumlagsgrein ingu, þar
sem þessar breytingar eiga við um frumlög. Erfiðara er að sýna fram á
frumlagseðli nafnliðanna í fornmáli en þar er þó ekkert sem mælir gegn
slíkri greiningu. Að lokum má nefna að jafnvel með stökum veðurfars-
sögnum eru vísbendingar um að þeim fylgi ósagður rökliður (gervifrum-
lag). Það kemur fram í ákveðnum tegundum nafnháttarsetninga og í setn-
ingum með tengieyðingu.
Þegar veðurfarssagnir í nútímamáli og fornmáli eru bornar saman
kemur í ljós býsna mikill stöðugleiki. Á báðum málstigum geta sagnirnar
ýmist verið stakar eða með nafnlið, auk þess sem setningarstaða þeirra er
sú sama; eins og aðrar persónubeygðar sagnir birtast þær í öðru sæti í
hlutlausri orðaröð. Það sem einkum skilur á milli fornmáls og nútímamáls
er notkun leppsins það og gervifrumlagsins hann (veður-hann). Leppur -
inn kemur upp á 16. öld og er hluti af almennri breytingu sem á við um
margar aðrar setningagerðir. Eins og nafnið bendir til er veður-hann ein-
skorðað við veðurfars- og náttúrulýsingar. Þetta fyrirbæri á sér hliðstæðu
í öðrum norrænum málum og birtist fyrst í íslensku á 18. öld. Veður-hann
er frábrugðinn leppnum að því leyti að hann getur komið fyrir bæði á
undan og eftir persónubeygðri sögn en leppurinn getur einungis staðið í
upphafi setninga á undan persónubeygðri sögn. Á síðustu áratugum örlar
á breytingu á notkun leppsins þar sem einstaka dæmi um hann finnast á
eftir persónubeygðri sögn, sem kann að vera til marks um þróun úr lepp
í gervifrumlag. Sú notkun er þó fjarri því að vera útbreidd enn sem komið
er.
Þótt margt forvitnilegt hafi komið fram í þessari grein um veðurfars-
sagnir, rökliðagerð þeirra og önnur sérkenni hefur þó hvergi nærri verið
unnt að gera þessu efni tæmandi skil. Frekari veðurathuganir bíða betri
tíma.
heimildir
Andrews, Avery. 1976. The VP-Complement Analysis in Modern Icelandic. Proceedings of
the Annual Meeting of the North Eastern Linguistic Society 6:1–21. [Endurprentað hjá
Maling og Zaenen (ristj.) 1990, bls. 165–185.]
Andrews, Avery. 1982. The Representation of Case in Modern Icelandic. Joan Bresnan
(ritstj.): The Mental Representation of Grammatical Relations, bls. 427–503. MIT
Press, Cambridge, MA.
Ásgrímur Angantýsson. 2014. Um stílfærslu og skyld orðaraðartilbrigði í íslensku og fær-
eysku. Íslenskt mál 36:31–53.
Þegar veðrið kólnar og vindinn hvessir — þá snjóar hann 45